Stjarnan næst titlinum og KR ekki í fallsæti Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2020 08:00 Stjarnan er með flest stig að meðaltali í leik í Pepsi Max-deild karla og það er frekar auðvelt að reikna út meðalstigafjölda Blikakvenna í leikjum liðsins í sumar því liðð hefur unnið þá alla. samsett/hag/daníel Boltinn byrjar aftur að rúlla í Pepsi Max-deild karla í fótbolta þar sem segja má að Stjarnan sé næst titlinum. Breiðablik stendur vel að vígi í Pepsi Max-deild kvenna þar sem heil umferð fer fram á sunnudag og mánudag. Ný bylgja kórónuveirufaraldursins olli því að ekki hefur verið spilað í deildunum síðan í júlí. Ekki er ljóst hvenær frestaðir leikir verða settir á dagskrá, og verði frekari tafir á Íslandsmótinu er alls kostar óvíst að það takist að ljúka því. KSÍ hefur sett reglur um að keppni verði að vera lokið 1. desember. Jafnframt verður að ljúka 2/3 hluta leikja í hverri deild til að niðurstaða þar verði tekin gild. Verði deild ekki fullkláruð verður liðum raðað eftir meðalstigafjölda í leik. Að því leyti stendur Stjarnan best að vígi í Pepsi-deild karla (þrátt fyrir að vera í 4. sæti) með 2,33 stig að meðaltali í sínum sex leikjum. Fresta þurfti þremur leikjum liðsins á meðan að það var í sóttkví um tveggja vikna skeið í lok júní og byrjun júlí. Miðað við meðalstigafjölda er Stjarnan efst í Pepsi Max-deild karla með 2,33 stig, KR næst með 2,13, topplið Vals í 3. sæti með 2,11 stig og FH í 4. sæti með 1,75 stig. Staða neðstu liða er óbreytt. Staðan í Pepsi Max-deild karla. Eins og sjá má á Stjarnan 2-3 leiki til góða á önnur lið. Til að keppnistímabilið hjá körlunum teljist gilt þurfa að lágmarki 89 leikir að vera spilaðir í deildinni. Nú þegar ágúst er tæplega hálfnaður eru spilaðir leikir 51 talsins og því vantar 38 leiki upp á að mótið teljist gilt. Það eru sex heilar umferðir og tveimur leikjum betur. Leikir helgarinnar í Pepsi Max-deild karla Föstudagurinn 14. ágústKl.18.00 KR - FH Kl. 19.15 Stjarnan - GróttaLaugardagurinn 15. ágústKl. 16.00 ÍA - Fylkir Kl. 16.00 Valur - KASunnudagurinn 16. ágústKl. 17.00 HK - Fjölnir Kl. 19.15 Víkingur R. - BreiðablikMánudagurinn 17. ágústKl. 18.00 FH - Stjarnan Þrátt fyrir að þrjú lið í Pepsi Max-deild kvenna hafi þurft að fara í sóttkví í sumar, og þar af KR-ingar tvisvar, hafa liðin leikið 7-8 leiki hvert. KR er í fallsæti eins og er, en miðað við meðalstigafjölda í leik er liðið fyrir ofan Þrótt og Stjörnuna. Stjarnan og FH eru því í fallsætum miðað við meðalstigafjölda. Breiðablik er í góðum málum með fullt hús stiga eftir sjö leiki, eða þrjú stig að meðaltali í leik. Valskonur hafa leikið einum leik meira og eru með 2,4 stig að meðaltali í leik, og Fylkir er í 3. sæti með 1,7 stig að meðaltali í leik. Staðan í Pepsi Max-deild kvenna. KR væri ekki í fallsæti ef miðað væri við meðalstigafjölda í leik. Tíu lið eru í Pepsi Max-deild kvenna en ekki tólf eins og hjá körlunum. Konurnar þurfa því að spila 60 leiki til að mótið telji og vantar 23 leiki upp á til þess. Þar þarf því að spila fjórar heilar umferðir og þremur leikjum betur. Næstu leikir í Pepsi Max-deild kvenna: Sunnudaginn 16. ágúst: Kl. 14.00 Selfoss – Fylkir Kl. 14.00 Þróttur R. – ÍBV Kl. 16.00 Stjarnan – Þór/KA Kl. 16.00 FH - Breiðablik Mánudaginn 17. ágúst: Kl. 18.00 KR – Valur Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30 Guðni bjartsýnn á að hægt sé að klára tímabilið Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að hægt verða að klára Íslandsmótið hér á landi. 2. ágúst 2020 12:00 Telur leikmenn tilbúna að gera það sem til þarf Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannastamtaka Íslands og leikmaður Pepsi Max-deildarliði Fylkis segir leikmenn vera tilbúna til að gera það sem þarf svo hægt sé að klára Íslandsmótið. 2. ágúst 2020 12:45 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira
Boltinn byrjar aftur að rúlla í Pepsi Max-deild karla í fótbolta þar sem segja má að Stjarnan sé næst titlinum. Breiðablik stendur vel að vígi í Pepsi Max-deild kvenna þar sem heil umferð fer fram á sunnudag og mánudag. Ný bylgja kórónuveirufaraldursins olli því að ekki hefur verið spilað í deildunum síðan í júlí. Ekki er ljóst hvenær frestaðir leikir verða settir á dagskrá, og verði frekari tafir á Íslandsmótinu er alls kostar óvíst að það takist að ljúka því. KSÍ hefur sett reglur um að keppni verði að vera lokið 1. desember. Jafnframt verður að ljúka 2/3 hluta leikja í hverri deild til að niðurstaða þar verði tekin gild. Verði deild ekki fullkláruð verður liðum raðað eftir meðalstigafjölda í leik. Að því leyti stendur Stjarnan best að vígi í Pepsi-deild karla (þrátt fyrir að vera í 4. sæti) með 2,33 stig að meðaltali í sínum sex leikjum. Fresta þurfti þremur leikjum liðsins á meðan að það var í sóttkví um tveggja vikna skeið í lok júní og byrjun júlí. Miðað við meðalstigafjölda er Stjarnan efst í Pepsi Max-deild karla með 2,33 stig, KR næst með 2,13, topplið Vals í 3. sæti með 2,11 stig og FH í 4. sæti með 1,75 stig. Staða neðstu liða er óbreytt. Staðan í Pepsi Max-deild karla. Eins og sjá má á Stjarnan 2-3 leiki til góða á önnur lið. Til að keppnistímabilið hjá körlunum teljist gilt þurfa að lágmarki 89 leikir að vera spilaðir í deildinni. Nú þegar ágúst er tæplega hálfnaður eru spilaðir leikir 51 talsins og því vantar 38 leiki upp á að mótið teljist gilt. Það eru sex heilar umferðir og tveimur leikjum betur. Leikir helgarinnar í Pepsi Max-deild karla Föstudagurinn 14. ágústKl.18.00 KR - FH Kl. 19.15 Stjarnan - GróttaLaugardagurinn 15. ágústKl. 16.00 ÍA - Fylkir Kl. 16.00 Valur - KASunnudagurinn 16. ágústKl. 17.00 HK - Fjölnir Kl. 19.15 Víkingur R. - BreiðablikMánudagurinn 17. ágústKl. 18.00 FH - Stjarnan Þrátt fyrir að þrjú lið í Pepsi Max-deild kvenna hafi þurft að fara í sóttkví í sumar, og þar af KR-ingar tvisvar, hafa liðin leikið 7-8 leiki hvert. KR er í fallsæti eins og er, en miðað við meðalstigafjölda í leik er liðið fyrir ofan Þrótt og Stjörnuna. Stjarnan og FH eru því í fallsætum miðað við meðalstigafjölda. Breiðablik er í góðum málum með fullt hús stiga eftir sjö leiki, eða þrjú stig að meðaltali í leik. Valskonur hafa leikið einum leik meira og eru með 2,4 stig að meðaltali í leik, og Fylkir er í 3. sæti með 1,7 stig að meðaltali í leik. Staðan í Pepsi Max-deild kvenna. KR væri ekki í fallsæti ef miðað væri við meðalstigafjölda í leik. Tíu lið eru í Pepsi Max-deild kvenna en ekki tólf eins og hjá körlunum. Konurnar þurfa því að spila 60 leiki til að mótið telji og vantar 23 leiki upp á til þess. Þar þarf því að spila fjórar heilar umferðir og þremur leikjum betur. Næstu leikir í Pepsi Max-deild kvenna: Sunnudaginn 16. ágúst: Kl. 14.00 Selfoss – Fylkir Kl. 14.00 Þróttur R. – ÍBV Kl. 16.00 Stjarnan – Þór/KA Kl. 16.00 FH - Breiðablik Mánudaginn 17. ágúst: Kl. 18.00 KR – Valur
Leikir helgarinnar í Pepsi Max-deild karla Föstudagurinn 14. ágústKl.18.00 KR - FH Kl. 19.15 Stjarnan - GróttaLaugardagurinn 15. ágústKl. 16.00 ÍA - Fylkir Kl. 16.00 Valur - KASunnudagurinn 16. ágústKl. 17.00 HK - Fjölnir Kl. 19.15 Víkingur R. - BreiðablikMánudagurinn 17. ágústKl. 18.00 FH - Stjarnan
Næstu leikir í Pepsi Max-deild kvenna: Sunnudaginn 16. ágúst: Kl. 14.00 Selfoss – Fylkir Kl. 14.00 Þróttur R. – ÍBV Kl. 16.00 Stjarnan – Þór/KA Kl. 16.00 FH - Breiðablik Mánudaginn 17. ágúst: Kl. 18.00 KR – Valur
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30 Guðni bjartsýnn á að hægt sé að klára tímabilið Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að hægt verða að klára Íslandsmótið hér á landi. 2. ágúst 2020 12:00 Telur leikmenn tilbúna að gera það sem til þarf Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannastamtaka Íslands og leikmaður Pepsi Max-deildarliði Fylkis segir leikmenn vera tilbúna til að gera það sem þarf svo hægt sé að klára Íslandsmótið. 2. ágúst 2020 12:45 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira
Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30
Guðni bjartsýnn á að hægt sé að klára tímabilið Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að hægt verða að klára Íslandsmótið hér á landi. 2. ágúst 2020 12:00
Telur leikmenn tilbúna að gera það sem til þarf Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannastamtaka Íslands og leikmaður Pepsi Max-deildarliði Fylkis segir leikmenn vera tilbúna til að gera það sem þarf svo hægt sé að klára Íslandsmótið. 2. ágúst 2020 12:45