Gamla Liverpool stjarnan vill komast aftur í ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 14:15 Daniel Sturridge endaði tíma sinn hjá Liverpool sem Evrópumeistari. Getty/Quality Sport Images Daniel Sturridge yfirgaf Liverpool og ensku úrvalsdeildina sem Evrópumeistari í júní 2019 en núna vill hann komast aftur til Englands. Daniel Sturridge er að leita sér að nýju félagi eftir að hafa endað skyndilega tímabilið sitt með tyrkneska félaginu Trabzonspor þegar hann var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum tyrkneska knattspyrnusambandsins. Sturridge hefur ekkert spilað síðan í mars en segist vera búinn að æfa vel á heimili sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Sturridge fór í viðtal hjá Sky Sports og sagðist þar vera tilbúinn í næsta kafla á sínum ferli. "I really feel like I have unfinished business in the Premier League" @DanielSturridge is eyeing a return to England this summer More from the exclusive interview: https://t.co/t3H82QEX9M pic.twitter.com/XxHxJHRdQX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 11, 2020 „Ég á möguleika á því að spila út um allan heim en ég er enskur leikmaður og hef alltaf elskað að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Daniel Sturridge við Sky Sports. „Ég trúi því að ég hafi enn margt fram að færa fyrir ensku úrvalsdeildina og ég vil segja að hún sé fyrsti kostur hjá mér. Mér finnst ég eiga eitthvað óklárað þar og vil helst frá að spila þar aftur,“ sagði Sturridge. „Ég er tilbúinn til að spila í öðrum deildum svo að ég er ekki bara að skoða ensku úrvalsdeildina. Það væri góður kostur fyrir mig að koma aftur til Englands og gera mitt besta þar,“ sagði Sturridge. Daniel Sturridge segist eiga mikið eftir enn. Hann skoraði 4 mörk í 11 deildarleikjum með Trabzonspor. „Ég er mjög spenntur, hef aldrei verið hungraðri og er mjög einbeittur á næsta kafla á mínum ferli,“ sagði Sturridge. Sturridge verður 31 árs í næsta mánuði en hann hefur skorað 105 í 306 leikjum í enska boltanum með Manchester City, Chelsea, Bolton, Liverpool og West Brom. „Ég vil halda því fram að ég sé einn af betri kostunum fyrir liðin. Ég er með lausan samning og ég hef spilað fyrir mörg af stærstu félögum heimsins. Ég er klár í að hjálpa liði að ná árangri og vil fá að vera stór hluti af þeirra framtíðarplönum,“ sagði Sturridge. „Ég trúi því að það sé enn nóg eftir í þessum fótum. Ég hef vissulega verið lengi að en ég á nóg eftir,“ sagði Daniel Sturridge. Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Daniel Sturridge yfirgaf Liverpool og ensku úrvalsdeildina sem Evrópumeistari í júní 2019 en núna vill hann komast aftur til Englands. Daniel Sturridge er að leita sér að nýju félagi eftir að hafa endað skyndilega tímabilið sitt með tyrkneska félaginu Trabzonspor þegar hann var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum tyrkneska knattspyrnusambandsins. Sturridge hefur ekkert spilað síðan í mars en segist vera búinn að æfa vel á heimili sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Sturridge fór í viðtal hjá Sky Sports og sagðist þar vera tilbúinn í næsta kafla á sínum ferli. "I really feel like I have unfinished business in the Premier League" @DanielSturridge is eyeing a return to England this summer More from the exclusive interview: https://t.co/t3H82QEX9M pic.twitter.com/XxHxJHRdQX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 11, 2020 „Ég á möguleika á því að spila út um allan heim en ég er enskur leikmaður og hef alltaf elskað að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Daniel Sturridge við Sky Sports. „Ég trúi því að ég hafi enn margt fram að færa fyrir ensku úrvalsdeildina og ég vil segja að hún sé fyrsti kostur hjá mér. Mér finnst ég eiga eitthvað óklárað þar og vil helst frá að spila þar aftur,“ sagði Sturridge. „Ég er tilbúinn til að spila í öðrum deildum svo að ég er ekki bara að skoða ensku úrvalsdeildina. Það væri góður kostur fyrir mig að koma aftur til Englands og gera mitt besta þar,“ sagði Sturridge. Daniel Sturridge segist eiga mikið eftir enn. Hann skoraði 4 mörk í 11 deildarleikjum með Trabzonspor. „Ég er mjög spenntur, hef aldrei verið hungraðri og er mjög einbeittur á næsta kafla á mínum ferli,“ sagði Sturridge. Sturridge verður 31 árs í næsta mánuði en hann hefur skorað 105 í 306 leikjum í enska boltanum með Manchester City, Chelsea, Bolton, Liverpool og West Brom. „Ég vil halda því fram að ég sé einn af betri kostunum fyrir liðin. Ég er með lausan samning og ég hef spilað fyrir mörg af stærstu félögum heimsins. Ég er klár í að hjálpa liði að ná árangri og vil fá að vera stór hluti af þeirra framtíðarplönum,“ sagði Sturridge. „Ég trúi því að það sé enn nóg eftir í þessum fótum. Ég hef vissulega verið lengi að en ég á nóg eftir,“ sagði Daniel Sturridge.
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira