Vítaspyrnumark tryggði Lyon farseðil til Portúgal Anton Ingi Leifsson skrifar 7. ágúst 2020 21:10 Leikmenn Lyon fagna innilega eftir leik. getty/Valerio Pennicino Franska liðið Lyon sló Ítalíumeistara Juventus úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lyon vann fyrri leikinn í Frakklandi 1-0 og þýddi það að ef liðið myndi skora í dag þyrfti Juventus að skora þrjú mörk. Memphis Depay kom Lyon yfir á 12. mínútu með marki úr vítaspyrnu og setti þannig mikla pressu á Ítalíumeistaranna. Cristiano Ronaldo náði að jafna metin á 43. mínútu þegar það var komið að Juventus að fá vítaspyrnu. Ronaldo skoraði af öryggi á punktinum og staðan í hálfleik 1-1. Á 60. mínútu kom Portúgalinn Juve yfir með öðru marki sínu, frábært mark með skoti fyrir utan teig. Flestir bjuggust við því að það væri tímaspursmál hvenær þeir ítölsku myndu setja þriðja markið og klára leikinn en allt kom fyrir ekki. Lyon vörnin hélt út til leiksloka og lokatölur í þessum leik 2-1. Úrslitin þýða að Lyon fer áfram á útivallarmarki og mætir Manchester City í 8-liða úrslitum í Portúgal. Juventus veldur enn og aftur vonbrigðum í Meistaradeildinni en liðið hefur ekki unnið Meistaradeildina síðan árið 1996. Meistaradeild Evrópu
Franska liðið Lyon sló Ítalíumeistara Juventus úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lyon vann fyrri leikinn í Frakklandi 1-0 og þýddi það að ef liðið myndi skora í dag þyrfti Juventus að skora þrjú mörk. Memphis Depay kom Lyon yfir á 12. mínútu með marki úr vítaspyrnu og setti þannig mikla pressu á Ítalíumeistaranna. Cristiano Ronaldo náði að jafna metin á 43. mínútu þegar það var komið að Juventus að fá vítaspyrnu. Ronaldo skoraði af öryggi á punktinum og staðan í hálfleik 1-1. Á 60. mínútu kom Portúgalinn Juve yfir með öðru marki sínu, frábært mark með skoti fyrir utan teig. Flestir bjuggust við því að það væri tímaspursmál hvenær þeir ítölsku myndu setja þriðja markið og klára leikinn en allt kom fyrir ekki. Lyon vörnin hélt út til leiksloka og lokatölur í þessum leik 2-1. Úrslitin þýða að Lyon fer áfram á útivallarmarki og mætir Manchester City í 8-liða úrslitum í Portúgal. Juventus veldur enn og aftur vonbrigðum í Meistaradeildinni en liðið hefur ekki unnið Meistaradeildina síðan árið 1996.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti