Of snemmt að fagna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2020 19:07 Frá upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Vísir/Arnar Það er of snemmt að fagna árangri af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til þótt færri hafi greinst smitaðir af covid-19 í gær en undanfarna daga að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi smitaðra 10. mars var álíka mikill og nú, en þá liðu tæpar fjórar vikur þar til faraldurinn náði hámarki og fjöldi fólks hafði verið lagður inn á sjúkrahús. Þrír til viðbótar greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru tveir í sóttkví. Alls eru nú 83 með staðfest smit, einn er á sjúkrahúsi og 734 í sóttkví. Þann 10. mars voru 82 með staðfest smit, álíka margir og í dag, og tveir voru á sjúkrahúsi. Tæpum fjórum vikum síðar, þann 5. apríl, þegar fjöldi virkra smita náði hámarki, voru tæplega ellefu hundruð sýktir og 34 voru á sjúkrahúsi. Uppsafnað höfðu þá 86 lagst inn á sjúkrahús en þegar mest lét voru 44 inniliggjandi samtímis sem var þann 2. apríl. Sóttvarnalæknir segir að enn þurfi nokkrir dagar að líða áður en hægt sé að spá fyrir með vissu um þróun faraldursins nú. „Eins og áður hefur komið fram þá er búist við að sjá sveiflur milli daga þannig ég held að það sé of snemmt að fagna árangri. Við þurfum að láta nokkra daga líða áfram áður en að við förum að slá einhverju föstu varðandi árangurinn af þeim aðgerðum sem við höfum gripið til,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi í dag. Álag hefur aukist á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu að sögn Óskars Reykdalssonar forstjóra sem ítrekar mikilvægi þess að fólk sem finni fyrir einkennum hringi í sína heilsugæslu eða hafi samband ígegnum netspjall, í stað þess að mæta á svæðið. Bætt hefur verið verulega í sýnatöku á heilsugæslunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Veðurblíða víða um land Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira
Það er of snemmt að fagna árangri af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til þótt færri hafi greinst smitaðir af covid-19 í gær en undanfarna daga að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi smitaðra 10. mars var álíka mikill og nú, en þá liðu tæpar fjórar vikur þar til faraldurinn náði hámarki og fjöldi fólks hafði verið lagður inn á sjúkrahús. Þrír til viðbótar greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru tveir í sóttkví. Alls eru nú 83 með staðfest smit, einn er á sjúkrahúsi og 734 í sóttkví. Þann 10. mars voru 82 með staðfest smit, álíka margir og í dag, og tveir voru á sjúkrahúsi. Tæpum fjórum vikum síðar, þann 5. apríl, þegar fjöldi virkra smita náði hámarki, voru tæplega ellefu hundruð sýktir og 34 voru á sjúkrahúsi. Uppsafnað höfðu þá 86 lagst inn á sjúkrahús en þegar mest lét voru 44 inniliggjandi samtímis sem var þann 2. apríl. Sóttvarnalæknir segir að enn þurfi nokkrir dagar að líða áður en hægt sé að spá fyrir með vissu um þróun faraldursins nú. „Eins og áður hefur komið fram þá er búist við að sjá sveiflur milli daga þannig ég held að það sé of snemmt að fagna árangri. Við þurfum að láta nokkra daga líða áfram áður en að við förum að slá einhverju föstu varðandi árangurinn af þeim aðgerðum sem við höfum gripið til,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi í dag. Álag hefur aukist á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu að sögn Óskars Reykdalssonar forstjóra sem ítrekar mikilvægi þess að fólk sem finni fyrir einkennum hringi í sína heilsugæslu eða hafi samband ígegnum netspjall, í stað þess að mæta á svæðið. Bætt hefur verið verulega í sýnatöku á heilsugæslunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Veðurblíða víða um land Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira