Októberfest SHÍ blásin af Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2020 14:21 Októberfest er hátíð haldin í Vatnsmýrinni af Stúdentaráði Háskóla Íslands. VÍSIR/Andri Marinó Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands fer ekki fram í ár samkvæmt tilkynningu frá hátíðinni. Tekin hafi verið ákvörðun um að sýna samfélagslega ábyrgð í ár og fresta Októberfest um óákveðinn tíma. „Hátíðin hefur vaxið og dafnað á síðustu árum og var hátíðin í fyrra sú stærsta síðan við byrjuðum. Í ár ætluðum við að toppa okkur enn frekar og sprengja skalann, en vegna ástandsins í samfélaginu ætlum við að ýta á bremsurnar og eiga það inni,“ segir í tilkynningu frá Októberfest. Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir, varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Aðsend Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir, varaforseti SHÍ og samskiptafulltrúi Október 2018 og 2019, segir í samtali við fréttastofu að beðið hafi verið fram að síðustu stundu með að tilkynna um hátíðina vegna ástandsins. Það hafi svo komið í ljós um verslunarmannahelgina að ekki yrði skynsamlegt að halda hátíðina. „Ég ætlaði alltaf að sjá hvernig færi með verslunarmannahelgina og ákveða þetta eftir það, og versló fór nú ekki vel.“ Hún segir enn koma til greina að Októberfest veðri haldin síðar í haust eða í vetur með breyttu sniði. Tíminn verði þó að leiða það í ljós. „Það fer allt bara eftir samkomutakmörkunum og hvernig faraldurinn þróast. Þannig að við erum ekki búin að afskrifa hátíðina og ég vil klárlega halda í vonina en við sjáum til,“ segir Guðný. Tengdar fréttir Ekkert Oktoberfest í München í ár Stjórnvöld í Bæjaralandi hafa tilkynnt að ekkert verði úr Oktoberfest í ár vegna faraldurs kórónuveirunnar. 22. apríl 2020 10:07 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands fer ekki fram í ár samkvæmt tilkynningu frá hátíðinni. Tekin hafi verið ákvörðun um að sýna samfélagslega ábyrgð í ár og fresta Októberfest um óákveðinn tíma. „Hátíðin hefur vaxið og dafnað á síðustu árum og var hátíðin í fyrra sú stærsta síðan við byrjuðum. Í ár ætluðum við að toppa okkur enn frekar og sprengja skalann, en vegna ástandsins í samfélaginu ætlum við að ýta á bremsurnar og eiga það inni,“ segir í tilkynningu frá Októberfest. Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir, varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Aðsend Guðný Ljósbrá Hreinsdóttir, varaforseti SHÍ og samskiptafulltrúi Október 2018 og 2019, segir í samtali við fréttastofu að beðið hafi verið fram að síðustu stundu með að tilkynna um hátíðina vegna ástandsins. Það hafi svo komið í ljós um verslunarmannahelgina að ekki yrði skynsamlegt að halda hátíðina. „Ég ætlaði alltaf að sjá hvernig færi með verslunarmannahelgina og ákveða þetta eftir það, og versló fór nú ekki vel.“ Hún segir enn koma til greina að Októberfest veðri haldin síðar í haust eða í vetur með breyttu sniði. Tíminn verði þó að leiða það í ljós. „Það fer allt bara eftir samkomutakmörkunum og hvernig faraldurinn þróast. Þannig að við erum ekki búin að afskrifa hátíðina og ég vil klárlega halda í vonina en við sjáum til,“ segir Guðný.
Tengdar fréttir Ekkert Oktoberfest í München í ár Stjórnvöld í Bæjaralandi hafa tilkynnt að ekkert verði úr Oktoberfest í ár vegna faraldurs kórónuveirunnar. 22. apríl 2020 10:07 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ekkert Oktoberfest í München í ár Stjórnvöld í Bæjaralandi hafa tilkynnt að ekkert verði úr Oktoberfest í ár vegna faraldurs kórónuveirunnar. 22. apríl 2020 10:07