Samhæfingarmiðstöð Almannavarna virkjuð: Björgunarsveitarmenn komnir að fólkinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. janúar 2020 01:05 Fyrstu hópar björgunarsveitarmanna eru komnir að fólkinu. Vísir/Jóhann K. Samhæfingarmiðstöðin í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna fólksins sem fast er undir Langjökli. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri í almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að hlutverk samhæfingarmiðstöðvarinnar sé að styðja við aðgerðarstjórn sem er á Selfossi. Rögnvaldur segir málið alvarlegra en menn héldu í upphafi. Fyrstu björgunarsveitarmenn eru komnir að fólkinu sem hefur verið úti frá því um klukkan eitt í dag. En það var í skipulagðri vélsleðaferð um svæðið. Beiðni um aðstoð barst fyrr í kvöld þegar fólkið var að grafa sig í fönn vegna óveðursins sem nú gengur yfir. Þrjátíu og níu ferðamenn eru í hópnum og er sá yngsti 6 ára gamall. Með þeim eru tíu leiðsögumenn. Vegna veðursins er fólkið orðið blautt og kalt og mikil hætta á ofkælingu. Greiningarsveit send að Gullfossi og sjúkrabílar á Selfoss Rögnvaldur segir að greiningarsveit Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sé nú á leið í þjónustuskálann við Gullfoss. Í henni eiga sæti hjúkrunarstarfsfólk og sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og starfsfólk áfallateymis Rauða krossins á Íslandi. Þar verði tekið á móti fólkinu. Óskað hefur verið eftir því að sjúkrabílar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins verði sendir á Selfoss til þess að vera til taks því allir sjúkraflutningamenn á því svæði eru að sinna útkallinu. Veður á svæðinu er mjög vont og á eftir að versna í nótt. Rögnvaldur segir að það sé í raun kapphlaup við tímann að koma fólkinu í skjól. 39 bjargað á Langjökli Almannavarnir Björgunarsveitir Bláskógabyggð Sjúkraflutningar Veður Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Samhæfingarmiðstöðin í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna fólksins sem fast er undir Langjökli. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri í almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að hlutverk samhæfingarmiðstöðvarinnar sé að styðja við aðgerðarstjórn sem er á Selfossi. Rögnvaldur segir málið alvarlegra en menn héldu í upphafi. Fyrstu björgunarsveitarmenn eru komnir að fólkinu sem hefur verið úti frá því um klukkan eitt í dag. En það var í skipulagðri vélsleðaferð um svæðið. Beiðni um aðstoð barst fyrr í kvöld þegar fólkið var að grafa sig í fönn vegna óveðursins sem nú gengur yfir. Þrjátíu og níu ferðamenn eru í hópnum og er sá yngsti 6 ára gamall. Með þeim eru tíu leiðsögumenn. Vegna veðursins er fólkið orðið blautt og kalt og mikil hætta á ofkælingu. Greiningarsveit send að Gullfossi og sjúkrabílar á Selfoss Rögnvaldur segir að greiningarsveit Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sé nú á leið í þjónustuskálann við Gullfoss. Í henni eiga sæti hjúkrunarstarfsfólk og sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og starfsfólk áfallateymis Rauða krossins á Íslandi. Þar verði tekið á móti fólkinu. Óskað hefur verið eftir því að sjúkrabílar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins verði sendir á Selfoss til þess að vera til taks því allir sjúkraflutningamenn á því svæði eru að sinna útkallinu. Veður á svæðinu er mjög vont og á eftir að versna í nótt. Rögnvaldur segir að það sé í raun kapphlaup við tímann að koma fólkinu í skjól.
39 bjargað á Langjökli Almannavarnir Björgunarsveitir Bláskógabyggð Sjúkraflutningar Veður Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48
Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10
Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08