Litlir 28 milljarðar króna undir á Wembley í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2020 14:01 Brentford vann báða leikina gegn Fulham í B-deildinni. getty/Jacques Feeney Brentford og Fulham mætast í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á Wembley í kvöld. Sæti í ensku úrvalsdeildinni er ekki það eina sem er undir heldur gríðarlega háar fjárhæðir. Það er ekki að ósekju að þetta er oft kallaður verðmætasti leikur fótboltans. Talið er að Brentford fái litlar 160 milljónir punda, sem gera 28 milljarða íslenskra króna, næstu þrjú árin ef liðið vinnur leikinn. Fyrir Fulham eru 135 milljónir punda, eða 24 milljarðar íslenskra króna, undir. Fulham lék síðast í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Brentford hefur ekki leikið í efstu deild í 73 ár, eða frá tímabilinu 1946-47. Scott Parker (til vinstri) og Thomas Frank (til hægri) eru knattspyrnustjórar Fulham og Brentford.getty/Jacques Feeney Brentford og Fulham eru grannlið frá vesturhluta Lundúna en aðeins átta kílómetrar eru á milli heimavalla liðanna. Brentford hefur aldrei komist upp um deild í gegnum umspil og tapað öllum þremur úrslitaleikjum sínum í umspili, þar af tvisvar á Wembley. Fulham vann hins vegar Aston Villa, 1-0, í úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum. Ef Brentford mistekst að vinna í kvöld setur liðið fremur óeftirsóknarvert met. Brentford verður þá það lið sem hefur oftast mistekist að komast upp um deild í gegnum umspil. 8 - Brentford have not been successful in any of their previous eight Football League play-off campaigns; only Sheffield United have appeared in as many Football League play-offs without winning promotion in them (8). Test. pic.twitter.com/dSBEJVS5ik— OptaJoe (@OptaJoe) July 29, 2020 Brentford og Fulham fengu jafn mörg stig (81) í ensku B-deildinni á tímabilinu en endaði í 3. sæti sökum betri markatölu. Brentford vann báða deildarleiki liðanna á tímabilinu; 1-0 á Griffin Park, heimavelli sínum, og 0-2 á Craven Cottage, heimavelli Fulham. Seinni leikurinn 20. júní var fyrsti leikur liðanna eftir hléið sem var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Í undanúrslitum umspilsins vann Brentford Swansea City, 3-2 samanlagt, á meðan Fulham sigraði annað velskt lið, Cardiff City, 3-2 samanlagt. Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, missti af báðum leikjunum gegn Cardiff. Hann var markahæstur í ensku B-deildinni á tímabilinu ásamt Ollie Watkins, framherja Brentford. Þeir skoruðu báðir 26 mörk. Mitrovic verður í leikmannahópi Fulham í leiknum í kvöld en óvíst er hvort hann verður í byrjunarliðinu. Aleksandar Mitrovic, serbneski framherjinn hjá Fulham, ætti að geta tekið þátt í leiknum í kvöld.getty/Catherine Ivill Leikurinn á Wembley í kvöld fer fram fyrir luktum dyrum. Pontus Jansson, fyrirliði Brentford, segir að það sé Brentford frekar í hag. „Ef þetta væri fullur Wembley gæfi það þeim smá forskot. En núna hafa þeir ekkert svoleiðis fram yfir okkur. Þetta verður bara venjulegur kórónuleikur,“ sagði Jansson. Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður íslenska U-21 árs landsliðsins, er á mála hjá Brentford. Hann lék einn deildarleik með liðinu á síðasta tímabili. Í vetur var hann lánaður til Southend United og lék þrjá leiki með liðinu í C-deildinni. Leikur Brentford og Fulham hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Brentford og Fulham mætast í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á Wembley í kvöld. Sæti í ensku úrvalsdeildinni er ekki það eina sem er undir heldur gríðarlega háar fjárhæðir. Það er ekki að ósekju að þetta er oft kallaður verðmætasti leikur fótboltans. Talið er að Brentford fái litlar 160 milljónir punda, sem gera 28 milljarða íslenskra króna, næstu þrjú árin ef liðið vinnur leikinn. Fyrir Fulham eru 135 milljónir punda, eða 24 milljarðar íslenskra króna, undir. Fulham lék síðast í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Brentford hefur ekki leikið í efstu deild í 73 ár, eða frá tímabilinu 1946-47. Scott Parker (til vinstri) og Thomas Frank (til hægri) eru knattspyrnustjórar Fulham og Brentford.getty/Jacques Feeney Brentford og Fulham eru grannlið frá vesturhluta Lundúna en aðeins átta kílómetrar eru á milli heimavalla liðanna. Brentford hefur aldrei komist upp um deild í gegnum umspil og tapað öllum þremur úrslitaleikjum sínum í umspili, þar af tvisvar á Wembley. Fulham vann hins vegar Aston Villa, 1-0, í úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum. Ef Brentford mistekst að vinna í kvöld setur liðið fremur óeftirsóknarvert met. Brentford verður þá það lið sem hefur oftast mistekist að komast upp um deild í gegnum umspil. 8 - Brentford have not been successful in any of their previous eight Football League play-off campaigns; only Sheffield United have appeared in as many Football League play-offs without winning promotion in them (8). Test. pic.twitter.com/dSBEJVS5ik— OptaJoe (@OptaJoe) July 29, 2020 Brentford og Fulham fengu jafn mörg stig (81) í ensku B-deildinni á tímabilinu en endaði í 3. sæti sökum betri markatölu. Brentford vann báða deildarleiki liðanna á tímabilinu; 1-0 á Griffin Park, heimavelli sínum, og 0-2 á Craven Cottage, heimavelli Fulham. Seinni leikurinn 20. júní var fyrsti leikur liðanna eftir hléið sem var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Í undanúrslitum umspilsins vann Brentford Swansea City, 3-2 samanlagt, á meðan Fulham sigraði annað velskt lið, Cardiff City, 3-2 samanlagt. Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, missti af báðum leikjunum gegn Cardiff. Hann var markahæstur í ensku B-deildinni á tímabilinu ásamt Ollie Watkins, framherja Brentford. Þeir skoruðu báðir 26 mörk. Mitrovic verður í leikmannahópi Fulham í leiknum í kvöld en óvíst er hvort hann verður í byrjunarliðinu. Aleksandar Mitrovic, serbneski framherjinn hjá Fulham, ætti að geta tekið þátt í leiknum í kvöld.getty/Catherine Ivill Leikurinn á Wembley í kvöld fer fram fyrir luktum dyrum. Pontus Jansson, fyrirliði Brentford, segir að það sé Brentford frekar í hag. „Ef þetta væri fullur Wembley gæfi það þeim smá forskot. En núna hafa þeir ekkert svoleiðis fram yfir okkur. Þetta verður bara venjulegur kórónuleikur,“ sagði Jansson. Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður íslenska U-21 árs landsliðsins, er á mála hjá Brentford. Hann lék einn deildarleik með liðinu á síðasta tímabili. Í vetur var hann lánaður til Southend United og lék þrjá leiki með liðinu í C-deildinni. Leikur Brentford og Fulham hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira