„Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2020 09:11 Ásgeir Þór Ásgeirsson mætti með allar græjur í viðtal á Bylgjunni í morgun. Mynd/Bylgjan Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum. Að sögn Ásgeirs, sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, kannaði lögregla sóttvarnarráðstafanir á sex veitingastöðum í gær. „Fjögur þeirra voru í lagi og þrjú þeirra með allt til fyrirmyndar. En tvö af þessum húsum, þar var ástandið ekki eins og það átti að vera. En það grátlega við þetta er að það voru ekki það margir gestir inni þannig að veitingamennirnir hefðu getað haft þetta í lagi,“ sagði Ásgeir. Þar sem fámennt var inni á stöðunum var ekki talin ástæða til þess að rýma staðina. Tekin verður skýrsla af eigendum veitingastaðanna í dag og fer málið í viðeigandi ferli hjá lögreglunni. Hefði verið auðvelt að bregðast við fréttum helgarinnar Aðfaranótt sunnudagsins fór lögregla inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í sama tilgangi, og kom í ljós að fimmtán af stöðunum 24 voru ekki að fylgja reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra regluna. „Það hefði verið mjög auðvelt að vera búinn að bregðast við þessu og gera eitthvað þannig að þetta væri í lagi en þessir tveir veitingamenn höfðu ekki gert nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Ásgeir. Lögreglumenn verða settir í það verkefni að kanna stöðuna á veitingastöðum út vikuna og sagði Ásgeir að markmiðið væri að allir veitinga- og skemmtistaðir yrðu komin með sín sóttvarnarmál á hreint fyrir næstu helgi. Það væri þó bagalegt fyrir lögregluna að þurfa að sjá til þess að svo væri. „Við höfum engan áhuga á því að vera í þessum aðgerðum. Við myndum gjarnan vilja að allir veitingamenn myndu gera ráðstafnir eins og voru á hinum fjórum stöðunum. Ég held að það hljóti allir að vilja að hafa þetta í lagi og þurfa ekki að fá lögregluna til að mæla á milli borða. Þetta er hálf barnalegt,“ sagði Ásgeir. Skrýtið ef lögreglan þurfi að passa upp á að fólk veikist ekki Bætti hann því við að hver og einn einstaklingur bæri ábyrgð á hegðun sinni og það væri á herðum hvers og eins að hindra útbreiðslu veirunnar, til dæmis með því að fara ekki í aðstæður þar sem ljóst sé að ekki sé verið að virða sóttvarnarreglur. „Það er skrýtið ef að lögreglan þarf að vera að passa upp á það að fólk sé ekki að veikjast á þessari veiru. Þetta ætti að vera nægjanlegur hvati fyrir þetta fólk sjálft. Ég hef séð fullt af fólki í kringum mig veikjast. Þetta er skelfilegur sjúkdómur. Lögreglumenn sem veiktust í sumar eru jafn vel ekki ennþá búnir að ná sér,“ sagði Ásgeir og bætti við. „Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf.“ 23 í sóttkví Alls eru 23 lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu í sóttkví, allir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. „Það er svona nánast eins og ég myndi missa allt útkallsliðið af vakt í lögregðustöð í Kópavogi eða Hafnarfirði. Það er eins og heil stöð fari í burtu. Í lögreglustöðinni á Hverfisgötu, þar sem þetta gerðist, þar dreifist þetta á þrjár deildir, umferðardeildina, útkallsdeildina og rannsóknarliðið. Þetta sleppur hjá okkur, ennþá.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum. Að sögn Ásgeirs, sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, kannaði lögregla sóttvarnarráðstafanir á sex veitingastöðum í gær. „Fjögur þeirra voru í lagi og þrjú þeirra með allt til fyrirmyndar. En tvö af þessum húsum, þar var ástandið ekki eins og það átti að vera. En það grátlega við þetta er að það voru ekki það margir gestir inni þannig að veitingamennirnir hefðu getað haft þetta í lagi,“ sagði Ásgeir. Þar sem fámennt var inni á stöðunum var ekki talin ástæða til þess að rýma staðina. Tekin verður skýrsla af eigendum veitingastaðanna í dag og fer málið í viðeigandi ferli hjá lögreglunni. Hefði verið auðvelt að bregðast við fréttum helgarinnar Aðfaranótt sunnudagsins fór lögregla inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í sama tilgangi, og kom í ljós að fimmtán af stöðunum 24 voru ekki að fylgja reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra regluna. „Það hefði verið mjög auðvelt að vera búinn að bregðast við þessu og gera eitthvað þannig að þetta væri í lagi en þessir tveir veitingamenn höfðu ekki gert nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Ásgeir. Lögreglumenn verða settir í það verkefni að kanna stöðuna á veitingastöðum út vikuna og sagði Ásgeir að markmiðið væri að allir veitinga- og skemmtistaðir yrðu komin með sín sóttvarnarmál á hreint fyrir næstu helgi. Það væri þó bagalegt fyrir lögregluna að þurfa að sjá til þess að svo væri. „Við höfum engan áhuga á því að vera í þessum aðgerðum. Við myndum gjarnan vilja að allir veitingamenn myndu gera ráðstafnir eins og voru á hinum fjórum stöðunum. Ég held að það hljóti allir að vilja að hafa þetta í lagi og þurfa ekki að fá lögregluna til að mæla á milli borða. Þetta er hálf barnalegt,“ sagði Ásgeir. Skrýtið ef lögreglan þurfi að passa upp á að fólk veikist ekki Bætti hann því við að hver og einn einstaklingur bæri ábyrgð á hegðun sinni og það væri á herðum hvers og eins að hindra útbreiðslu veirunnar, til dæmis með því að fara ekki í aðstæður þar sem ljóst sé að ekki sé verið að virða sóttvarnarreglur. „Það er skrýtið ef að lögreglan þarf að vera að passa upp á það að fólk sé ekki að veikjast á þessari veiru. Þetta ætti að vera nægjanlegur hvati fyrir þetta fólk sjálft. Ég hef séð fullt af fólki í kringum mig veikjast. Þetta er skelfilegur sjúkdómur. Lögreglumenn sem veiktust í sumar eru jafn vel ekki ennþá búnir að ná sér,“ sagði Ásgeir og bætti við. „Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf.“ 23 í sóttkví Alls eru 23 lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu í sóttkví, allir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. „Það er svona nánast eins og ég myndi missa allt útkallsliðið af vakt í lögregðustöð í Kópavogi eða Hafnarfirði. Það er eins og heil stöð fari í burtu. Í lögreglustöðinni á Hverfisgötu, þar sem þetta gerðist, þar dreifist þetta á þrjár deildir, umferðardeildina, útkallsdeildina og rannsóknarliðið. Þetta sleppur hjá okkur, ennþá.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira