Taka stöðuna á Eurovision í apríl Sylvía Hall skrifar 15. mars 2020 10:48 Eurovision fer fram í maí ef aðstæður leyfa. Vísir/Getty Örlög Eurovision í ár ráðast snemma í apríl að sögn borgarfulltrúa í Rotterdam. Nýlega var sett á samkomubann líkt og tekur gildi hér á landi á miðnætti, og verður því óheimilt að halda samkomur þar sem fleiri en hundrað koma saman. Enn sem komið er mun undirbúningur fyrir keppnina halda sínu striki. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort blása eigi keppnina af í ár og er stefnt að því að hefja framkvæmdir sviðið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í fyrstu viku aprílmánaðar. Endanleg ákvörðun ætti því að liggja fyrir þá segir borgarstjóri Rotterdam. Sjá einnig: Daði hefur ekki of miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á Eurovision „Síðasti dagurinn er þegar við byrjum að byggja sviðið. Á þeim degi þarf að liggja fyrir hvort Eurovision muni fara fram eða ekki. Það eru tveir möguleikar í stöðunni: EBU og AVROTROS (hollenski sýningaraðilinn) geta ákveðið að skipuleggja keppnina, eða ekki. Ef þeirra ákvörðun fer gegn ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda verðum við að aflýsa,“ segir Ahmed Aboutaleb borgarstjóri og bætir við að það sé á hans ábyrgð að tryggja heilsu borgarbúa. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vinnur nú að því að skipuleggja mögulegar sviðsmyndir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Enn eru tveir mánuðir í keppni og því margt sem getur breyst í millitíðinni. Á meðal þess sem hefur verið rætt er að takmarka áhorfendafjölda eða halda keppnina fyrir tómum sal. Sieste Bakker, framleiðandi Eurovision í ár, segir skipuleggjendur fylgjast náið með þróun mála. Sem betur fer séu tveir mánuðir til stefnu og þau vona að ástandið verði búið að ná jafnvægi svo hægt sé að halda keppnina með öruggum hætti. Óhætt er að segja að óvenju mikil eftirvænting ríki hér á landi fyrir keppninni í ár. Framlagi Íslands, Daða og Gagnamagninu, er spáð góðu gengi og hefur verið ofarlega á listum veðbanka. Sem stendur er þeim spáð fjórða sætinu eftir að hafa vermt fyrsta sætið undanfarnar vikur. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hlustaðu á öll lögin sem keppa við Daða Frey í Eurovision Eins og staðan er í dag er Búlgurum spáð sigri í Eurovision í Rotterdam í maí en veðbankar telja um ellefu prósent líkur á sigri þeirra í keppninni. 13. mars 2020 11:31 Ferðast ekki til Hollands fyrir póstkortið Fulltrúi Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, söngkonan Eden Alene, mun ekki ferðast til Hollands í aðdraganda keppninnar vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 10:26 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira
Örlög Eurovision í ár ráðast snemma í apríl að sögn borgarfulltrúa í Rotterdam. Nýlega var sett á samkomubann líkt og tekur gildi hér á landi á miðnætti, og verður því óheimilt að halda samkomur þar sem fleiri en hundrað koma saman. Enn sem komið er mun undirbúningur fyrir keppnina halda sínu striki. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort blása eigi keppnina af í ár og er stefnt að því að hefja framkvæmdir sviðið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í fyrstu viku aprílmánaðar. Endanleg ákvörðun ætti því að liggja fyrir þá segir borgarstjóri Rotterdam. Sjá einnig: Daði hefur ekki of miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á Eurovision „Síðasti dagurinn er þegar við byrjum að byggja sviðið. Á þeim degi þarf að liggja fyrir hvort Eurovision muni fara fram eða ekki. Það eru tveir möguleikar í stöðunni: EBU og AVROTROS (hollenski sýningaraðilinn) geta ákveðið að skipuleggja keppnina, eða ekki. Ef þeirra ákvörðun fer gegn ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda verðum við að aflýsa,“ segir Ahmed Aboutaleb borgarstjóri og bætir við að það sé á hans ábyrgð að tryggja heilsu borgarbúa. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vinnur nú að því að skipuleggja mögulegar sviðsmyndir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Enn eru tveir mánuðir í keppni og því margt sem getur breyst í millitíðinni. Á meðal þess sem hefur verið rætt er að takmarka áhorfendafjölda eða halda keppnina fyrir tómum sal. Sieste Bakker, framleiðandi Eurovision í ár, segir skipuleggjendur fylgjast náið með þróun mála. Sem betur fer séu tveir mánuðir til stefnu og þau vona að ástandið verði búið að ná jafnvægi svo hægt sé að halda keppnina með öruggum hætti. Óhætt er að segja að óvenju mikil eftirvænting ríki hér á landi fyrir keppninni í ár. Framlagi Íslands, Daða og Gagnamagninu, er spáð góðu gengi og hefur verið ofarlega á listum veðbanka. Sem stendur er þeim spáð fjórða sætinu eftir að hafa vermt fyrsta sætið undanfarnar vikur.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hlustaðu á öll lögin sem keppa við Daða Frey í Eurovision Eins og staðan er í dag er Búlgurum spáð sigri í Eurovision í Rotterdam í maí en veðbankar telja um ellefu prósent líkur á sigri þeirra í keppninni. 13. mars 2020 11:31 Ferðast ekki til Hollands fyrir póstkortið Fulltrúi Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, söngkonan Eden Alene, mun ekki ferðast til Hollands í aðdraganda keppninnar vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 10:26 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira
Hlustaðu á öll lögin sem keppa við Daða Frey í Eurovision Eins og staðan er í dag er Búlgurum spáð sigri í Eurovision í Rotterdam í maí en veðbankar telja um ellefu prósent líkur á sigri þeirra í keppninni. 13. mars 2020 11:31
Ferðast ekki til Hollands fyrir póstkortið Fulltrúi Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, söngkonan Eden Alene, mun ekki ferðast til Hollands í aðdraganda keppninnar vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 10:26