Umdeild veltutrygging nær aðeins til ferðaþjónustufyrirtækja Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2020 18:00 Veltutryggingin verður innleidd 1. október næstkomandi. Já.is Veltutrygging sem Borgun tilkynnti á föstudag verður aðeins notuð í viðskiptum ferðaþjónustufyrirtækja svo hægt sé að standa við skuldbindingar við korthafa. Breytingin hefur því ekki áhrif á 97 prósent viðskiptavina fyrirtækisins að því er fram kemur í tilkynningu til viðskiptavina. Töluvert hefur verið fjallað um veltutrygginguna undanfarna daga þar sem óljóst var hvort hún næði til allra viðskiptavina Borgunar. Til að mynda var það skilningur Samtaka verslunar og þjónustu að breytingin næði til allra atvinnugreina og töldu þau ómögulegt að verða við þessum kröfum. Erfiðlega gekk að fá svör frá Borgun varðandi breytinguna en póstur var sendur til viðskiptavina í dag. Þar segir að ekki sé um skilmálabreytingu að ræða heldur sé þetta aðgerð til þess að lágmarka áhættu. Þannig sé hægt að standa við skuldbindingar við korthafa sem hafa keypt vörur og þjónustu fram í tímann. „Tölvupósturinn, sem fjölmiðlar virðast hafa byggt fréttir sínar á, var sendur á um 3% viðskiptavina Borgunar og á einungis við um þá. Allt eru þetta aðilar sem eru í þeirri stöðu að selja mestmegnis þjónustu áður en hún er veitt. Ekki er um skilmálabreytingu að ræða, líkt og ranglega hefur komið fram, heldur er um að ræða aðgerð sem er heimil í gildandi skilmálum og snýr að því að lágmarka áhættu,“ segir í tilkynningu Borgunar. Þá er ítrekað að engum greiðslum verði haldið eftir vegna vöru eða þjónustu sem hefur nú þegar verið veitt. Á það einnig við um fyrirtæki í ferðaþjónustu. Tengdar fréttir Reyni eftir fremsta megni að halda ekki eftir greiðslum Greiðslumiðlunarfyrirtækin Valitor og Kortaþjónustan segjast ekki ætla að ganga jafn langt og Borgun hefur gert þegar kemur að svokallaðri veltutryggingu. 5. ágúst 2020 08:03 Gagnrýnir nýja skilmála Borgunar harðlega Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir greiðslumiðlunarfyrirtæki ekki í rétti til að halda eftir greiðslum fyrir veitta þjónustu. 4. ágúst 2020 06:33 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Veltutrygging sem Borgun tilkynnti á föstudag verður aðeins notuð í viðskiptum ferðaþjónustufyrirtækja svo hægt sé að standa við skuldbindingar við korthafa. Breytingin hefur því ekki áhrif á 97 prósent viðskiptavina fyrirtækisins að því er fram kemur í tilkynningu til viðskiptavina. Töluvert hefur verið fjallað um veltutrygginguna undanfarna daga þar sem óljóst var hvort hún næði til allra viðskiptavina Borgunar. Til að mynda var það skilningur Samtaka verslunar og þjónustu að breytingin næði til allra atvinnugreina og töldu þau ómögulegt að verða við þessum kröfum. Erfiðlega gekk að fá svör frá Borgun varðandi breytinguna en póstur var sendur til viðskiptavina í dag. Þar segir að ekki sé um skilmálabreytingu að ræða heldur sé þetta aðgerð til þess að lágmarka áhættu. Þannig sé hægt að standa við skuldbindingar við korthafa sem hafa keypt vörur og þjónustu fram í tímann. „Tölvupósturinn, sem fjölmiðlar virðast hafa byggt fréttir sínar á, var sendur á um 3% viðskiptavina Borgunar og á einungis við um þá. Allt eru þetta aðilar sem eru í þeirri stöðu að selja mestmegnis þjónustu áður en hún er veitt. Ekki er um skilmálabreytingu að ræða, líkt og ranglega hefur komið fram, heldur er um að ræða aðgerð sem er heimil í gildandi skilmálum og snýr að því að lágmarka áhættu,“ segir í tilkynningu Borgunar. Þá er ítrekað að engum greiðslum verði haldið eftir vegna vöru eða þjónustu sem hefur nú þegar verið veitt. Á það einnig við um fyrirtæki í ferðaþjónustu.
Tengdar fréttir Reyni eftir fremsta megni að halda ekki eftir greiðslum Greiðslumiðlunarfyrirtækin Valitor og Kortaþjónustan segjast ekki ætla að ganga jafn langt og Borgun hefur gert þegar kemur að svokallaðri veltutryggingu. 5. ágúst 2020 08:03 Gagnrýnir nýja skilmála Borgunar harðlega Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir greiðslumiðlunarfyrirtæki ekki í rétti til að halda eftir greiðslum fyrir veitta þjónustu. 4. ágúst 2020 06:33 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Reyni eftir fremsta megni að halda ekki eftir greiðslum Greiðslumiðlunarfyrirtækin Valitor og Kortaþjónustan segjast ekki ætla að ganga jafn langt og Borgun hefur gert þegar kemur að svokallaðri veltutryggingu. 5. ágúst 2020 08:03
Gagnrýnir nýja skilmála Borgunar harðlega Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir greiðslumiðlunarfyrirtæki ekki í rétti til að halda eftir greiðslum fyrir veitta þjónustu. 4. ágúst 2020 06:33
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent