Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2020 00:10 Um 200 björgunarsveitarmenn voru kallaðir út vegna björgunaraðgerða á Langjökli auk snjóbíla af höfuðborgarsvæðinu. Hér sést þegar verið er að setja einn þeirra á vörubíl til þess að flytja á staðinn. vísir/jói k. Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Ferðamennirnir voru í vélsleðaferð með fyrirtækinu á Langjökli í dag og lentu í vandræðum vegna ófærðar og veðurs. Nokkur börn eru í hópi ferðamannanna og er það yngsta sex ára gamalt. Björgunarsveitarmenn eru ekki enn komnir á staðinn en afar slæmt veður er á þessum slóðum og mjög þung færð.Sjá einnig:Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að ferðamennirnir séu nú komnir í skjól í tvo litla bíla. Ekki er hægt að keyra þá í skálann við Skálpanes sem er í um fjögurra kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem fólkið er en að minnsta kosti annar bíllinn er bilaður. Hluti af leiðsögumönnunum bíður eftir aðstoð fyrir utan bílana að sögn Sveins. Búin að vera í vélsleðaferðinni síðan klukkan 13 Sveinn segir lögregluna vita lítið um ástandið á fólkinu en segir að gera megi ráð fyrir því að einhverjir séu með ofkælingu. „Við vitum mjög lítið um ástandið á fólkinu í sjálfu sér og það er kalt og hrakið og búið að vera úti síðan klukkan eitt í dag. Það getur alveg verið orðið kalt og með ofkælingu. Það má gera ráð fyrir því en það er þó ekki vitað,“ segir Sveinn. Aðspurður segir hann fólkið ekki metið í lífshættu eins og er en ástandið sé alvarlegt. Þá staðfestir hann að börn séu í hópi ferðamannanna, það yngsta sex ára gamalt. Gul viðvörun hefur verið í gildi fyrir miðhálendið síðan klukkan 17 í dag en vélsleðaferðin hófst upp úr klukkan 13. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands á veður á svæðinu eftir að versna ef eitthvað er en viðvörunin gildir til klukkan 15 á morgun. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Ferðamennirnir voru í vélsleðaferð með fyrirtækinu á Langjökli í dag og lentu í vandræðum vegna ófærðar og veðurs. Nokkur börn eru í hópi ferðamannanna og er það yngsta sex ára gamalt. Björgunarsveitarmenn eru ekki enn komnir á staðinn en afar slæmt veður er á þessum slóðum og mjög þung færð.Sjá einnig:Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að ferðamennirnir séu nú komnir í skjól í tvo litla bíla. Ekki er hægt að keyra þá í skálann við Skálpanes sem er í um fjögurra kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem fólkið er en að minnsta kosti annar bíllinn er bilaður. Hluti af leiðsögumönnunum bíður eftir aðstoð fyrir utan bílana að sögn Sveins. Búin að vera í vélsleðaferðinni síðan klukkan 13 Sveinn segir lögregluna vita lítið um ástandið á fólkinu en segir að gera megi ráð fyrir því að einhverjir séu með ofkælingu. „Við vitum mjög lítið um ástandið á fólkinu í sjálfu sér og það er kalt og hrakið og búið að vera úti síðan klukkan eitt í dag. Það getur alveg verið orðið kalt og með ofkælingu. Það má gera ráð fyrir því en það er þó ekki vitað,“ segir Sveinn. Aðspurður segir hann fólkið ekki metið í lífshættu eins og er en ástandið sé alvarlegt. Þá staðfestir hann að börn séu í hópi ferðamannanna, það yngsta sex ára gamalt. Gul viðvörun hefur verið í gildi fyrir miðhálendið síðan klukkan 17 í dag en vélsleðaferðin hófst upp úr klukkan 13. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands á veður á svæðinu eftir að versna ef eitthvað er en viðvörunin gildir til klukkan 15 á morgun.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48
Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08