Endurskoða orðalag tveggja metra reglunnar í fyrramálið Sylvía Hall skrifar 6. ágúst 2020 20:21 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir orðalagið vera nokkuð strangt. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir eðlilegt að fólk sem hittist reglulega hafi minna en tveggja metra fjarlægð á milli sín. Þó sé mikilvægt að fólk fari gætilega og sé ekki að „bæta inn í þann hóp“ um of. Í viðtali við Reykjavík síðdegis sagði Rögnvaldur orðalag reglunnar heldur strangt og það væri eitthvað sem þyrfti að skoða. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við Vísi að stýrihópur mundi funda um málið í fyrramálið. Undanfarna daga hefur lögregla heimsótt veitingahús og matsölustaði til þess að kanna hvort tveggja metra reglunni sé fylgt líkt og gert var í vor. Greint var frá því í dag að mörgum lögreglumönnum þætti reglan nokkuð óskýr og sagði Rögnvaldur á upplýsingafundi almannavarna að orðalagið væri „kannski ekki alveg nógu heppilegt“. Fólk sem væri í „sama sóttvarnahólfi“ og í mikilli nálægð dagsdaglega væri almennt minna í því að viðhalda fjarlægðarmörkum. Í auglýsingu um samkomutakmarkanir er reglan afmörkuð sérstaklega í fjórðu grein. Þar segir að reglunni skuli ávallt framfylgt en undantekningar eru gerðar fyrir fólk sem deilir heimili og það sama á við um starfsemi sem krefst frekari nálægðar, en þar er þó gerð krafa um grímunotkun. „Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi […] skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Í starfsemi sem eðlis síns vegna krefst meiri nálægðar en kveðið er á um í 1. mgr., svo sem í heilbrigðisþjónustu, á hárgreiðslustofum, nuddstofum og í almenningssamgöngum, skal nota andlitsgrímu sem hylur nef og munn þar sem fjarlægð milli einstaklinga verður ekki viðkomið,“ segir í auglýsingunni. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir reglur og tilmæli vera stöðugt til endurskoðunar, enda sé nauðsynlegt að skilaboðin skili sér með skýrum hætti. „Það er áríðandi að skilaboð sem við sendum frá okkur séu skýr. Eitt af því er meðal annars tveggja metra reglan. Stýrihópur kemur saman til fundar í fyrramálið þar sem þetta verður meðal annars rætt og þá hvort það sé eitthvað sem þurfi að breyta eða laga sem geri hlutina skýrari", segir Jóhann K. Jóhannsson. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir eðlilegt að fólk sem hittist reglulega hafi minna en tveggja metra fjarlægð á milli sín. Þó sé mikilvægt að fólk fari gætilega og sé ekki að „bæta inn í þann hóp“ um of. Í viðtali við Reykjavík síðdegis sagði Rögnvaldur orðalag reglunnar heldur strangt og það væri eitthvað sem þyrfti að skoða. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við Vísi að stýrihópur mundi funda um málið í fyrramálið. Undanfarna daga hefur lögregla heimsótt veitingahús og matsölustaði til þess að kanna hvort tveggja metra reglunni sé fylgt líkt og gert var í vor. Greint var frá því í dag að mörgum lögreglumönnum þætti reglan nokkuð óskýr og sagði Rögnvaldur á upplýsingafundi almannavarna að orðalagið væri „kannski ekki alveg nógu heppilegt“. Fólk sem væri í „sama sóttvarnahólfi“ og í mikilli nálægð dagsdaglega væri almennt minna í því að viðhalda fjarlægðarmörkum. Í auglýsingu um samkomutakmarkanir er reglan afmörkuð sérstaklega í fjórðu grein. Þar segir að reglunni skuli ávallt framfylgt en undantekningar eru gerðar fyrir fólk sem deilir heimili og það sama á við um starfsemi sem krefst frekari nálægðar, en þar er þó gerð krafa um grímunotkun. „Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi […] skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Í starfsemi sem eðlis síns vegna krefst meiri nálægðar en kveðið er á um í 1. mgr., svo sem í heilbrigðisþjónustu, á hárgreiðslustofum, nuddstofum og í almenningssamgöngum, skal nota andlitsgrímu sem hylur nef og munn þar sem fjarlægð milli einstaklinga verður ekki viðkomið,“ segir í auglýsingunni. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir reglur og tilmæli vera stöðugt til endurskoðunar, enda sé nauðsynlegt að skilaboðin skili sér með skýrum hætti. „Það er áríðandi að skilaboð sem við sendum frá okkur séu skýr. Eitt af því er meðal annars tveggja metra reglan. Stýrihópur kemur saman til fundar í fyrramálið þar sem þetta verður meðal annars rætt og þá hvort það sé eitthvað sem þurfi að breyta eða laga sem geri hlutina skýrari", segir Jóhann K. Jóhannsson.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02