Fjöldi er sagður hafa særst í hnífstunguárás í norsku borginni Bergen í dag.
NRK og Verdens Gang segja lögreglu vera á staðnum og að ein kona sé í haldi, grunuð um árásina. Verið sé að leita að særðum og eru sjónarvottar beðnir um að hafa samband hafi þeir upplýsingar.
Árásin á að hafa átt sér stað á Danmerkurtorgi í suðurhluta Bergen. Að sögn er lögreglu er kona í haldi og að minnsta kosti einn særður eftir árásina.
Tilkynnt var um árásina skömmu eftir klukkan 14 að staðartíma, eða hádegi að íslenskum tíma.
#Bergen #Danmarksplass: melding om flere personer som er knivstukket. Politiet er på stedet, har kontroll på en person. Søker etter skadde. Ber publikum ta kontakt dersom man har opplysninger.
— Vest politidistrikt (@politivest) August 13, 2020
Fréttin hefur verið uppfærð.