Erlent

Rann af flugbrautinni og fór í tvennt

Andri Eysteinsson skrifar
Um er að ræða vél Air India Express
Um er að ræða vél Air India Express Getty/Hindustan times

Farþegaflugvél Air India Express á leið frá Dúbaí til indversku borgarinnar Kozhikode hlekktist á í lendingu í dag og rann í kjölfarið af flugbrautinni og brotnaði í tvennt. Indverskur þingmaður segir flugstjórann vera látinn.

Indverski miðillinn NDTV hefur eftir stjórnarþingmanninum KJ Alphons að flugstjóri vélarinnar sé látinn en BBC segir tvo látna eftir slysið. 184 farþegar, þar af 10 börn og sjö áhafnarmeðlimir voru um borð í vélinni og hafa nokkrir verið fluttir slasaðir á sjúkrahús. Allir hafa verið færðir úr flaki vélarinnar.

Myndir frá vettvangi sýna vélina hafa farið í tvennt en ekki hefur kviknað í flakinu. Þá sést mikið brak úr vélinni á víð og dreif um flugbrautina.

Miklar rigningar hafa verið í Kerala, héraðinu þar sem Kozhikode er að finna, undanfarna daga. Hafa aurskriður fallið og ár flætt yfir bakka sína. Talið er að 15 hafi látist af völdum skriða en óttast er að fimmtíu manns séu enn fastir undir skriðu á svæðinu.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×