Telur leikmenn tilbúna að gera það sem til þarf Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. ágúst 2020 12:45 Arnar Sveinn Geirsson er forseti Leikmannasamtaka Íslands. Vísir/Vilhelm Arnar Sveinn Geirsson - forseti Leikmannasamtaka Íslands og hægri bakvörður Fylkis - var í viðtali við Mbl.is þar sem hann segir að leikmenn séu tilbúnir að leggja sitt á vogarskálarnar svo hægt verði að klára Íslandsmótið. Eins og staðan er í dag verður að öllum líkindum ekki leikið fyrr en í fyrsta lagi 13. ágúst. Hvort það verði með eða án áhorfenda á eftir að koma í ljós. „Það eru ekki komin skýr svör frá hvorki KSÍ né ÍSÍ varðandi hvernig æfingar eiga að fara fram. Ég er enginn sérfræðingur í þessu en miðað við hvernig þetta var síðast þegar það var sett tveggja metra regla voru æfingar ekki leyfðar nema með ströngum skilyrðum,“ sagði Arnar við Morgunblaðið. KSÍ mun funda með yfirvöldum eftir helgi og þá er Guðni Bergsson, formaður KSÍ, bjartsýnn á að mótið verði klárað. Arnar segir að leikmenn séu ekki beint æstir í að fara aftur í sama pakka og í vor. „Menn eru svartsýnir, sérstaklega í ljósi þess að þessi tími var ekkert sérstaklega skemmtilegur. Maður var að æfa einn eða kannski með einum eða tveimur öðrum í einhverjum hlaupaæfingum.“ „Maður veit ekkert hvað þetta varir lengi. Nú er búið að herða samkomubann í tvær vikur og KSÍ búið að fresta leikjum til 5. ágúst en það hefur enga aðra merkingu en að staðan verður tekin aftur þá,“ sagði Arnar einnig. „Ég held að leikmenn liðanna séu tilbúnir að gera það sem þarf til að klára mótið. Það er auðvitað ekki jafn skemmtilegt án áhorfenda. Ég held það sé vilji allra að spila en svo er spurning hvort félögin geta það. Geta þau haldið leiki og verið með fólk í gæslu þegar engar tekjur koma inn,“ sagði Arnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Guðni bjartsýnn á að hægt sé að klára tímabilið Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að hægt verða að klára Íslandsmótið hér á landi. 2. ágúst 2020 12:00 Knattspyrnusambandið mun funda með yfirvöldum eftir helgi Knattspyrnusamband Íslands mun funda með yfirvöldum eftir helgi í von um að finna lausn á hvernig hægt sé að Íslandsmótinu í fótbolta áfram án þess að leikmenn né öðrum stafi hætta af. 1. ágúst 2020 15:30 „Af hverju mega vera 100 manna samkomur en það má ekki æfa fótbolta?“ Mikil umræða skapaðist í Mjólkurbikarmörkunum í gærkvöld þar sem farið var yfir alla leiki 16-liða úrslita, sem búnir eru. Einnig skapaðist mikil umræða í kringum frestun leikja og æfinga ásamt því hvernig skyldi tækla það sem eftir er af Íslandsmótinu í knattspyrnu. 1. ágúst 2020 09:50 „Leikmenn eru ekki vélar sem slökkva má á og endurræsa eftir þörfum“ Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, virðist ekki vera sáttur með þær tillögur sem ÍSÍ lagði til í dag; að æfingum og keppni verði frestað til 13. ágúst hið minnsta. 31. júlí 2020 20:00 Klara: Dagsetningin kom okkur í opna skjöldu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að dagsetningin sem ÍSÍ gaf út í dag; að hlé yrði gerð á æfingu og keppni 13. ágúst, sé ekki sú sem vonast var eftir en segir að heilsa landans sé í fyrsta sæti. 31. júlí 2020 17:57 Vill fresta æfingum og keppni sem krefjast snertinga til 13. ágúst Sóttvarnalæknir mælir með að hlé verði gert á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2020 16:45 Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26 Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07 KSÍ frestar leikjum til 5. ágúst Ljóst er að engir leikir í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna í fótbolta fara fram til 5. ágúst. 30. júlí 2020 15:22 Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30 Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Sjá meira
Arnar Sveinn Geirsson - forseti Leikmannasamtaka Íslands og hægri bakvörður Fylkis - var í viðtali við Mbl.is þar sem hann segir að leikmenn séu tilbúnir að leggja sitt á vogarskálarnar svo hægt verði að klára Íslandsmótið. Eins og staðan er í dag verður að öllum líkindum ekki leikið fyrr en í fyrsta lagi 13. ágúst. Hvort það verði með eða án áhorfenda á eftir að koma í ljós. „Það eru ekki komin skýr svör frá hvorki KSÍ né ÍSÍ varðandi hvernig æfingar eiga að fara fram. Ég er enginn sérfræðingur í þessu en miðað við hvernig þetta var síðast þegar það var sett tveggja metra regla voru æfingar ekki leyfðar nema með ströngum skilyrðum,“ sagði Arnar við Morgunblaðið. KSÍ mun funda með yfirvöldum eftir helgi og þá er Guðni Bergsson, formaður KSÍ, bjartsýnn á að mótið verði klárað. Arnar segir að leikmenn séu ekki beint æstir í að fara aftur í sama pakka og í vor. „Menn eru svartsýnir, sérstaklega í ljósi þess að þessi tími var ekkert sérstaklega skemmtilegur. Maður var að æfa einn eða kannski með einum eða tveimur öðrum í einhverjum hlaupaæfingum.“ „Maður veit ekkert hvað þetta varir lengi. Nú er búið að herða samkomubann í tvær vikur og KSÍ búið að fresta leikjum til 5. ágúst en það hefur enga aðra merkingu en að staðan verður tekin aftur þá,“ sagði Arnar einnig. „Ég held að leikmenn liðanna séu tilbúnir að gera það sem þarf til að klára mótið. Það er auðvitað ekki jafn skemmtilegt án áhorfenda. Ég held það sé vilji allra að spila en svo er spurning hvort félögin geta það. Geta þau haldið leiki og verið með fólk í gæslu þegar engar tekjur koma inn,“ sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Guðni bjartsýnn á að hægt sé að klára tímabilið Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að hægt verða að klára Íslandsmótið hér á landi. 2. ágúst 2020 12:00 Knattspyrnusambandið mun funda með yfirvöldum eftir helgi Knattspyrnusamband Íslands mun funda með yfirvöldum eftir helgi í von um að finna lausn á hvernig hægt sé að Íslandsmótinu í fótbolta áfram án þess að leikmenn né öðrum stafi hætta af. 1. ágúst 2020 15:30 „Af hverju mega vera 100 manna samkomur en það má ekki æfa fótbolta?“ Mikil umræða skapaðist í Mjólkurbikarmörkunum í gærkvöld þar sem farið var yfir alla leiki 16-liða úrslita, sem búnir eru. Einnig skapaðist mikil umræða í kringum frestun leikja og æfinga ásamt því hvernig skyldi tækla það sem eftir er af Íslandsmótinu í knattspyrnu. 1. ágúst 2020 09:50 „Leikmenn eru ekki vélar sem slökkva má á og endurræsa eftir þörfum“ Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, virðist ekki vera sáttur með þær tillögur sem ÍSÍ lagði til í dag; að æfingum og keppni verði frestað til 13. ágúst hið minnsta. 31. júlí 2020 20:00 Klara: Dagsetningin kom okkur í opna skjöldu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að dagsetningin sem ÍSÍ gaf út í dag; að hlé yrði gerð á æfingu og keppni 13. ágúst, sé ekki sú sem vonast var eftir en segir að heilsa landans sé í fyrsta sæti. 31. júlí 2020 17:57 Vill fresta æfingum og keppni sem krefjast snertinga til 13. ágúst Sóttvarnalæknir mælir með að hlé verði gert á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2020 16:45 Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26 Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07 KSÍ frestar leikjum til 5. ágúst Ljóst er að engir leikir í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna í fótbolta fara fram til 5. ágúst. 30. júlí 2020 15:22 Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30 Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Sjá meira
Guðni bjartsýnn á að hægt sé að klára tímabilið Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, er bjartsýnn á að hægt verða að klára Íslandsmótið hér á landi. 2. ágúst 2020 12:00
Knattspyrnusambandið mun funda með yfirvöldum eftir helgi Knattspyrnusamband Íslands mun funda með yfirvöldum eftir helgi í von um að finna lausn á hvernig hægt sé að Íslandsmótinu í fótbolta áfram án þess að leikmenn né öðrum stafi hætta af. 1. ágúst 2020 15:30
„Af hverju mega vera 100 manna samkomur en það má ekki æfa fótbolta?“ Mikil umræða skapaðist í Mjólkurbikarmörkunum í gærkvöld þar sem farið var yfir alla leiki 16-liða úrslita, sem búnir eru. Einnig skapaðist mikil umræða í kringum frestun leikja og æfinga ásamt því hvernig skyldi tækla það sem eftir er af Íslandsmótinu í knattspyrnu. 1. ágúst 2020 09:50
„Leikmenn eru ekki vélar sem slökkva má á og endurræsa eftir þörfum“ Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, virðist ekki vera sáttur með þær tillögur sem ÍSÍ lagði til í dag; að æfingum og keppni verði frestað til 13. ágúst hið minnsta. 31. júlí 2020 20:00
Klara: Dagsetningin kom okkur í opna skjöldu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að dagsetningin sem ÍSÍ gaf út í dag; að hlé yrði gerð á æfingu og keppni 13. ágúst, sé ekki sú sem vonast var eftir en segir að heilsa landans sé í fyrsta sæti. 31. júlí 2020 17:57
Vill fresta æfingum og keppni sem krefjast snertinga til 13. ágúst Sóttvarnalæknir mælir með að hlé verði gert á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2020 16:45
Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. 30. júlí 2020 12:26
Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 30. júlí 2020 14:07
KSÍ frestar leikjum til 5. ágúst Ljóst er að engir leikir í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna í fótbolta fara fram til 5. ágúst. 30. júlí 2020 15:22
Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. 31. júlí 2020 10:30