Þórólfur hefði viljað draga úr aðgengi ferðamanna að landinu hefði Íslensk erfðagreining ekki komið til hjálpar Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2020 18:40 Íslensk erfðagreining ætlar að aðstoða Landspítalann við skimanir vegna mikils álags. Sóttvarnalæknir hefði lagt til að dregið yrði úr aðgengi ferðamanna að Íslandi hefði fyrirtækið ekki hlaupið undir bagga. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir stöðu faraldursins ógnvekjandi. Sóttvarnalæknir hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur til að farþegar verði skimaðir áfram á Landamærunum. Afkastageta veirufræðideildar Landspítalans er í hámarki. Íslensk erfðagreining mun taka hluta sýnanna og létta á deildinni þar til afkastagetan eykst í október. „Það þýðir að það verður hægt að anna þeim fjölda ferðamanna sem er að koma til landsins ef það verður ekki veruleg aukning,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ef Íslensk erfðagreining hefði ekki stigið inni hefðu aðeins tvær leiðir verið í stöðunni. „Þá hefði annað hvort þurft að minnka aðgengi að Íslandi eða auka skimunargetuna á landamærunum,“ segir Þórólfur. Hefði Íslensk erfðagreining ekki hlaupið undir bagga hefði þá þurft að stiga einhver skref til baka varðandi skimanir á landamærunum? „Ég veit það ekki, mínar tillögur hefðu hljóðað þannig en síðan er það ráðamanna að ákveða hvað verður gert,“ segir Þórólfur. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir fyrirtækið ætla að létta undir eins og hægt er. Fyrirtækið geti unnið úr 5.000 sýnum á dag en meta þurfi þörfina. „Síðan er það hitt, hvernig mun þessi faraldur þróast núna. Því mér finnst þetta persónulega svolítið ógnvekjandi. Við erum komin með 28 einstaklinga sem ekki hafa verið tengdir saman sem hafa smitast af veirunni með sama stökkbreytingamynstrið,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Þessar hópsýkingar gætu þróast í meiriháttar faraldur eða horfið að mati Kára. Sú þróun muni ráða þörfinni. Kári býst ekki við að fyrirtækið þurfi að aðstoða Landspítalann lengi. „Við getum lánað aðstöðu og tæki og svolítinn mannskap en þetta kemur til með að verða áfram verkefni Landspítalans.“ Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær. 97 eru nú í einangrun og 795 í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Íslensk erfðagreining ætlar að aðstoða Landspítalann við skimanir vegna mikils álags. Sóttvarnalæknir hefði lagt til að dregið yrði úr aðgengi ferðamanna að Íslandi hefði fyrirtækið ekki hlaupið undir bagga. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir stöðu faraldursins ógnvekjandi. Sóttvarnalæknir hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur til að farþegar verði skimaðir áfram á Landamærunum. Afkastageta veirufræðideildar Landspítalans er í hámarki. Íslensk erfðagreining mun taka hluta sýnanna og létta á deildinni þar til afkastagetan eykst í október. „Það þýðir að það verður hægt að anna þeim fjölda ferðamanna sem er að koma til landsins ef það verður ekki veruleg aukning,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ef Íslensk erfðagreining hefði ekki stigið inni hefðu aðeins tvær leiðir verið í stöðunni. „Þá hefði annað hvort þurft að minnka aðgengi að Íslandi eða auka skimunargetuna á landamærunum,“ segir Þórólfur. Hefði Íslensk erfðagreining ekki hlaupið undir bagga hefði þá þurft að stiga einhver skref til baka varðandi skimanir á landamærunum? „Ég veit það ekki, mínar tillögur hefðu hljóðað þannig en síðan er það ráðamanna að ákveða hvað verður gert,“ segir Þórólfur. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir fyrirtækið ætla að létta undir eins og hægt er. Fyrirtækið geti unnið úr 5.000 sýnum á dag en meta þurfi þörfina. „Síðan er það hitt, hvernig mun þessi faraldur þróast núna. Því mér finnst þetta persónulega svolítið ógnvekjandi. Við erum komin með 28 einstaklinga sem ekki hafa verið tengdir saman sem hafa smitast af veirunni með sama stökkbreytingamynstrið,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Þessar hópsýkingar gætu þróast í meiriháttar faraldur eða horfið að mati Kára. Sú þróun muni ráða þörfinni. Kári býst ekki við að fyrirtækið þurfi að aðstoða Landspítalann lengi. „Við getum lánað aðstöðu og tæki og svolítinn mannskap en þetta kemur til með að verða áfram verkefni Landspítalans.“ Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær. 97 eru nú í einangrun og 795 í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira