Smit um helgina sýni hættuna af hópamyndun Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. ágúst 2020 15:19 Úr Vestmannaeyjum. vísir/vilhelm Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Að mati sóttvarnalæknis sýnir það fram á þá áhættu sem getur fylgt hópamyndun. Ráðist verður í skimun í Eyjum, ekki ósvipaða þeirri og fór fram á Akranesi um liðna helgi, enda hafa Eyjamenn slæma reynslu af þessari sýkingu frá því í vetur. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segist ekki sjá fyrir endann á hópsýkingunni sem tengist Vestmannaeyjum og telur hann ekki ólíklegt að fleiri tilfelli muni koma í ljós. Mörg hafi þannig þurft að sæta sóttkví vegna sýkingarinnar, en nákvæm tala liggi þó ekki fyrir á þessari stundu. Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun eftir að 48 Eyjamenn voru settir í sóttkví. Þó hefur ekkert smit ennþá verið staðfest í Eyjum. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, sagði á fundi dagsins að þeir sex einstaklingar sem taldir eru hafa smitast í Vestmannaeyjum tengist. Í einhverjum tilfellum séu tengslin alveg skýr. Ekki sé þó hægt að rekja smit þeirra til einhvers ákveðins staðar, smitrakningin sem standi yfir einblíni á þá staði sem hin smituðu heimsóttu og þá einstaklinga sem voru í grennd við þau. Þórólfur segir að nú sé að fara af stað skimum í Vestmannaeyjum. Svipuð skimun fór fram á Akranesi um helgina þegar 612 voru skimuð fyrir veirunni vegna hópsýkingar þar. Enginn smit greindust í þeirri skimun. „Það er verið að gera mjög mikið til þess að kanna útbreiðsluna í Vestmannaeyjum. Þau hafa náttúrulega slæma reynslu af þessari sýkingu frá því fyrr í vetur,“ sagði Þórólfur. Í samtali við Vísi í dag sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, að aðgerðastjórnin muni funda eftir þörfum fyrstu dagana. Framhaldið muni ráðast enda breytist aðstæður hratt. Íris ítrekar að fólk þurfi að gæta að persónulegum smitvörnum og virða tveggja metra regluna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Sjá meira
Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Að mati sóttvarnalæknis sýnir það fram á þá áhættu sem getur fylgt hópamyndun. Ráðist verður í skimun í Eyjum, ekki ósvipaða þeirri og fór fram á Akranesi um liðna helgi, enda hafa Eyjamenn slæma reynslu af þessari sýkingu frá því í vetur. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann segist ekki sjá fyrir endann á hópsýkingunni sem tengist Vestmannaeyjum og telur hann ekki ólíklegt að fleiri tilfelli muni koma í ljós. Mörg hafi þannig þurft að sæta sóttkví vegna sýkingarinnar, en nákvæm tala liggi þó ekki fyrir á þessari stundu. Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun eftir að 48 Eyjamenn voru settir í sóttkví. Þó hefur ekkert smit ennþá verið staðfest í Eyjum. Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, sagði á fundi dagsins að þeir sex einstaklingar sem taldir eru hafa smitast í Vestmannaeyjum tengist. Í einhverjum tilfellum séu tengslin alveg skýr. Ekki sé þó hægt að rekja smit þeirra til einhvers ákveðins staðar, smitrakningin sem standi yfir einblíni á þá staði sem hin smituðu heimsóttu og þá einstaklinga sem voru í grennd við þau. Þórólfur segir að nú sé að fara af stað skimum í Vestmannaeyjum. Svipuð skimun fór fram á Akranesi um helgina þegar 612 voru skimuð fyrir veirunni vegna hópsýkingar þar. Enginn smit greindust í þeirri skimun. „Það er verið að gera mjög mikið til þess að kanna útbreiðsluna í Vestmannaeyjum. Þau hafa náttúrulega slæma reynslu af þessari sýkingu frá því fyrr í vetur,“ sagði Þórólfur. Í samtali við Vísi í dag sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, að aðgerðastjórnin muni funda eftir þörfum fyrstu dagana. Framhaldið muni ráðast enda breytist aðstæður hratt. Íris ítrekar að fólk þurfi að gæta að persónulegum smitvörnum og virða tveggja metra regluna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Sjá meira
Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09
Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42