Fáir á ferðinni á Suðurlandi en lögregla með stíft eftirlit Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2020 09:56 Frá tjaldsvæðinu á Flúðum sem hefur verið vinsælt um verslunarmannahelgi undanfarin ár. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Engar stórir hópar fólks hafa komið saman á Suðurlandi við upphaf verslunarmannahelgar, að mati lögreglunnar á Suðurlandi. Þrátt fyrir það verður haft stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri bæði á vegum og við tjaldsvæði í umdæminu. Hert samkomubann sem tók gildi í gær þýðir að meiriháttar samkomur og hátíðir um verslunarmannahelgina hafa verið blásnar af. Þá þarf að takmarka fjölda gesta á tjaldsvæðum þar sem nú mega mest hundrað manns koma saman á einum stað og tryggja þarf tveggja metra fjarlægð á milli þeirra. Garðar Már Garðarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir Vísi að lögreglan hafi ekki þurft að hafa afskipti af tjaldsvæðum vegna mannfjölda. Svo virðist sem að fáir séu á ferðinni og að tjaldverðir passi vel upp á fjöldatakmarkanir. Engin alvarleg brot hafi komið inn á borð lögreglunni en eitthvað hafi verið um minniháttar ölvunarútköll og fíkniefna- og ölvunarakstursmál. „Það má eiginlega segja að eftir okkar bestu vitneskju séu hvergi neinir stórir hópar af fólki. Tjaldsvæðin bera þetta vel þegar þau passa upp á hundrað manna mörkin. Það hafa engar SMS-hátíðir borist til okkar. Helgin fer bara virkilega vel af stað,“ segir hann. Þrátt fyrir að mun minni umferð sé á Suðurlandi um verslunarmannahelgina nú en venjulega segir Garðar Már að lögreglan ætli að halda sig við stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri sem hafði þegar verið skipulagt. Lögreglan hefur meðal annars fengið fíkniefnaleitarhund að láni frá fangelsinu á Litla-Hrauni sem aðstoðar við að þefa slík efni uppi. „Við vorum búin að manna okkur vel upp fyrir þessa helgi og við ætlum að vera með mjög áberandi eftirlit,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. 1. ágúst 2020 07:54 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Engar stórir hópar fólks hafa komið saman á Suðurlandi við upphaf verslunarmannahelgar, að mati lögreglunnar á Suðurlandi. Þrátt fyrir það verður haft stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri bæði á vegum og við tjaldsvæði í umdæminu. Hert samkomubann sem tók gildi í gær þýðir að meiriháttar samkomur og hátíðir um verslunarmannahelgina hafa verið blásnar af. Þá þarf að takmarka fjölda gesta á tjaldsvæðum þar sem nú mega mest hundrað manns koma saman á einum stað og tryggja þarf tveggja metra fjarlægð á milli þeirra. Garðar Már Garðarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir Vísi að lögreglan hafi ekki þurft að hafa afskipti af tjaldsvæðum vegna mannfjölda. Svo virðist sem að fáir séu á ferðinni og að tjaldverðir passi vel upp á fjöldatakmarkanir. Engin alvarleg brot hafi komið inn á borð lögreglunni en eitthvað hafi verið um minniháttar ölvunarútköll og fíkniefna- og ölvunarakstursmál. „Það má eiginlega segja að eftir okkar bestu vitneskju séu hvergi neinir stórir hópar af fólki. Tjaldsvæðin bera þetta vel þegar þau passa upp á hundrað manna mörkin. Það hafa engar SMS-hátíðir borist til okkar. Helgin fer bara virkilega vel af stað,“ segir hann. Þrátt fyrir að mun minni umferð sé á Suðurlandi um verslunarmannahelgina nú en venjulega segir Garðar Már að lögreglan ætli að halda sig við stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri sem hafði þegar verið skipulagt. Lögreglan hefur meðal annars fengið fíkniefnaleitarhund að láni frá fangelsinu á Litla-Hrauni sem aðstoðar við að þefa slík efni uppi. „Við vorum búin að manna okkur vel upp fyrir þessa helgi og við ætlum að vera með mjög áberandi eftirlit,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. 1. ágúst 2020 07:54 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. 1. ágúst 2020 07:54