Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Vegna tæknilegra vandamála virkar spilarinn hér í fréttinni ekki. Hægt er að horfa á fréttatímann á sjónvarpsvef Vísis hér.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Þórólf Guðnason og Kára Stefánsson um tillögur um aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þórólfur vill hert eftirlit á landamærunum og tilslökunum innanlands. Kári telur að hópsmitið sem nú er í gangi innanlands eigi sér uppruna í Austur-Evrópu.

Við fjöllum líka um árásir Samherja á fréttastofu RÚV og Helga Seljan fréttamann, sem svarar fyrir sig. Fréttastjórinn segir að sjaldan hafi verið seilst svo langt til að skjóta sendiboðann.

Við förum líka norður á land, að Goðafossi, og fjöllum um nýjustu virkjunardeiluna. Hún snýst um litla virkjun sem hefur þá sérstöðu að með henni er engu landi sökkt og engum fossi fórnað.

Allt þetta og fleira í kvöldfréttum okkar á Stöð 2, stundvíslega klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×