Litlir 28 milljarðar króna undir á Wembley í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2020 14:01 Brentford vann báða leikina gegn Fulham í B-deildinni. getty/Jacques Feeney Brentford og Fulham mætast í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á Wembley í kvöld. Sæti í ensku úrvalsdeildinni er ekki það eina sem er undir heldur gríðarlega háar fjárhæðir. Það er ekki að ósekju að þetta er oft kallaður verðmætasti leikur fótboltans. Talið er að Brentford fái litlar 160 milljónir punda, sem gera 28 milljarða íslenskra króna, næstu þrjú árin ef liðið vinnur leikinn. Fyrir Fulham eru 135 milljónir punda, eða 24 milljarðar íslenskra króna, undir. Fulham lék síðast í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Brentford hefur ekki leikið í efstu deild í 73 ár, eða frá tímabilinu 1946-47. Scott Parker (til vinstri) og Thomas Frank (til hægri) eru knattspyrnustjórar Fulham og Brentford.getty/Jacques Feeney Brentford og Fulham eru grannlið frá vesturhluta Lundúna en aðeins átta kílómetrar eru á milli heimavalla liðanna. Brentford hefur aldrei komist upp um deild í gegnum umspil og tapað öllum þremur úrslitaleikjum sínum í umspili, þar af tvisvar á Wembley. Fulham vann hins vegar Aston Villa, 1-0, í úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum. Ef Brentford mistekst að vinna í kvöld setur liðið fremur óeftirsóknarvert met. Brentford verður þá það lið sem hefur oftast mistekist að komast upp um deild í gegnum umspil. 8 - Brentford have not been successful in any of their previous eight Football League play-off campaigns; only Sheffield United have appeared in as many Football League play-offs without winning promotion in them (8). Test. pic.twitter.com/dSBEJVS5ik— OptaJoe (@OptaJoe) July 29, 2020 Brentford og Fulham fengu jafn mörg stig (81) í ensku B-deildinni á tímabilinu en endaði í 3. sæti sökum betri markatölu. Brentford vann báða deildarleiki liðanna á tímabilinu; 1-0 á Griffin Park, heimavelli sínum, og 0-2 á Craven Cottage, heimavelli Fulham. Seinni leikurinn 20. júní var fyrsti leikur liðanna eftir hléið sem var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Í undanúrslitum umspilsins vann Brentford Swansea City, 3-2 samanlagt, á meðan Fulham sigraði annað velskt lið, Cardiff City, 3-2 samanlagt. Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, missti af báðum leikjunum gegn Cardiff. Hann var markahæstur í ensku B-deildinni á tímabilinu ásamt Ollie Watkins, framherja Brentford. Þeir skoruðu báðir 26 mörk. Mitrovic verður í leikmannahópi Fulham í leiknum í kvöld en óvíst er hvort hann verður í byrjunarliðinu. Aleksandar Mitrovic, serbneski framherjinn hjá Fulham, ætti að geta tekið þátt í leiknum í kvöld.getty/Catherine Ivill Leikurinn á Wembley í kvöld fer fram fyrir luktum dyrum. Pontus Jansson, fyrirliði Brentford, segir að það sé Brentford frekar í hag. „Ef þetta væri fullur Wembley gæfi það þeim smá forskot. En núna hafa þeir ekkert svoleiðis fram yfir okkur. Þetta verður bara venjulegur kórónuleikur,“ sagði Jansson. Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður íslenska U-21 árs landsliðsins, er á mála hjá Brentford. Hann lék einn deildarleik með liðinu á síðasta tímabili. Í vetur var hann lánaður til Southend United og lék þrjá leiki með liðinu í C-deildinni. Leikur Brentford og Fulham hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Brentford og Fulham mætast í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á Wembley í kvöld. Sæti í ensku úrvalsdeildinni er ekki það eina sem er undir heldur gríðarlega háar fjárhæðir. Það er ekki að ósekju að þetta er oft kallaður verðmætasti leikur fótboltans. Talið er að Brentford fái litlar 160 milljónir punda, sem gera 28 milljarða íslenskra króna, næstu þrjú árin ef liðið vinnur leikinn. Fyrir Fulham eru 135 milljónir punda, eða 24 milljarðar íslenskra króna, undir. Fulham lék síðast í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Brentford hefur ekki leikið í efstu deild í 73 ár, eða frá tímabilinu 1946-47. Scott Parker (til vinstri) og Thomas Frank (til hægri) eru knattspyrnustjórar Fulham og Brentford.getty/Jacques Feeney Brentford og Fulham eru grannlið frá vesturhluta Lundúna en aðeins átta kílómetrar eru á milli heimavalla liðanna. Brentford hefur aldrei komist upp um deild í gegnum umspil og tapað öllum þremur úrslitaleikjum sínum í umspili, þar af tvisvar á Wembley. Fulham vann hins vegar Aston Villa, 1-0, í úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum. Ef Brentford mistekst að vinna í kvöld setur liðið fremur óeftirsóknarvert met. Brentford verður þá það lið sem hefur oftast mistekist að komast upp um deild í gegnum umspil. 8 - Brentford have not been successful in any of their previous eight Football League play-off campaigns; only Sheffield United have appeared in as many Football League play-offs without winning promotion in them (8). Test. pic.twitter.com/dSBEJVS5ik— OptaJoe (@OptaJoe) July 29, 2020 Brentford og Fulham fengu jafn mörg stig (81) í ensku B-deildinni á tímabilinu en endaði í 3. sæti sökum betri markatölu. Brentford vann báða deildarleiki liðanna á tímabilinu; 1-0 á Griffin Park, heimavelli sínum, og 0-2 á Craven Cottage, heimavelli Fulham. Seinni leikurinn 20. júní var fyrsti leikur liðanna eftir hléið sem var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Í undanúrslitum umspilsins vann Brentford Swansea City, 3-2 samanlagt, á meðan Fulham sigraði annað velskt lið, Cardiff City, 3-2 samanlagt. Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, missti af báðum leikjunum gegn Cardiff. Hann var markahæstur í ensku B-deildinni á tímabilinu ásamt Ollie Watkins, framherja Brentford. Þeir skoruðu báðir 26 mörk. Mitrovic verður í leikmannahópi Fulham í leiknum í kvöld en óvíst er hvort hann verður í byrjunarliðinu. Aleksandar Mitrovic, serbneski framherjinn hjá Fulham, ætti að geta tekið þátt í leiknum í kvöld.getty/Catherine Ivill Leikurinn á Wembley í kvöld fer fram fyrir luktum dyrum. Pontus Jansson, fyrirliði Brentford, segir að það sé Brentford frekar í hag. „Ef þetta væri fullur Wembley gæfi það þeim smá forskot. En núna hafa þeir ekkert svoleiðis fram yfir okkur. Þetta verður bara venjulegur kórónuleikur,“ sagði Jansson. Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður íslenska U-21 árs landsliðsins, er á mála hjá Brentford. Hann lék einn deildarleik með liðinu á síðasta tímabili. Í vetur var hann lánaður til Southend United og lék þrjá leiki með liðinu í C-deildinni. Leikur Brentford og Fulham hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira