Fengu 20 stunda fyrirvara um að leikskólinn opni viku eftir áætlun Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 16:33 Leikskólinn Langholt verður lokaður í tæpa viku til viðbótar. ja.is Opnun leikskólans Langholts við Sólheima í Reykjavík hefur verið frestað um sex daga. Til stóð að leikskólinn myndi opna klukkan 13 á morgun en sökum þess að framkvæmdir í húsnæðinu drógust á langinn er stefnt að opnun á mánudag í næstu vikum. Foreldri barns á Langholti sem fréttastofa ræddi við segir þessa breytingu koma illa við sig. Fyrirvarinn sé stuttur, aðeins um 20 klukkustundir, og þar að auki séu foreldrarnir báðir í hópi þeirra sem eru búin með sumarleyfið sitt. Framkvæmdirnar hófust fyrir sumarfrí og fyrir vikið þurfti hluti barnanna að vera í færanlegum kennslustofum á tímabili, en alls eru um 160 börn á Langholti. Stefnt var að því að framkvæmdum lyki áður en skólastarfið hæfist aftur núna í þessari viku - „en því miður ganga hlutirnir ekki alltaf eins og gert er ráð fyrir,“ segir Valborg Guðlaugsdóttir skólastjóri í bréfi til foreldra nú síðdegis. „Gert í algjörri neyð“ „Þrátt fyrir mikla vinnu og vilja þeirra sem að framkvæmdunum komu er þeim ekki lokið. Upp kom í ferlinu að það þyrfti að gera meira en áætlað var í upphafi,“ skrifar Valborg. Meðal þess sem er útistandandi séu framkvæmdir við starfsmannasalerni og starfsmannarými sem bæði sé ónothæft. Fyrir vikið sé ekki hægt að opna leikskólann á morgun, 11. ágúst, eins og til stóð heldur verður Langholt þess í stað opnað að morgni mánudagsins 17. ágúst. Valborg segir að sé þyki mjög leitt að þessar upplýsingar skuli berast svona seint, aðeins degi fyrir að foreldrar höfðu áætlað að leikskólastarf hæfist að nýju. „Við vildum gera allt sem hægt væri áður en gripið yrði til þess að fresta opnun,“ skrifar Valborg. „Nú um helgina var t.d. áætlað að vinna ákveðna verkþætti sem því miður gengu ekki eftir og því varð þetta ekki að fullu ljóst fyrr en í dag.“ Þá hafi komið upp sú hugmynd að flytja öll börnin 160 í Langholtsskóla, en það hafi ekki verið talið vænlegt. Þar að auki setji kórónuveiran strik í reikninginn. Núverandi aðstæður voru ekki taldar geta boðið upp á viðunandi sóttvarnir eða geta tryggt fjarlægðarmörk á milli fólks. „Þetta er gert í algjörri neyð og eftir mikla yfirlegu, ég lofa ykkur því,“ skrifar Valborg til foreldra. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Opnun leikskólans Langholts við Sólheima í Reykjavík hefur verið frestað um sex daga. Til stóð að leikskólinn myndi opna klukkan 13 á morgun en sökum þess að framkvæmdir í húsnæðinu drógust á langinn er stefnt að opnun á mánudag í næstu vikum. Foreldri barns á Langholti sem fréttastofa ræddi við segir þessa breytingu koma illa við sig. Fyrirvarinn sé stuttur, aðeins um 20 klukkustundir, og þar að auki séu foreldrarnir báðir í hópi þeirra sem eru búin með sumarleyfið sitt. Framkvæmdirnar hófust fyrir sumarfrí og fyrir vikið þurfti hluti barnanna að vera í færanlegum kennslustofum á tímabili, en alls eru um 160 börn á Langholti. Stefnt var að því að framkvæmdum lyki áður en skólastarfið hæfist aftur núna í þessari viku - „en því miður ganga hlutirnir ekki alltaf eins og gert er ráð fyrir,“ segir Valborg Guðlaugsdóttir skólastjóri í bréfi til foreldra nú síðdegis. „Gert í algjörri neyð“ „Þrátt fyrir mikla vinnu og vilja þeirra sem að framkvæmdunum komu er þeim ekki lokið. Upp kom í ferlinu að það þyrfti að gera meira en áætlað var í upphafi,“ skrifar Valborg. Meðal þess sem er útistandandi séu framkvæmdir við starfsmannasalerni og starfsmannarými sem bæði sé ónothæft. Fyrir vikið sé ekki hægt að opna leikskólann á morgun, 11. ágúst, eins og til stóð heldur verður Langholt þess í stað opnað að morgni mánudagsins 17. ágúst. Valborg segir að sé þyki mjög leitt að þessar upplýsingar skuli berast svona seint, aðeins degi fyrir að foreldrar höfðu áætlað að leikskólastarf hæfist að nýju. „Við vildum gera allt sem hægt væri áður en gripið yrði til þess að fresta opnun,“ skrifar Valborg. „Nú um helgina var t.d. áætlað að vinna ákveðna verkþætti sem því miður gengu ekki eftir og því varð þetta ekki að fullu ljóst fyrr en í dag.“ Þá hafi komið upp sú hugmynd að flytja öll börnin 160 í Langholtsskóla, en það hafi ekki verið talið vænlegt. Þar að auki setji kórónuveiran strik í reikninginn. Núverandi aðstæður voru ekki taldar geta boðið upp á viðunandi sóttvarnir eða geta tryggt fjarlægðarmörk á milli fólks. „Þetta er gert í algjörri neyð og eftir mikla yfirlegu, ég lofa ykkur því,“ skrifar Valborg til foreldra.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira