Vísbendingar um að greiningum krabbameins hafi fækkað í Covid Birgir Olgeirsson skrifar 8. ágúst 2020 18:53 Vísbendingar eru um að greiningum krabbameins hafi fækkað hér á landi í kórónuveirufaraldrinum. Framkvæmdastjóri krabbameinsfélagsins segir að mörgum sem greinst hafa með krabbamein í sumar svíði að hafa ekki komist í krabbameinsleit fyrr vegna sóttvarnaaðgerða. Á Íslandi og í nágrannalöndunum eru óbein áhrif kórónuveirufaraldursins á þá sem veikjast af krabbameini nú skoðuð. „Við sjáum þegar vísbendingar um að greiningum krabbameina hefur fækkað á þessu tímabili. Það getur verið alvarlegt mál því við vitum að því fyrr sem krabbamein greinist því betri eru líkurnar á lækningu,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Tvær ástæður eru fyrir því. Krabbameinsleitarmiðstöðin var lokuð hörðustu aðgerðunum í vetur og komur færri á heilsugæsluna. „Það gæti bent til að fólk hafi veigrað sér við að leita á heilsugæsluna vegna einkenna sem svo gætu sýnt sig að eru krabbamein.“ Vegna sóttvarnaaðgerða hafa sjúklingar þurft að fara einir í gegnum krabbameinsmeðferðir. „Það hefur kostað mikið tilfinningalega. Fólk hefur upplifað sig einangrað. Þetta hefur verið þyngra á margan hátt, bæði fyrir sjúklinga og aðstandendur.“ Halla segir að með því að fylgja sóttvarnareglum verndi fólk sig og aðra ekki aðeins fyrir veirunni heldur einnig þjónustu sem er lífsnauðsynleg öðrum. „Af því að með því erum við að vinna með yfirvöldum að þurfa ekki að grípa til eins róttækra aðgerða og þurfti í vetur,“ segir Halla. Hún segir marga sem greinst hafa í sumar svekkta með að hafa ekki komist í skimun í vetur vegna sóttvarnaaðgerða. „Það eru auðvitað spurningar sem vakna hjá öllum. Það er mjög eðlilegt í svona tilvikum. Í einhverjum tilvikum getur það hafa skipt máli en væntanlega í flestum tilvikum hefur það ekki verið lykilatriði.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Vísbendingar eru um að greiningum krabbameins hafi fækkað hér á landi í kórónuveirufaraldrinum. Framkvæmdastjóri krabbameinsfélagsins segir að mörgum sem greinst hafa með krabbamein í sumar svíði að hafa ekki komist í krabbameinsleit fyrr vegna sóttvarnaaðgerða. Á Íslandi og í nágrannalöndunum eru óbein áhrif kórónuveirufaraldursins á þá sem veikjast af krabbameini nú skoðuð. „Við sjáum þegar vísbendingar um að greiningum krabbameina hefur fækkað á þessu tímabili. Það getur verið alvarlegt mál því við vitum að því fyrr sem krabbamein greinist því betri eru líkurnar á lækningu,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Tvær ástæður eru fyrir því. Krabbameinsleitarmiðstöðin var lokuð hörðustu aðgerðunum í vetur og komur færri á heilsugæsluna. „Það gæti bent til að fólk hafi veigrað sér við að leita á heilsugæsluna vegna einkenna sem svo gætu sýnt sig að eru krabbamein.“ Vegna sóttvarnaaðgerða hafa sjúklingar þurft að fara einir í gegnum krabbameinsmeðferðir. „Það hefur kostað mikið tilfinningalega. Fólk hefur upplifað sig einangrað. Þetta hefur verið þyngra á margan hátt, bæði fyrir sjúklinga og aðstandendur.“ Halla segir að með því að fylgja sóttvarnareglum verndi fólk sig og aðra ekki aðeins fyrir veirunni heldur einnig þjónustu sem er lífsnauðsynleg öðrum. „Af því að með því erum við að vinna með yfirvöldum að þurfa ekki að grípa til eins róttækra aðgerða og þurfti í vetur,“ segir Halla. Hún segir marga sem greinst hafa í sumar svekkta með að hafa ekki komist í skimun í vetur vegna sóttvarnaaðgerða. „Það eru auðvitað spurningar sem vakna hjá öllum. Það er mjög eðlilegt í svona tilvikum. Í einhverjum tilvikum getur það hafa skipt máli en væntanlega í flestum tilvikum hefur það ekki verið lykilatriði.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira