Ný Bachelorette í miðri þáttaröð? Sylvía Hall skrifar 3. ágúst 2020 21:27 Aðstandendur þáttanna tilkynntu í mars að Clare Crawley myndi leita að ástinni í nýjustu seríu Bachelorette. Vísir/Getty Slúðurmiðlar vestanhafs greina nú frá því að Clare Crawley sé hætt í miðjum tökum á nýjustu seríu af The Bachelorette eftir að hafa fallið nánast samstundis fyrir einum keppanda. Þá er fullyrt að Tayshia Adams, ein þekktasta stjarna Bachelor-þáttanna, taki við sem Bachelorette í stað hennar. Cosmopolitan greinir frá því að Clare hafi tilkynnt framleiðendum að hún sæi engan tilgang í því að halda þáttunum áfram í ljósi þess að hún væri nú þegar ástfangin af einum keppanda. Hún hafi hótað að hætta í miðju ferli og neitaði að koma út úr herbergi sínu vegna málsins. Tayshia Adams to Replace Clare Crawley on The Bachelorette After Finding Love Early On: Sources https://t.co/YrsdnvOumh— E! News (@enews) August 3, 2020 Aðdáendum fór að gruna að ekki væri allt með felldu eftir að Clare sást líka við færslu á Twitter nú á dögunum. Hún var þó fljót að taka það til baka, en líkt og aðdáendur þáttanna vita er keppendum óheimilt að nota samfélagsmiðla á meðan tökum stendur og geyma framleiðendur símana þeirra. Samkvæmt heimildarmönnum E! Online verður framleiðslu þáttanna haldið áfram en með öðru sniði þó. Fyrstu þættirnir munu þannig sýna ferli Clare í þáttunum og ástarsamband hennar þróast áður en Tayshia mun koma í hennar stað og freista þess sjálf að finna ástina. Framleiðendur þáttanna hafa enn ekki staðfest sögusagnirnar en Reality Steve, sem hefur oft reynst sannspár um það sem gerist á bak við tjöldin í þáttunum, fullyrðir að Tayshia sé mætt á tökustað. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Þetta er konan sem verður í aðalhlutverki í The Bachelorette Sjónvarpsstöðin ABC tilkynnti í morgunþættinum Good Morning America hvaða kona verður í aðalhlutverki í næstu þáttaröð af The Bachelorette sem er númer 16 í röðinni. 2. mars 2020 14:44 Fyrsti svarti piparsveinninn í sögu The Bachelor Forsvarsmenn raunveruleikaþáttanna The Bachelor hafa tilkynnt næsta piparsvein og heitir hann Matt James. 12. júní 2020 14:05 Spjallþáttastjórnendur velja verstu gestina Spjallþáttastjórnendur fá vissulega misskemmtilega gesti í viðtal. Á YouTube-síðu Nivki Swift er búið að taka saman myndband þar sem þekktir spjallþáttastjórnendur fara yfir verstu og leiðinlegustu gesti sem þeir hafa fengið í viðtal. 7. maí 2020 13:31 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Slúðurmiðlar vestanhafs greina nú frá því að Clare Crawley sé hætt í miðjum tökum á nýjustu seríu af The Bachelorette eftir að hafa fallið nánast samstundis fyrir einum keppanda. Þá er fullyrt að Tayshia Adams, ein þekktasta stjarna Bachelor-þáttanna, taki við sem Bachelorette í stað hennar. Cosmopolitan greinir frá því að Clare hafi tilkynnt framleiðendum að hún sæi engan tilgang í því að halda þáttunum áfram í ljósi þess að hún væri nú þegar ástfangin af einum keppanda. Hún hafi hótað að hætta í miðju ferli og neitaði að koma út úr herbergi sínu vegna málsins. Tayshia Adams to Replace Clare Crawley on The Bachelorette After Finding Love Early On: Sources https://t.co/YrsdnvOumh— E! News (@enews) August 3, 2020 Aðdáendum fór að gruna að ekki væri allt með felldu eftir að Clare sást líka við færslu á Twitter nú á dögunum. Hún var þó fljót að taka það til baka, en líkt og aðdáendur þáttanna vita er keppendum óheimilt að nota samfélagsmiðla á meðan tökum stendur og geyma framleiðendur símana þeirra. Samkvæmt heimildarmönnum E! Online verður framleiðslu þáttanna haldið áfram en með öðru sniði þó. Fyrstu þættirnir munu þannig sýna ferli Clare í þáttunum og ástarsamband hennar þróast áður en Tayshia mun koma í hennar stað og freista þess sjálf að finna ástina. Framleiðendur þáttanna hafa enn ekki staðfest sögusagnirnar en Reality Steve, sem hefur oft reynst sannspár um það sem gerist á bak við tjöldin í þáttunum, fullyrðir að Tayshia sé mætt á tökustað.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Þetta er konan sem verður í aðalhlutverki í The Bachelorette Sjónvarpsstöðin ABC tilkynnti í morgunþættinum Good Morning America hvaða kona verður í aðalhlutverki í næstu þáttaröð af The Bachelorette sem er númer 16 í röðinni. 2. mars 2020 14:44 Fyrsti svarti piparsveinninn í sögu The Bachelor Forsvarsmenn raunveruleikaþáttanna The Bachelor hafa tilkynnt næsta piparsvein og heitir hann Matt James. 12. júní 2020 14:05 Spjallþáttastjórnendur velja verstu gestina Spjallþáttastjórnendur fá vissulega misskemmtilega gesti í viðtal. Á YouTube-síðu Nivki Swift er búið að taka saman myndband þar sem þekktir spjallþáttastjórnendur fara yfir verstu og leiðinlegustu gesti sem þeir hafa fengið í viðtal. 7. maí 2020 13:31 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Þetta er konan sem verður í aðalhlutverki í The Bachelorette Sjónvarpsstöðin ABC tilkynnti í morgunþættinum Good Morning America hvaða kona verður í aðalhlutverki í næstu þáttaröð af The Bachelorette sem er númer 16 í röðinni. 2. mars 2020 14:44
Fyrsti svarti piparsveinninn í sögu The Bachelor Forsvarsmenn raunveruleikaþáttanna The Bachelor hafa tilkynnt næsta piparsvein og heitir hann Matt James. 12. júní 2020 14:05
Spjallþáttastjórnendur velja verstu gestina Spjallþáttastjórnendur fá vissulega misskemmtilega gesti í viðtal. Á YouTube-síðu Nivki Swift er búið að taka saman myndband þar sem þekktir spjallþáttastjórnendur fara yfir verstu og leiðinlegustu gesti sem þeir hafa fengið í viðtal. 7. maí 2020 13:31
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein