Vala Eiríks gefur út lag og myndband Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 13:00 Vala Eiríks er vinsæl útvarpskona á FM957. Hún sendir nú frá sér fyrsta sóló verkefnið, lagið Dulúð fylgir dögun. Aðsendar myndir Útvarpskonan, söngkonan og Allir geta dansað sigurvegarinn Vala Eiríksdóttir frumsýnir nýtt lag og myndband í dag. Lagið nefnist Dulúð fylgir dögun og Vala er sjálf höfundur lags og texta. Vala hefur séð um útvarpsþætti á FM957 í fimm ár en byrjaði samt í útvarpinu á Akureyri þegar hún var 15 ára og var með þátt á Voice987. „Lagið fjallar í rauninni um það sem þú þarft á því að halda að það fjalli um. Undirtónninn er samt sem áður von og fegurð lífsins. Ég skrifaði lagið út frá tíma þar sem mér fannst heimurinn vera á móti mér. Svo ákvað ég að sleppa bara. Treysta lífinu. Treysta á það góða í heiminum. Það er miklu meira fallegt við þetta líf, en ekki,“ segir Vala í samtali við Vísi. Dreymt um þetta augnablik Myndbandið við lagið var tekið upp á Reykjanesinu. „Í nálægð við Grindavík og þar um kring. Yfirnáttúrulega fallegt landsvæði.“ „Þetta er fyrsta „sóló“ verkefnið mitt og mig hefur dreymt um þetta augnablik síðan ég var krakki. Ég starfa í útvarpi, svo ég þekki formúlurnar vel og veit hvað þarf til að lagi gangi vel í útvarpi. En ég ákvað að semja og framkvæma út frá eigin hjarta og sleppa því að elta einhverjar bylgjur. Útkoman er þessi og ég sé ekki eftir neinu. Ég hef verið lengi á leiðinni með tónlistina mína í stúdíó, en eftir að ég fluttist suður 2015, datt ég það djúpt í útvarpsmannakarakterinn að dagarnir mínir fóru að snúast um tónlist allra hinna og mín eigin sat á hakanum.“ Hægt er að horfa á myndbandið við lagið í spilaranum hér fyrir neðan. Í einlægu helgarviðtali hér á Vísi fyrr á árinu, sagðist Vala ætla að drífa í að taka lögin sín upp úr skúffu og byrja að gera eitthvað með sína frumsömdu tónlist. „Ég ætla að nýta egóbústið í að fara loksins að vinna almennilega í minni eigin tónlist og þora að fara á eftir því sem ég vil og hélt áður að ég væri ekki fær um. Ég ætla að taka fleiri sénsa og leyfa lífinu að beina mér í þá átt sem mér er ætlað að fara,“ sagði Vala meðal annars í viðtalinu. Hún var ekki lengi að taka af skarið og láta drauminn rætast. „Nú er loksins komið að þessu og það eina sem ég get vonað er að lagið mitt gefi einhverjum hlýtt í hjartað,“ segir Vala spennt. „Stefán Örn Gunnlaugsson hjá Stúdíó Bambus sá um upptöku og hljóðblöndun á laginu. Hann spilaði líka öll hljóðfæri inn. Sigurdór Guðmundsson hjá Skonrokk studios masteraði og Gaui H tók upp og vann myndbandið. Ég gæti ekki hafa valið betri menn í liðið mitt og er þeim svo þakklát að hafa hjálpað mér að koma þessu upp úr skúffunni og út í heiminn.“ Tónlist FM957 Tengdar fréttir Vala Eiríks: „Ást er fallegasta aflið í heiminum” Vala Eiríks svarar spurningum Makamála í nýjum viðtalslið þar sem hún segir frá uppáhalds ástarsorgarlaginu, fyrstu gjöfinni sem kærastinn gaf henni og fleiri atriðum tengdum ástinni. 23. júní 2020 08:00 Mun aldrei aftur nota tímaleysi sem afsökun Vala Eiríks barðist við átröskun á unglingsárum og óttaðist hvaða áhrif þyngdartapið í Allir geta dansað myndi hafa. 16. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Útvarpskonan, söngkonan og Allir geta dansað sigurvegarinn Vala Eiríksdóttir frumsýnir nýtt lag og myndband í dag. Lagið nefnist Dulúð fylgir dögun og Vala er sjálf höfundur lags og texta. Vala hefur séð um útvarpsþætti á FM957 í fimm ár en byrjaði samt í útvarpinu á Akureyri þegar hún var 15 ára og var með þátt á Voice987. „Lagið fjallar í rauninni um það sem þú þarft á því að halda að það fjalli um. Undirtónninn er samt sem áður von og fegurð lífsins. Ég skrifaði lagið út frá tíma þar sem mér fannst heimurinn vera á móti mér. Svo ákvað ég að sleppa bara. Treysta lífinu. Treysta á það góða í heiminum. Það er miklu meira fallegt við þetta líf, en ekki,“ segir Vala í samtali við Vísi. Dreymt um þetta augnablik Myndbandið við lagið var tekið upp á Reykjanesinu. „Í nálægð við Grindavík og þar um kring. Yfirnáttúrulega fallegt landsvæði.“ „Þetta er fyrsta „sóló“ verkefnið mitt og mig hefur dreymt um þetta augnablik síðan ég var krakki. Ég starfa í útvarpi, svo ég þekki formúlurnar vel og veit hvað þarf til að lagi gangi vel í útvarpi. En ég ákvað að semja og framkvæma út frá eigin hjarta og sleppa því að elta einhverjar bylgjur. Útkoman er þessi og ég sé ekki eftir neinu. Ég hef verið lengi á leiðinni með tónlistina mína í stúdíó, en eftir að ég fluttist suður 2015, datt ég það djúpt í útvarpsmannakarakterinn að dagarnir mínir fóru að snúast um tónlist allra hinna og mín eigin sat á hakanum.“ Hægt er að horfa á myndbandið við lagið í spilaranum hér fyrir neðan. Í einlægu helgarviðtali hér á Vísi fyrr á árinu, sagðist Vala ætla að drífa í að taka lögin sín upp úr skúffu og byrja að gera eitthvað með sína frumsömdu tónlist. „Ég ætla að nýta egóbústið í að fara loksins að vinna almennilega í minni eigin tónlist og þora að fara á eftir því sem ég vil og hélt áður að ég væri ekki fær um. Ég ætla að taka fleiri sénsa og leyfa lífinu að beina mér í þá átt sem mér er ætlað að fara,“ sagði Vala meðal annars í viðtalinu. Hún var ekki lengi að taka af skarið og láta drauminn rætast. „Nú er loksins komið að þessu og það eina sem ég get vonað er að lagið mitt gefi einhverjum hlýtt í hjartað,“ segir Vala spennt. „Stefán Örn Gunnlaugsson hjá Stúdíó Bambus sá um upptöku og hljóðblöndun á laginu. Hann spilaði líka öll hljóðfæri inn. Sigurdór Guðmundsson hjá Skonrokk studios masteraði og Gaui H tók upp og vann myndbandið. Ég gæti ekki hafa valið betri menn í liðið mitt og er þeim svo þakklát að hafa hjálpað mér að koma þessu upp úr skúffunni og út í heiminn.“
Tónlist FM957 Tengdar fréttir Vala Eiríks: „Ást er fallegasta aflið í heiminum” Vala Eiríks svarar spurningum Makamála í nýjum viðtalslið þar sem hún segir frá uppáhalds ástarsorgarlaginu, fyrstu gjöfinni sem kærastinn gaf henni og fleiri atriðum tengdum ástinni. 23. júní 2020 08:00 Mun aldrei aftur nota tímaleysi sem afsökun Vala Eiríks barðist við átröskun á unglingsárum og óttaðist hvaða áhrif þyngdartapið í Allir geta dansað myndi hafa. 16. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Vala Eiríks: „Ást er fallegasta aflið í heiminum” Vala Eiríks svarar spurningum Makamála í nýjum viðtalslið þar sem hún segir frá uppáhalds ástarsorgarlaginu, fyrstu gjöfinni sem kærastinn gaf henni og fleiri atriðum tengdum ástinni. 23. júní 2020 08:00
Mun aldrei aftur nota tímaleysi sem afsökun Vala Eiríks barðist við átröskun á unglingsárum og óttaðist hvaða áhrif þyngdartapið í Allir geta dansað myndi hafa. 16. febrúar 2020 07:00