Trump tilkynnti um nýjar þvinganir gegn Íran en ekki frekari árásir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. janúar 2020 18:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu lagðar á Írana vegna eldflaugaárása þeirra á bandarískar herstöðvar í Írak í nótt. Enginn fórst í árásunum. Atburðirnir í nótt voru svar við morði Bandaríkjanna á Qasem Soleimani, hershöfðingja Quds-hersveita íranska byltingavarðliðsins og einum valdamesta manni landsins. Sú aðgerð var svar við árás sveita hliðhollra Íran á bandaríska sendiráðið í Bagdad sem var svo aftur svar við loftárás Bandaríkjamanna á Hezbollah í Írak. Svo mætti lengi áfram halda enda hefur þessi keðjuverkun undið upp á sig allhressilega, í raun frá því Trump ákvað að Bandaríkin myndu segja sig frá kjarnorkusamningi stórvelda heimsins við Íran árið 2018. Allt var á suðupunkti eftir drápið á Soleimani og óttuðust margir um að stríð væri yfirvofandi. Svarið kom eins og áður segir í nótt og sögðu írönsk stjórnvöld að von væri á frekari aðgerðum ef Bandaríkin gerðu gagnárás. Ítrekuðu jafnframt þá afstöðu sína að bandaríski herinn yrði að hörfa frá Mið-Austurlöndum. En mannfall í nótt var ekkert og Trump tilkynnti ekki um frekari árásir í ávarpi sínu í dag. Sagði þó að stjórnvöld væru enn að fara yfir alla möguleika og að bandaríski herinn væri afar öflugur. „Svo virðist sem Íran ætli að bakka, sem er gott fyrir alla hlutaðeigandi og afar gott fyrir heimsbyggðina.“ Forsetinn varði drjúgum hluta ávarpsins í að gagnrýna fyrrnefndan kjarnorkusamning og hvatti aðildarríki hans til þess að koma aftur að borðinu og semja upp á nýtt. Hann kallaði einnig eftir því að Atlantshafsbandalagið leiki stærra hlutverk í Mið-Austurlöndum. Bandaríkin Donald Trump Íran Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu lagðar á Írana vegna eldflaugaárása þeirra á bandarískar herstöðvar í Írak í nótt. Enginn fórst í árásunum. Atburðirnir í nótt voru svar við morði Bandaríkjanna á Qasem Soleimani, hershöfðingja Quds-hersveita íranska byltingavarðliðsins og einum valdamesta manni landsins. Sú aðgerð var svar við árás sveita hliðhollra Íran á bandaríska sendiráðið í Bagdad sem var svo aftur svar við loftárás Bandaríkjamanna á Hezbollah í Írak. Svo mætti lengi áfram halda enda hefur þessi keðjuverkun undið upp á sig allhressilega, í raun frá því Trump ákvað að Bandaríkin myndu segja sig frá kjarnorkusamningi stórvelda heimsins við Íran árið 2018. Allt var á suðupunkti eftir drápið á Soleimani og óttuðust margir um að stríð væri yfirvofandi. Svarið kom eins og áður segir í nótt og sögðu írönsk stjórnvöld að von væri á frekari aðgerðum ef Bandaríkin gerðu gagnárás. Ítrekuðu jafnframt þá afstöðu sína að bandaríski herinn yrði að hörfa frá Mið-Austurlöndum. En mannfall í nótt var ekkert og Trump tilkynnti ekki um frekari árásir í ávarpi sínu í dag. Sagði þó að stjórnvöld væru enn að fara yfir alla möguleika og að bandaríski herinn væri afar öflugur. „Svo virðist sem Íran ætli að bakka, sem er gott fyrir alla hlutaðeigandi og afar gott fyrir heimsbyggðina.“ Forsetinn varði drjúgum hluta ávarpsins í að gagnrýna fyrrnefndan kjarnorkusamning og hvatti aðildarríki hans til þess að koma aftur að borðinu og semja upp á nýtt. Hann kallaði einnig eftir því að Atlantshafsbandalagið leiki stærra hlutverk í Mið-Austurlöndum.
Bandaríkin Donald Trump Íran Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“