Grafa holur í Laugardalsvöllinn innan við mánuði fyrir Englandsleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2020 09:00 Svona lítur Laugardalsvöllurinn út í dag. Mynd/KSÍ Það er innan við mánuður í að enska landsliðið mætir í Laugardalinn og spilar við íslenska landsliðið í Þjóðadeildinni. Laugardalsvöllur var í fullum blóma í mars en út af kórónuveirunni var enginn leikur þá. Síðan þá hefur völlurinn fengið frí og engir landsleikir hafa farið fram á honum í ár. Þeir sem horfa yfir Laugardalsvöllinn í dag bregður örugglega í brún. Það er nefnilega búið að grafa fjórar holur þvert yfir leikvöllinn. Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessum nýju framkvæmdum á fésbókarsíðu sinni í dag. Þar kemur fram að unnið sé nú hörðum höndum að uppsetningu á vökvunarkerfi af fullkomnustu gerð í Laugardalsvelli. Kerfið er framleitt af Rainbird, sem er í hópi þriggja stærstu vökvunarkerfis-framleiðenda í heiminum. Nýja kerfið mun gjörbreyta starfi vallarstjóra sem þá getur vökvað nákvæmlega eftir þörf grassins. Rakamælar í vellinum segja til um hve mikil gufun (hve mikið grasið "drekkur") og útgufun er á hverjum degi. Með þeim upplýsingum getur kerfið bætt við því sem þarf, sem kemur í veg fyrir of mikla eða litla vökvun. Með þessu myndast jafnari aðstæður á vellinum sem er mikilvægt fyrir öryggi leikmanna. Einnig verður hægt að bleyta í yfirborði vallarins rétt fyrir leik og í hálfleik með mun meiri nákvæmni. Bleytan lætur knöttinn skauta betur á yfirborðinu sem bíður mögulega upp á hraðari leik. Gert er ráð fyrir því að kerfið verði tilbúið fyrir 20. ágúst, sem er nægur tími til að gera völlinn sem glæsilegastan fyrir leik Íslands og Englands þann 5. september. Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira
Það er innan við mánuður í að enska landsliðið mætir í Laugardalinn og spilar við íslenska landsliðið í Þjóðadeildinni. Laugardalsvöllur var í fullum blóma í mars en út af kórónuveirunni var enginn leikur þá. Síðan þá hefur völlurinn fengið frí og engir landsleikir hafa farið fram á honum í ár. Þeir sem horfa yfir Laugardalsvöllinn í dag bregður örugglega í brún. Það er nefnilega búið að grafa fjórar holur þvert yfir leikvöllinn. Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessum nýju framkvæmdum á fésbókarsíðu sinni í dag. Þar kemur fram að unnið sé nú hörðum höndum að uppsetningu á vökvunarkerfi af fullkomnustu gerð í Laugardalsvelli. Kerfið er framleitt af Rainbird, sem er í hópi þriggja stærstu vökvunarkerfis-framleiðenda í heiminum. Nýja kerfið mun gjörbreyta starfi vallarstjóra sem þá getur vökvað nákvæmlega eftir þörf grassins. Rakamælar í vellinum segja til um hve mikil gufun (hve mikið grasið "drekkur") og útgufun er á hverjum degi. Með þeim upplýsingum getur kerfið bætt við því sem þarf, sem kemur í veg fyrir of mikla eða litla vökvun. Með þessu myndast jafnari aðstæður á vellinum sem er mikilvægt fyrir öryggi leikmanna. Einnig verður hægt að bleyta í yfirborði vallarins rétt fyrir leik og í hálfleik með mun meiri nákvæmni. Bleytan lætur knöttinn skauta betur á yfirborðinu sem bíður mögulega upp á hraðari leik. Gert er ráð fyrir því að kerfið verði tilbúið fyrir 20. ágúst, sem er nægur tími til að gera völlinn sem glæsilegastan fyrir leik Íslands og Englands þann 5. september.
Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira