200 viðskiptavinir algjört hámark Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. ágúst 2020 15:13 200 viðskiptavina hámark er í matvöruverslunum. Vísir/hanna Aðgerðir vegna kórónuveirunnar sem tóku gildi 31. júlí síðastliðinn hafa nú verið gerðar skýrari, samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra. Skýringarnar lúta m.a. að grímuskyldu og leyfilegum hámarksfjölda viðskiptavina inni í matvöruverslunum. Á föstudag voru fjöldamörk samkomubanns lækkuð úr 500 í 100 og tveggja metra reglunni komið aftur á. Þá var innleidd grímuskylda við aðstæður sem krefjast návígis og ekki er hægt að viðhalda fjarðlægðarmörkum. Síðastnefnda reglan var nokkuð á reiki eftir að hún var kynnt, líkt og í tilfelli Strætó. Í nýjum breytingum á auglýsingu heilbrigðisráðherra segir að í matvöruverslunum sé heimilt að hafa allt að 100 manns inni í einu að því gefnu að skilyrði um fjarlægðarmörk séu uppfyllt. Þá er matvöruverslunum sem eru yfir þúsund fermetrar að stærð heimilt að hleypa til viðbótar einum viðskiptavin inn fyrir hverja tíu fermetra umfram þúsund fermetrana, þó að hámarki 200 viðskiptavinum í allt. Í reglunum sem kynntar voru á föstudag segir að í starfsemi sem eðlis síns vegna krefst meiri nálægðar en tveggja metra milli manna skuli nota grímur, til að mynda í almenningssamgöngum. Með breytingunni í dag er þetta skýrt nánar og sérstaklega tekið fram að grímur skuli setja upp „þar sem ferð varir í 30 mínútur eða lengur“. Þá má gestafjöldi á sund- og baðstöðum aldrei vera meiri en helmingur leyfilegs hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Börn fædd 2015 og síðar eru ekki tekin með í gestafjölda. Loks er lagt til að ekki verði heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir tilteknum skemmtunum sem ætla megi að dragi að sér hóp fólks eftir klukkan 23:00. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Grímuskylda í Strætó dregin til baka Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld. 31. júlí 2020 15:32 Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Aðgerðir vegna kórónuveirunnar sem tóku gildi 31. júlí síðastliðinn hafa nú verið gerðar skýrari, samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra. Skýringarnar lúta m.a. að grímuskyldu og leyfilegum hámarksfjölda viðskiptavina inni í matvöruverslunum. Á föstudag voru fjöldamörk samkomubanns lækkuð úr 500 í 100 og tveggja metra reglunni komið aftur á. Þá var innleidd grímuskylda við aðstæður sem krefjast návígis og ekki er hægt að viðhalda fjarðlægðarmörkum. Síðastnefnda reglan var nokkuð á reiki eftir að hún var kynnt, líkt og í tilfelli Strætó. Í nýjum breytingum á auglýsingu heilbrigðisráðherra segir að í matvöruverslunum sé heimilt að hafa allt að 100 manns inni í einu að því gefnu að skilyrði um fjarlægðarmörk séu uppfyllt. Þá er matvöruverslunum sem eru yfir þúsund fermetrar að stærð heimilt að hleypa til viðbótar einum viðskiptavin inn fyrir hverja tíu fermetra umfram þúsund fermetrana, þó að hámarki 200 viðskiptavinum í allt. Í reglunum sem kynntar voru á föstudag segir að í starfsemi sem eðlis síns vegna krefst meiri nálægðar en tveggja metra milli manna skuli nota grímur, til að mynda í almenningssamgöngum. Með breytingunni í dag er þetta skýrt nánar og sérstaklega tekið fram að grímur skuli setja upp „þar sem ferð varir í 30 mínútur eða lengur“. Þá má gestafjöldi á sund- og baðstöðum aldrei vera meiri en helmingur leyfilegs hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi. Börn fædd 2015 og síðar eru ekki tekin með í gestafjölda. Loks er lagt til að ekki verði heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir tilteknum skemmtunum sem ætla megi að dragi að sér hóp fólks eftir klukkan 23:00.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Grímuskylda í Strætó dregin til baka Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld. 31. júlí 2020 15:32 Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Grímuskylda í Strætó dregin til baka Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld. 31. júlí 2020 15:32
Engin grímuskylda í ferðum á höfuðborgarsvæðinu Ekki verður skylda fyrir farþega að nota hlífðargrímu um borð í Strætó þó mælt sé með því ef vagnar fyllast. 1. ágúst 2020 15:58
„Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00