Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 15:31 Vel gekk að ná tökum á hópsýkingunni sem rakin er til veitingastaðar í miðbænum. Vísir/vilhelm Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. Þar greindust sex til sjö einstaklingar sem allir reyndust hafa sótt veitingastað í miðborg Reykjavíkur sama dag í júlí. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna í samtali við Vísi. „Þegar þessi hópsmit bæði voru til umfjöllunar var alltaf verið að segja að við hefðum ekki fundið uppruna þeirra. En nú erum við búin að finna staðinn þar sem fólkið [í annarri hópsýkingunni] kom saman, óskylt,“ segir Jóhann. Sá staður er, líkt og áður segir, veitingastað í miðbænum. „Og þar er einhver snertiflötur,“ segir Jóhann. Fólkið, sem allt er í yngri kantinum, var ekki allt saman á veitingstaðnum heldur kom þar í nokkrum hópum. Nokkrir þurftu að fara í sóttkví vegna þessarar hópsýkingar. Þá tókst nokkuð fljótt að ná utan um sýkinguna og tryggja að hún færi ekki lengra. Faraldur kórónuveiru sækir nú í sig veðrið hér á landi. Sautján greindust með veiruna innanlands í dag og þá liggur nú einn á gjörgæslu í öndunarvél með Covid-sýkingu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að líklegt væri að gripið yrði til hertari veiruaðgerða á næstu dögum. Uppfært kl. 16:30 Samkvæmt fyrstu upplýsingum sem bárust frá almannavörnum var um bar að ræða. Við nánari eftirgrennslan er ljóst að nákvæmara sé að tala um veitingastað í þessu samhengi. Orðalag fréttarinnar hefur verið lagfært að því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. Þar greindust sex til sjö einstaklingar sem allir reyndust hafa sótt veitingastað í miðborg Reykjavíkur sama dag í júlí. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna í samtali við Vísi. „Þegar þessi hópsmit bæði voru til umfjöllunar var alltaf verið að segja að við hefðum ekki fundið uppruna þeirra. En nú erum við búin að finna staðinn þar sem fólkið [í annarri hópsýkingunni] kom saman, óskylt,“ segir Jóhann. Sá staður er, líkt og áður segir, veitingastað í miðbænum. „Og þar er einhver snertiflötur,“ segir Jóhann. Fólkið, sem allt er í yngri kantinum, var ekki allt saman á veitingstaðnum heldur kom þar í nokkrum hópum. Nokkrir þurftu að fara í sóttkví vegna þessarar hópsýkingar. Þá tókst nokkuð fljótt að ná utan um sýkinguna og tryggja að hún færi ekki lengra. Faraldur kórónuveiru sækir nú í sig veðrið hér á landi. Sautján greindust með veiruna innanlands í dag og þá liggur nú einn á gjörgæslu í öndunarvél með Covid-sýkingu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að líklegt væri að gripið yrði til hertari veiruaðgerða á næstu dögum. Uppfært kl. 16:30 Samkvæmt fyrstu upplýsingum sem bárust frá almannavörnum var um bar að ræða. Við nánari eftirgrennslan er ljóst að nákvæmara sé að tala um veitingastað í þessu samhengi. Orðalag fréttarinnar hefur verið lagfært að því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira