Skora á Vegagerðina að klára síðasta kafla Grafningsvegar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. ágúst 2020 22:32 Frá lagningu bundins slitlags á Grafningsveg í síðustu viku. Mynd/Jakob Guðnason. Söfnun undirskrifta er hafin til stuðnings áskorun til Vegagerðarinnar um að lokið verði við malbikun síðasta kafla Grafningsvegar, eins kílómetra búts vestan við Írafossvirkjun. Fyrir undirskriftasöfnuninni stendur Jakob Guðnason, staðarhaldari skátamiðstöðvarinnar á Úlfljótsvatni. „Við viljum að Vegagerðin klári að leggja bundið slitlag á Grafningsveg númer 360,“ segir í texta undirskriftalistans. „Nú í sumar verður búið að leggja bundið slitlag á Grafningsveg frá Úlfljótsvatni að Hagavík við Þingvallavatn. Þegar því lýkur verður hægt að aka hringinn í kringum Þingvallavatn og Úlfljótsvatn að undanskildum rúmlega eins kílómetra kafla frá brúnni við Írafoss og að gatnamótum Grafningsvegar nr. 360 og Grafningsvegar neðri númer 350. Vegagerðin hefur síðustu ár heflað þennan vegkafla án þess þó að bæta efni í hann og standa því stórgrýti uppúr honum öllum og þess á milli stórar og leiðinlegar holur,“ segir í áskoruninni. Frá Írafossvirkjun. Fjær er Ljósafossvirkjun. Vegarkaflinn sem um ræðir liggur upp brekkuna sem sést ofarlega vinstra megin á myndinni.Stöð 2/Einar Árnason. „Ég hef heyrt bæði að Landsvirkjun eigi þennan kafla og Vegagerðin vilji að þeir lagi þetta, sem er undarlegt því þennan kafla átti að klæða fyrir 10 til 15 árum þegar klæðning var lögð framhjá Úlfljótsvatni en var skorið niður vegna kostnaðar,“ segir Jakob þegar fréttastofa spurði hvort hann hefði fengið skýringar á því hversvegna þessi eini vegstubbur væri skilinn eftir. „Eins hef ég heyrt að þeir vilji breyta vegstæðinu við brúna. Vegagerðin hefur ekki viljað svara mér með þetta,“ segir Jakob. Samgöngur Umferðaröryggi Grímsnes- og Grafningshreppur Landsvirkjun Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Söfnun undirskrifta er hafin til stuðnings áskorun til Vegagerðarinnar um að lokið verði við malbikun síðasta kafla Grafningsvegar, eins kílómetra búts vestan við Írafossvirkjun. Fyrir undirskriftasöfnuninni stendur Jakob Guðnason, staðarhaldari skátamiðstöðvarinnar á Úlfljótsvatni. „Við viljum að Vegagerðin klári að leggja bundið slitlag á Grafningsveg númer 360,“ segir í texta undirskriftalistans. „Nú í sumar verður búið að leggja bundið slitlag á Grafningsveg frá Úlfljótsvatni að Hagavík við Þingvallavatn. Þegar því lýkur verður hægt að aka hringinn í kringum Þingvallavatn og Úlfljótsvatn að undanskildum rúmlega eins kílómetra kafla frá brúnni við Írafoss og að gatnamótum Grafningsvegar nr. 360 og Grafningsvegar neðri númer 350. Vegagerðin hefur síðustu ár heflað þennan vegkafla án þess þó að bæta efni í hann og standa því stórgrýti uppúr honum öllum og þess á milli stórar og leiðinlegar holur,“ segir í áskoruninni. Frá Írafossvirkjun. Fjær er Ljósafossvirkjun. Vegarkaflinn sem um ræðir liggur upp brekkuna sem sést ofarlega vinstra megin á myndinni.Stöð 2/Einar Árnason. „Ég hef heyrt bæði að Landsvirkjun eigi þennan kafla og Vegagerðin vilji að þeir lagi þetta, sem er undarlegt því þennan kafla átti að klæða fyrir 10 til 15 árum þegar klæðning var lögð framhjá Úlfljótsvatni en var skorið niður vegna kostnaðar,“ segir Jakob þegar fréttastofa spurði hvort hann hefði fengið skýringar á því hversvegna þessi eini vegstubbur væri skilinn eftir. „Eins hef ég heyrt að þeir vilji breyta vegstæðinu við brúna. Vegagerðin hefur ekki viljað svara mér með þetta,“ segir Jakob.
Samgöngur Umferðaröryggi Grímsnes- og Grafningshreppur Landsvirkjun Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira