Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Jakob Bjarnar skrifar 6. janúar 2020 13:24 Páll er sannfærður um að betri umsækjandinn hafi orðið fyrir valinu og það er ekki Ólína. visir/vilhelm Páll Magnússon þingmaður, sem á sæti í Þingvallanefnd, telur líklegt að ríkissjóður eigi endurkröfurétt á hendur Capacent vegna bóta sem dæmdar voru til handa Ólínu Þorvarðardóttur í tengslum við umsókn hennar um starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Ólínu voru dæmdar 20 milljónir króna í bótagreiðslu af hálfu ríkisins en kærunefnd jafnréttismála taldi að gengið hafi verið fram hjá henni þegar Einar Á. E. Sæmundsen var ráðinn til að gegna stöðunni. Ósætti var innan Þingvallanefndar við málsafgreiðslu og sagði Oddný G. Harðardóttir sig úr henni vegna málsins. Hún segir á Facebooksíðu sinni í gær, þegar niðurstaðan lá fyrir, að störfin hafi einkennst af fúski. Ari Trausti Guðmundsson, formaður nefndarinnar, vill ekki gefa kost á viðtali vegna málsins en Vilhjálmur Árnason varaformaður Þingvallanefndar segir í samtali við fréttastofu að mistök hafi átt sér stað í ráðningaferlinu. Láðst hafi að skrá huglægt mat sem lá til grundvallar afstöðu meirihluta nefndarinnar. Segir Capacent bera ábyrgð á klúðrinu Páll segir þetta rétt en hafa beri hugfast að úrskurðurinn lúti ekki að því hvort hafi verið hæfari. Hann segir að í hlutlæga matinu hafi svipað verið á komið með umsækjendunum tveimur. „Úrskurður úrskurðarnefndarinnar lýtur að því, varðandi huglæga hlutann, að þá hafi þess ekki verið gætt að skrá niður þá þætti sem komu til álita meirihlutanefndarinnar varðandi huglæga partinn. Þar með, af því að þeirri skráningu var áfátt, sé ekki hægt að sannreyna hvaða huglægu þættir lágu til grundvallar niðurstöðunni. Það er túlkað Ólínu í hag með þessum hætti,“ segir Páll. Ari Trausti er formaður nefndarinnar en hann hefur ekki viljað tjá sig við fréttastofu um málið.visir/vilhelm Um þetta fjallar úrskurður úrskurðarnefndarinnar. Ekki hvort sé hæfara. Og það sem meira er, Páll segir það sæta furðu að þessi ágalli hafi verið á málsmeðferðinni. „Ég lít svo á að ríkissjóður hljóti að eiga endurkröfurétt með einhverjum hætti á þessa upphæð og þá á þá ráðningarskrifstofu sem sérstaklega var fengin til þess, gegn greiðslu, að sjá til þess að formskilyrðum þessarar málsmeðferðar yrði fullnægt. Þar með skráningu á þeim huglægu þáttum sem réðu afstöðu meirihluta nefndarinnar en láðist að skrá niður að mati úrskurðarnefndarinnar.“ Ráðningarskrifstofan sem sá um ráðningarferlið er Capacent, sem sér reyndar einnig um umdeilt ráðningarferli á útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins. Viss um að betri umsækjandinn varð fyrir valinu Ólína telur ráðninguna pólitíska, hún telur til að mynda Pál hafa verið búinn að gera upp sinn hug og hefur það til marks um þá kenningu að hann var ekki viðstaddur þegar umsækjendur fluttu sína framsögu fyrir Þingvallanefndinni. Oddný sagði sig úr Þingvallanefndinni vegna málsins á sínum tíma. Hún segir afgreiðsluna hafa einkennst af fúski.visir/vilhelm Páll segir þetta rétt. En hann hafi verið búinn að kynna sér til hlítar öll gögn málsins og hann hafi að auki starfað með bæði Einari og Ólínu. Þó langt sé um liðið hvað Ólínu varðar. „Það vill þannig til. Ég var búinn að fara yfir allar hlutlægu niðurstöðurnar frá Capasent, hvernig umsækjendur skoruðu á því sem var mælanlegt. Hlutlægu niðurstöðum hafi Einar skorað aðeins hærra en þau voru svipuð, bitamunur en ekki fjár.“ Páll segir að af óviðráðanlegum orsökum sem tengjast ferðalögum hafi hann ekki náð í samtalapartinn fyrr en of seint. Ef hann hefði vitað það hefði hann kallað til varamann sinn í nefndinni. „Ég mætti reyndar Ólínu þegar ég kom á fund nefndarinnar og hún á leið úr samtalinu. En, svo taldi ég mig ekki þurfa það til að meta hæfni þeirra – ég er sannfærður um að hæfari umsækjandinn varð fyrir valinu,“ segir Páll. Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56 Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir á Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Páll Magnússon þingmaður, sem á sæti í Þingvallanefnd, telur líklegt að ríkissjóður eigi endurkröfurétt á hendur Capacent vegna bóta sem dæmdar voru til handa Ólínu Þorvarðardóttur í tengslum við umsókn hennar um starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Ólínu voru dæmdar 20 milljónir króna í bótagreiðslu af hálfu ríkisins en kærunefnd jafnréttismála taldi að gengið hafi verið fram hjá henni þegar Einar Á. E. Sæmundsen var ráðinn til að gegna stöðunni. Ósætti var innan Þingvallanefndar við málsafgreiðslu og sagði Oddný G. Harðardóttir sig úr henni vegna málsins. Hún segir á Facebooksíðu sinni í gær, þegar niðurstaðan lá fyrir, að störfin hafi einkennst af fúski. Ari Trausti Guðmundsson, formaður nefndarinnar, vill ekki gefa kost á viðtali vegna málsins en Vilhjálmur Árnason varaformaður Þingvallanefndar segir í samtali við fréttastofu að mistök hafi átt sér stað í ráðningaferlinu. Láðst hafi að skrá huglægt mat sem lá til grundvallar afstöðu meirihluta nefndarinnar. Segir Capacent bera ábyrgð á klúðrinu Páll segir þetta rétt en hafa beri hugfast að úrskurðurinn lúti ekki að því hvort hafi verið hæfari. Hann segir að í hlutlæga matinu hafi svipað verið á komið með umsækjendunum tveimur. „Úrskurður úrskurðarnefndarinnar lýtur að því, varðandi huglæga hlutann, að þá hafi þess ekki verið gætt að skrá niður þá þætti sem komu til álita meirihlutanefndarinnar varðandi huglæga partinn. Þar með, af því að þeirri skráningu var áfátt, sé ekki hægt að sannreyna hvaða huglægu þættir lágu til grundvallar niðurstöðunni. Það er túlkað Ólínu í hag með þessum hætti,“ segir Páll. Ari Trausti er formaður nefndarinnar en hann hefur ekki viljað tjá sig við fréttastofu um málið.visir/vilhelm Um þetta fjallar úrskurður úrskurðarnefndarinnar. Ekki hvort sé hæfara. Og það sem meira er, Páll segir það sæta furðu að þessi ágalli hafi verið á málsmeðferðinni. „Ég lít svo á að ríkissjóður hljóti að eiga endurkröfurétt með einhverjum hætti á þessa upphæð og þá á þá ráðningarskrifstofu sem sérstaklega var fengin til þess, gegn greiðslu, að sjá til þess að formskilyrðum þessarar málsmeðferðar yrði fullnægt. Þar með skráningu á þeim huglægu þáttum sem réðu afstöðu meirihluta nefndarinnar en láðist að skrá niður að mati úrskurðarnefndarinnar.“ Ráðningarskrifstofan sem sá um ráðningarferlið er Capacent, sem sér reyndar einnig um umdeilt ráðningarferli á útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins. Viss um að betri umsækjandinn varð fyrir valinu Ólína telur ráðninguna pólitíska, hún telur til að mynda Pál hafa verið búinn að gera upp sinn hug og hefur það til marks um þá kenningu að hann var ekki viðstaddur þegar umsækjendur fluttu sína framsögu fyrir Þingvallanefndinni. Oddný sagði sig úr Þingvallanefndinni vegna málsins á sínum tíma. Hún segir afgreiðsluna hafa einkennst af fúski.visir/vilhelm Páll segir þetta rétt. En hann hafi verið búinn að kynna sér til hlítar öll gögn málsins og hann hafi að auki starfað með bæði Einari og Ólínu. Þó langt sé um liðið hvað Ólínu varðar. „Það vill þannig til. Ég var búinn að fara yfir allar hlutlægu niðurstöðurnar frá Capasent, hvernig umsækjendur skoruðu á því sem var mælanlegt. Hlutlægu niðurstöðum hafi Einar skorað aðeins hærra en þau voru svipuð, bitamunur en ekki fjár.“ Páll segir að af óviðráðanlegum orsökum sem tengjast ferðalögum hafi hann ekki náð í samtalapartinn fyrr en of seint. Ef hann hefði vitað það hefði hann kallað til varamann sinn í nefndinni. „Ég mætti reyndar Ólínu þegar ég kom á fund nefndarinnar og hún á leið úr samtalinu. En, svo taldi ég mig ekki þurfa það til að meta hæfni þeirra – ég er sannfærður um að hæfari umsækjandinn varð fyrir valinu,“ segir Páll.
Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56 Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir á Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30
Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56
Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent