„Fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 13:39 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir stöðuna grafalvarlega. Vísir/Jóhann Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun vegna þess að fjörutíu og átta íbúar í Eyjum eru nú í sóttkví. Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19 og vinnur smitrakningateymið nú að því að rekja ferðir hinna smituðu. Enn hefur ekkert smit verið staðfest í Eyjum. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir fólk eðlilega í áfalli. „Eðlilega er það, alls staðar þar sem þetta kemur upp er það áfall en þetta er það sem menn geta búist við og var búið að vara við að geti komið upp hvar sem er, önnur bylgja kæmi og við verðum bara að takast á við það. Við munum gera það bara með svipuðum hætti og áður.“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tekur undir það. „Veiran er komin aftur af stað og það er búið að sannast, þetta er stærsti dagurinn síðan í apríl í innanlandssmitum. Auðvitað fer um fólk, við auðvitað vorum í mjög erfiðri stöðu í vetur, það var hópsýking í Vestmannaeyjum þá þannig að fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert. Við tökum því mjög alvarlega að þetta sé komið af stað aftur.“ Aðgerðastjórnin var virkjuð í morgun og að sögn Írisar verður fundað eftir þörfum fyrstu dagana. Framhaldið muni ráðast enda breytist aðstæður hratt. Íris ítrekar að fólk þurfi að gæta að persónulegum smitvörnum og virða tveggja metra regluna. „Staðan er alvarleg og við þurfum öll að hjálpast að.“ Hvort grípa þurfi til hertra aðgerða muni koma í ljós en búið sé að grípa til hertara aðgerða á hjúkrunarheimilinu eins og annars staðar á landinu. Verið sé að fara yfir alla ferla í tengslum við leikskóla- og skólahald en grunnskólahald hefst þegar líður á mánuðinn. Eftir eigi að koma í ljós hvort gripið verði til hertari aðgerða. „Aðgerðastjórn er búin að funda núna í dag og síðan verður bara séð hvernig framhaldið verður. Það á bara eftir að koma í ljós. Það hefur enn ekki komið upp staðfest smit hjá þeim sem hér búa en það á eftir að koma í ljós ef svo verður,“ segir Jóhannes. „Við munum taka stöðuna í hvert sinn sem eitthvað mál kemur upp. Við munum bara taka á þessu sem er núna, fólki sem er í sóttkví og aðstoða það eftir föngum ef á þarf að halda. Fáum Rauða krossinn með okkur í það ef það þarf aðstoð þetta fólk. Þannig að við munum bara vinna þetta mál eins og við höfum gert áður.“ Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43 „Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. 1. ágúst 2020 10:56 Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum var virkjuð í morgun vegna þess að fjörutíu og átta íbúar í Eyjum eru nú í sóttkví. Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19 og vinnur smitrakningateymið nú að því að rekja ferðir hinna smituðu. Enn hefur ekkert smit verið staðfest í Eyjum. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir fólk eðlilega í áfalli. „Eðlilega er það, alls staðar þar sem þetta kemur upp er það áfall en þetta er það sem menn geta búist við og var búið að vara við að geti komið upp hvar sem er, önnur bylgja kæmi og við verðum bara að takast á við það. Við munum gera það bara með svipuðum hætti og áður.“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tekur undir það. „Veiran er komin aftur af stað og það er búið að sannast, þetta er stærsti dagurinn síðan í apríl í innanlandssmitum. Auðvitað fer um fólk, við auðvitað vorum í mjög erfiðri stöðu í vetur, það var hópsýking í Vestmannaeyjum þá þannig að fólk þekkir alveg hvað þessi veira getur gert. Við tökum því mjög alvarlega að þetta sé komið af stað aftur.“ Aðgerðastjórnin var virkjuð í morgun og að sögn Írisar verður fundað eftir þörfum fyrstu dagana. Framhaldið muni ráðast enda breytist aðstæður hratt. Íris ítrekar að fólk þurfi að gæta að persónulegum smitvörnum og virða tveggja metra regluna. „Staðan er alvarleg og við þurfum öll að hjálpast að.“ Hvort grípa þurfi til hertra aðgerða muni koma í ljós en búið sé að grípa til hertara aðgerða á hjúkrunarheimilinu eins og annars staðar á landinu. Verið sé að fara yfir alla ferla í tengslum við leikskóla- og skólahald en grunnskólahald hefst þegar líður á mánuðinn. Eftir eigi að koma í ljós hvort gripið verði til hertari aðgerða. „Aðgerðastjórn er búin að funda núna í dag og síðan verður bara séð hvernig framhaldið verður. Það á bara eftir að koma í ljós. Það hefur enn ekki komið upp staðfest smit hjá þeim sem hér búa en það á eftir að koma í ljós ef svo verður,“ segir Jóhannes. „Við munum taka stöðuna í hvert sinn sem eitthvað mál kemur upp. Við munum bara taka á þessu sem er núna, fólki sem er í sóttkví og aðstoða það eftir föngum ef á þarf að halda. Fáum Rauða krossinn með okkur í það ef það þarf aðstoð þetta fólk. Þannig að við munum bara vinna þetta mál eins og við höfum gert áður.“
Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43 „Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. 1. ágúst 2020 10:56 Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Tugir í sóttkví í Vestmannaeyjum eftir gestakomur um verslunarmannahelgina Einstaklingar sem heimsóttu Vestmannaeyjar um verslunarmannahelgina hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 7. ágúst 2020 10:43
„Slöpp“ helgi í þjóðhátíðarlausum Eyjum Fátt er nú um aðkomufólk í Vestmanneyjum í byrjun verslunarmannahelgar sem væri alla jafna stærsta hátíð ársins þar. Yfirlögregluþjónn segir að hvað mannfjölda varðar sé helgin „slöpp“ í samanburði við aðrar í sumar. 1. ágúst 2020 10:56
Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55