Hvetur þá sem glötuðu draumaferðinni vegna lokunar Farvel til að hópa sig saman Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2020 15:45 Farvel bauð upp á margvíslegar ferðir, meðal annars til Taílands. Rut Hjartardóttir, sem átti bókaða ferð með ferðaskrifstofunni Farvel til Taílands eftir þrjá daga, hvetur aðra farþega sem eru í sömu sporum eftir að ferðaskrifstofan lokaði óvænt fyrir rétt fyrir jól, að stilla saman strengi sína með því að stofna Facebook-hóp. Hún setur spurningamerki við það af Ferðamálastofa hafi ekki varað viðskiptavini ferðaskrifstofunnar við.Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var fellt úr gildi þann 20. desember síðastliðinn eftir að fyrirtækið skilaði ekki inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. Talið er að lokunin hafi áhrif á ferðaplön 100-200 mannssamkvæmt upplýsingum á vef Ferðamálastofu.Þar á meðal er Rut Hjartardóttir sem greitt hafði tæpar 600 þúsund krónur fyrir þriggja vikna ferð til Taílands þann 9. janúar næstkomandi. Rut greiddi staðfestingargjald í september og afganginn í nóvember, tveimur mánuðum fyrir brottför. Ferðin er hins vegar úr sögunni og Rut er ekkert sérstaklega vongóð um að fá peningana aftur, í það minnsta ekki í bráð.„Þeir svöruðu mér svona hjá Ferðamálastofu að það sé möguleiki að sækja þar um og ef eitthvað fæst upp í þetta þá fæst mögulega eitthvað brot af þessu. Þeir sögðu bara blákalt: Það er ekkert til, það er ekkert að sækja. Valitor og þjónustufulltrúi Lansbankans svara því til að ef að ekkert kemur út úr þessu hjá Ferðamálastofu þá geti ég fengið pappíra um það að ekkert hafi komið út úr þessu, eða lítið, og prufað hjá kortafyrirtækinu. Þá fyrst,“ segir Rut. Ætti að vera að loka ferðatöskunni fyrir brottför Sem fyrr segir var Farvel lokað rétt fyrir jól og segir Rut hafa eytt dögunum fyrir jól í það að afla sér upplýsinga um málið. Það sé samt fyrst núna sem hún finni fyrir einhverjum pirringi vegna málsins.„Þetta fór ekkert með jólin fyrir mér en ég er örg núna þegar ég ætti að vera að loka ferðatöskunni,“ segir Rut.Hún setur einnig spurningamerki við hina skyndilega lokun ferðaskrifstofunnar sem kom til eftir að Ferðamálastofa felldi niður ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar „þar sem fyrirtækið uppfyllti ekki lengur skilyrði laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun um skil gagna og hafði ekki sinnt ákvörðun Ferðamálastofu um hækkun tryggingarfjárhæðar,“ líkt og segir á vef Ferðamálastofu.„Það er ekkert að koma upp einn tveir og þrír. Af hverju er þetta ekki komið í loftið og búið að vara fólk við? Af hverju þegja þeir og lofa svona manni að komast upp með þetta,“ spyr Rut en maðurinn sem hún á við er Viktor Heiðdal Sveinsson, forsvarsmaður fyrirtækisins.Hann hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna lokunar Farvel auk þess sem að Rut, sem og aðrir viðskiptavinir Farvel, hafa heldur ekki náð í Viktor.„Svara ekki í númer sem ég hef punktað hjá mér. Ekki neitt sko. Það svarar enginn neinu,“ segir Rut. Skömmu fyrir jól var þessi haustferð til Balí auglýst a Facebook-síðu Farvel, sem nú hefur verið lokað.Farvel Því datt henni í hug að viðskiptavinir Farvel gætu haft gagn af því að komast í samband við hvern annan, til að miðla upplýsingum og stilla saman strengi sína í því að endurheimta eitthvað af þeim fjármunum sem virðast vera tapaðir. „Mér dettur í hug að ef einhver hefði haft samband og vissi til að það væri einhver hópur þar sem fólk gæti spjallað saman og staðið saman því að það eru allir í sömu sporum að fá ekki neitt,“ segir hún. „Ef að fólk hefur áhuga og einhver getur myndað grúppu. Til að fólk sé ekki að fá misvísandi svör.“ Þrátt fyrir vonbrigðin og ferðina sem ekki verður farin er Rut ennþá spennt fyrir því að fara til Taílands, og líklegra er en ekki að hún láti verða að því, bara ekki eftir þrjá daga eins og stóð til. „Það er ekkert útilokað að fara þangað en ég er ekki að fara fyrir þennan pening sem er búið að hirða af mér.“ Neytendur Tengdar fréttir Rukkuð um lokagreiðslu fyrir draumaferðina tveimur dögum áður en starfsemin var stöðvuð Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var fellt úr gildi eftir að fyrirtækið skilaði ekki inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 23. desember 2019 21:00 Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Rut Hjartardóttir, sem átti bókaða ferð með ferðaskrifstofunni Farvel til Taílands eftir þrjá daga, hvetur aðra farþega sem eru í sömu sporum eftir að ferðaskrifstofan lokaði óvænt fyrir rétt fyrir jól, að stilla saman strengi sína með því að stofna Facebook-hóp. Hún setur spurningamerki við það af Ferðamálastofa hafi ekki varað viðskiptavini ferðaskrifstofunnar við.Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var fellt úr gildi þann 20. desember síðastliðinn eftir að fyrirtækið skilaði ekki inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. Talið er að lokunin hafi áhrif á ferðaplön 100-200 mannssamkvæmt upplýsingum á vef Ferðamálastofu.Þar á meðal er Rut Hjartardóttir sem greitt hafði tæpar 600 þúsund krónur fyrir þriggja vikna ferð til Taílands þann 9. janúar næstkomandi. Rut greiddi staðfestingargjald í september og afganginn í nóvember, tveimur mánuðum fyrir brottför. Ferðin er hins vegar úr sögunni og Rut er ekkert sérstaklega vongóð um að fá peningana aftur, í það minnsta ekki í bráð.„Þeir svöruðu mér svona hjá Ferðamálastofu að það sé möguleiki að sækja þar um og ef eitthvað fæst upp í þetta þá fæst mögulega eitthvað brot af þessu. Þeir sögðu bara blákalt: Það er ekkert til, það er ekkert að sækja. Valitor og þjónustufulltrúi Lansbankans svara því til að ef að ekkert kemur út úr þessu hjá Ferðamálastofu þá geti ég fengið pappíra um það að ekkert hafi komið út úr þessu, eða lítið, og prufað hjá kortafyrirtækinu. Þá fyrst,“ segir Rut. Ætti að vera að loka ferðatöskunni fyrir brottför Sem fyrr segir var Farvel lokað rétt fyrir jól og segir Rut hafa eytt dögunum fyrir jól í það að afla sér upplýsinga um málið. Það sé samt fyrst núna sem hún finni fyrir einhverjum pirringi vegna málsins.„Þetta fór ekkert með jólin fyrir mér en ég er örg núna þegar ég ætti að vera að loka ferðatöskunni,“ segir Rut.Hún setur einnig spurningamerki við hina skyndilega lokun ferðaskrifstofunnar sem kom til eftir að Ferðamálastofa felldi niður ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar „þar sem fyrirtækið uppfyllti ekki lengur skilyrði laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun um skil gagna og hafði ekki sinnt ákvörðun Ferðamálastofu um hækkun tryggingarfjárhæðar,“ líkt og segir á vef Ferðamálastofu.„Það er ekkert að koma upp einn tveir og þrír. Af hverju er þetta ekki komið í loftið og búið að vara fólk við? Af hverju þegja þeir og lofa svona manni að komast upp með þetta,“ spyr Rut en maðurinn sem hún á við er Viktor Heiðdal Sveinsson, forsvarsmaður fyrirtækisins.Hann hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna lokunar Farvel auk þess sem að Rut, sem og aðrir viðskiptavinir Farvel, hafa heldur ekki náð í Viktor.„Svara ekki í númer sem ég hef punktað hjá mér. Ekki neitt sko. Það svarar enginn neinu,“ segir Rut. Skömmu fyrir jól var þessi haustferð til Balí auglýst a Facebook-síðu Farvel, sem nú hefur verið lokað.Farvel Því datt henni í hug að viðskiptavinir Farvel gætu haft gagn af því að komast í samband við hvern annan, til að miðla upplýsingum og stilla saman strengi sína í því að endurheimta eitthvað af þeim fjármunum sem virðast vera tapaðir. „Mér dettur í hug að ef einhver hefði haft samband og vissi til að það væri einhver hópur þar sem fólk gæti spjallað saman og staðið saman því að það eru allir í sömu sporum að fá ekki neitt,“ segir hún. „Ef að fólk hefur áhuga og einhver getur myndað grúppu. Til að fólk sé ekki að fá misvísandi svör.“ Þrátt fyrir vonbrigðin og ferðina sem ekki verður farin er Rut ennþá spennt fyrir því að fara til Taílands, og líklegra er en ekki að hún láti verða að því, bara ekki eftir þrjá daga eins og stóð til. „Það er ekkert útilokað að fara þangað en ég er ekki að fara fyrir þennan pening sem er búið að hirða af mér.“
Neytendur Tengdar fréttir Rukkuð um lokagreiðslu fyrir draumaferðina tveimur dögum áður en starfsemin var stöðvuð Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var fellt úr gildi eftir að fyrirtækið skilaði ekki inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 23. desember 2019 21:00 Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Rukkuð um lokagreiðslu fyrir draumaferðina tveimur dögum áður en starfsemin var stöðvuð Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var fellt úr gildi eftir að fyrirtækið skilaði ekki inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 23. desember 2019 21:00
Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07