Taka stöðuna á Eurovision í apríl Sylvía Hall skrifar 15. mars 2020 10:48 Eurovision fer fram í maí ef aðstæður leyfa. Vísir/Getty Örlög Eurovision í ár ráðast snemma í apríl að sögn borgarfulltrúa í Rotterdam. Nýlega var sett á samkomubann líkt og tekur gildi hér á landi á miðnætti, og verður því óheimilt að halda samkomur þar sem fleiri en hundrað koma saman. Enn sem komið er mun undirbúningur fyrir keppnina halda sínu striki. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort blása eigi keppnina af í ár og er stefnt að því að hefja framkvæmdir sviðið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í fyrstu viku aprílmánaðar. Endanleg ákvörðun ætti því að liggja fyrir þá segir borgarstjóri Rotterdam. Sjá einnig: Daði hefur ekki of miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á Eurovision „Síðasti dagurinn er þegar við byrjum að byggja sviðið. Á þeim degi þarf að liggja fyrir hvort Eurovision muni fara fram eða ekki. Það eru tveir möguleikar í stöðunni: EBU og AVROTROS (hollenski sýningaraðilinn) geta ákveðið að skipuleggja keppnina, eða ekki. Ef þeirra ákvörðun fer gegn ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda verðum við að aflýsa,“ segir Ahmed Aboutaleb borgarstjóri og bætir við að það sé á hans ábyrgð að tryggja heilsu borgarbúa. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vinnur nú að því að skipuleggja mögulegar sviðsmyndir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Enn eru tveir mánuðir í keppni og því margt sem getur breyst í millitíðinni. Á meðal þess sem hefur verið rætt er að takmarka áhorfendafjölda eða halda keppnina fyrir tómum sal. Sieste Bakker, framleiðandi Eurovision í ár, segir skipuleggjendur fylgjast náið með þróun mála. Sem betur fer séu tveir mánuðir til stefnu og þau vona að ástandið verði búið að ná jafnvægi svo hægt sé að halda keppnina með öruggum hætti. Óhætt er að segja að óvenju mikil eftirvænting ríki hér á landi fyrir keppninni í ár. Framlagi Íslands, Daða og Gagnamagninu, er spáð góðu gengi og hefur verið ofarlega á listum veðbanka. Sem stendur er þeim spáð fjórða sætinu eftir að hafa vermt fyrsta sætið undanfarnar vikur. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hlustaðu á öll lögin sem keppa við Daða Frey í Eurovision Eins og staðan er í dag er Búlgurum spáð sigri í Eurovision í Rotterdam í maí en veðbankar telja um ellefu prósent líkur á sigri þeirra í keppninni. 13. mars 2020 11:31 Ferðast ekki til Hollands fyrir póstkortið Fulltrúi Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, söngkonan Eden Alene, mun ekki ferðast til Hollands í aðdraganda keppninnar vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 10:26 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Örlög Eurovision í ár ráðast snemma í apríl að sögn borgarfulltrúa í Rotterdam. Nýlega var sett á samkomubann líkt og tekur gildi hér á landi á miðnætti, og verður því óheimilt að halda samkomur þar sem fleiri en hundrað koma saman. Enn sem komið er mun undirbúningur fyrir keppnina halda sínu striki. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort blása eigi keppnina af í ár og er stefnt að því að hefja framkvæmdir sviðið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í fyrstu viku aprílmánaðar. Endanleg ákvörðun ætti því að liggja fyrir þá segir borgarstjóri Rotterdam. Sjá einnig: Daði hefur ekki of miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á Eurovision „Síðasti dagurinn er þegar við byrjum að byggja sviðið. Á þeim degi þarf að liggja fyrir hvort Eurovision muni fara fram eða ekki. Það eru tveir möguleikar í stöðunni: EBU og AVROTROS (hollenski sýningaraðilinn) geta ákveðið að skipuleggja keppnina, eða ekki. Ef þeirra ákvörðun fer gegn ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda verðum við að aflýsa,“ segir Ahmed Aboutaleb borgarstjóri og bætir við að það sé á hans ábyrgð að tryggja heilsu borgarbúa. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vinnur nú að því að skipuleggja mögulegar sviðsmyndir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Enn eru tveir mánuðir í keppni og því margt sem getur breyst í millitíðinni. Á meðal þess sem hefur verið rætt er að takmarka áhorfendafjölda eða halda keppnina fyrir tómum sal. Sieste Bakker, framleiðandi Eurovision í ár, segir skipuleggjendur fylgjast náið með þróun mála. Sem betur fer séu tveir mánuðir til stefnu og þau vona að ástandið verði búið að ná jafnvægi svo hægt sé að halda keppnina með öruggum hætti. Óhætt er að segja að óvenju mikil eftirvænting ríki hér á landi fyrir keppninni í ár. Framlagi Íslands, Daða og Gagnamagninu, er spáð góðu gengi og hefur verið ofarlega á listum veðbanka. Sem stendur er þeim spáð fjórða sætinu eftir að hafa vermt fyrsta sætið undanfarnar vikur.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hlustaðu á öll lögin sem keppa við Daða Frey í Eurovision Eins og staðan er í dag er Búlgurum spáð sigri í Eurovision í Rotterdam í maí en veðbankar telja um ellefu prósent líkur á sigri þeirra í keppninni. 13. mars 2020 11:31 Ferðast ekki til Hollands fyrir póstkortið Fulltrúi Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, söngkonan Eden Alene, mun ekki ferðast til Hollands í aðdraganda keppninnar vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 10:26 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Hlustaðu á öll lögin sem keppa við Daða Frey í Eurovision Eins og staðan er í dag er Búlgurum spáð sigri í Eurovision í Rotterdam í maí en veðbankar telja um ellefu prósent líkur á sigri þeirra í keppninni. 13. mars 2020 11:31
Ferðast ekki til Hollands fyrir póstkortið Fulltrúi Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, söngkonan Eden Alene, mun ekki ferðast til Hollands í aðdraganda keppninnar vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 10:26