Messi og félagar kláruðu Napoli og mæta Bayern Anton Ingi Leifsson skrifar 8. ágúst 2020 21:00 Lionel Messi fagnar í kvöld. vísir/getty Barcelona er komið áfram í átta liða úrslitin eftir 3-1 sigur á Napoli í síðari leik liðanna í kvöld. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Börsungar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleiknum í kvöld. Clement Lenglet skoraði fyrsta markið á 10. mínútu með skalla úr hornspyrnu. Þrettán mínútum síðar skoraði Lionel Messi með ansi laglegu skoti og Messi virtist vera skora annað mark sitt sjö mínútum síðar en það var dæmt af eftir VARsjána. Luis Suarez náði þó að koma Barcelona í 3-0 fyrir hlé er hann skoraði úr vítaspyrnu eftir að Kalidou Koulibaly braut á Lionel Messi. Ekki var öll dramatíkin úti í fyrri hálfleik því strax í næstu sókn var önnur vítaspyrna dæmd. Lorenzo Insigne steig á punktinn og skoraði. Napoli náði að koma boltanum í netið hjá Barcelona í síðari hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Börsungar eru því komnir áfram í átta liða úrslitin þar sem þeir mæta Bayern Munchen. @FCBarcelona have won all 13 of their #UCL round of 16 ties since 2006-07: v Celtic v Lyon v Stuttgart v Arsenal v B. Leverkusen v AC Milan v Man City v Man City v Arsenal v Paris SG v Chelsea v Lyon v Napoli pic.twitter.com/Zy3ZUCh5pT— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 8, 2020 Meistaradeild Evrópu
Barcelona er komið áfram í átta liða úrslitin eftir 3-1 sigur á Napoli í síðari leik liðanna í kvöld. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Börsungar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleiknum í kvöld. Clement Lenglet skoraði fyrsta markið á 10. mínútu með skalla úr hornspyrnu. Þrettán mínútum síðar skoraði Lionel Messi með ansi laglegu skoti og Messi virtist vera skora annað mark sitt sjö mínútum síðar en það var dæmt af eftir VARsjána. Luis Suarez náði þó að koma Barcelona í 3-0 fyrir hlé er hann skoraði úr vítaspyrnu eftir að Kalidou Koulibaly braut á Lionel Messi. Ekki var öll dramatíkin úti í fyrri hálfleik því strax í næstu sókn var önnur vítaspyrna dæmd. Lorenzo Insigne steig á punktinn og skoraði. Napoli náði að koma boltanum í netið hjá Barcelona í síðari hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Börsungar eru því komnir áfram í átta liða úrslitin þar sem þeir mæta Bayern Munchen. @FCBarcelona have won all 13 of their #UCL round of 16 ties since 2006-07: v Celtic v Lyon v Stuttgart v Arsenal v B. Leverkusen v AC Milan v Man City v Man City v Arsenal v Paris SG v Chelsea v Lyon v Napoli pic.twitter.com/Zy3ZUCh5pT— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 8, 2020
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti