Bílastæðahús við flugvöllinn í Stafangri brennur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2020 18:06 Reykurinn sem berst frá bílastæðahúsinu er mjög mikill. twitter Stöðva þurfti flugumferð í Stafangri vegna mikils elds sem kom upp í bílastæðahúsi við flugvöllinn. Hluti af fimm hæða bílastæðahúsinu er fallinn saman. Frá þessu er greint á vef norska ríkisútvarpsins. Talið er að allt að hundrað bílar séu skemmdir og segja vitni að það heyrist til bensíntanka springa innan úr bílastæðahúsinu. Bílastæðahúsið sem eldurinn logar í er það sem næst er flugvellinum. Þá hefur öll flugumferð verið stöðvuð og mun hún ekki hefjast aftur fyrr en í fyrsta lagi kl. 19:30 að staðartíma. „Við vitum ekki hvað þetta mun taka langan tíma. Núna er aðaláherslan að slökkva eldinn,“ sagði Anetta Sigmundstad, flugvallarstjóri. pic.twitter.com/ybvRLkIaTj — stormy-chan (@stormy_chan93) January 7, 2020 Slökkviliðsstjórinn sagði í samtali við fréttamenn að hann væri hræddur um að allt bílastæðahúsið muni hrynja og þess vegna hafi slökkviliðsmenn verið kallaðir út úr byggingunni. Nú hefur hluti hússins fallið saman og nokkrir bílar eru eyðilagðir. Slökkviliðið mun ekki koma til með að slökkva eldinn inni í húsinu vegna hættu um að húsið falli saman. „Við höfum enga stjórn á eldinum, eldstungurnar eru miklar og mikill reykur. Það eru fjórir slökkviliðsbílar og reykkafarar á staðnum,“ sagði Svein Nesse, slökkviliðsmaður í Rogalandi. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni kom eldur upp í bíl í bílastæðinu nærri Kiss &fly á flugvellinum í Stafangri í kring um hálf fjögur að staðartíma. Eldurinn hefur dreift gríðarlega úr sér og logar hann nú á nokkrum hæðum bílastæðahússins. Ekki er talið að fólk sé inni í bílastæðahúsinu og hefur ekki verið tilkynnt um slys á fólki vegna eldsins. Þá hafa gestir á nærliggjandi hóteli, Scandic, verið beðnir um að yfirgefa bygginguna en hótelið er rétt hjá flugvellinum. Öllum starfsmönnum flugvallarins hefur verið safnað saman í komusal flugvallarins og eru þar samkvæmt heimildum hundruð farþega og starfsmanna. Þá munu hótelgestir og ferðalangar verða fluttir á hótel í Stafangri áður en langt um líður. Noregur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Stöðva þurfti flugumferð í Stafangri vegna mikils elds sem kom upp í bílastæðahúsi við flugvöllinn. Hluti af fimm hæða bílastæðahúsinu er fallinn saman. Frá þessu er greint á vef norska ríkisútvarpsins. Talið er að allt að hundrað bílar séu skemmdir og segja vitni að það heyrist til bensíntanka springa innan úr bílastæðahúsinu. Bílastæðahúsið sem eldurinn logar í er það sem næst er flugvellinum. Þá hefur öll flugumferð verið stöðvuð og mun hún ekki hefjast aftur fyrr en í fyrsta lagi kl. 19:30 að staðartíma. „Við vitum ekki hvað þetta mun taka langan tíma. Núna er aðaláherslan að slökkva eldinn,“ sagði Anetta Sigmundstad, flugvallarstjóri. pic.twitter.com/ybvRLkIaTj — stormy-chan (@stormy_chan93) January 7, 2020 Slökkviliðsstjórinn sagði í samtali við fréttamenn að hann væri hræddur um að allt bílastæðahúsið muni hrynja og þess vegna hafi slökkviliðsmenn verið kallaðir út úr byggingunni. Nú hefur hluti hússins fallið saman og nokkrir bílar eru eyðilagðir. Slökkviliðið mun ekki koma til með að slökkva eldinn inni í húsinu vegna hættu um að húsið falli saman. „Við höfum enga stjórn á eldinum, eldstungurnar eru miklar og mikill reykur. Það eru fjórir slökkviliðsbílar og reykkafarar á staðnum,“ sagði Svein Nesse, slökkviliðsmaður í Rogalandi. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni kom eldur upp í bíl í bílastæðinu nærri Kiss &fly á flugvellinum í Stafangri í kring um hálf fjögur að staðartíma. Eldurinn hefur dreift gríðarlega úr sér og logar hann nú á nokkrum hæðum bílastæðahússins. Ekki er talið að fólk sé inni í bílastæðahúsinu og hefur ekki verið tilkynnt um slys á fólki vegna eldsins. Þá hafa gestir á nærliggjandi hóteli, Scandic, verið beðnir um að yfirgefa bygginguna en hótelið er rétt hjá flugvellinum. Öllum starfsmönnum flugvallarins hefur verið safnað saman í komusal flugvallarins og eru þar samkvæmt heimildum hundruð farþega og starfsmanna. Þá munu hótelgestir og ferðalangar verða fluttir á hótel í Stafangri áður en langt um líður.
Noregur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent