Sendiherra Póllands á Íslandi mun koma áhyggjum Íslandsdeildar Evrópuráðsins áleiðis Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. júlí 2020 22:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir er formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Vísir/Einar Sendiherra Póllands mun koma áhyggjum formanns Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins vegna uppsagnar Pólverja á Istanbúlsamningnum áleiðis til þeirra sem málið varða. Formaðurinn fundaði með sendiherranum í dag. Ákvörðun pólskra stjórnvalda um að segja sig frá Istanbúlsamningnum hefur vakið hörð viðbrögð á vettvangi Evrópuráðsþingsins og víðar, en samningurinn snýst um forvarnir og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. „Það hefur verið pólitísk umræða um það meðal ráðandi afla í Póllandi um að Istanbul samningurinn sé eitthvað annað en hann er,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Rósa Björk fundaði með Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands í dag þar sem hún kom þeim skilaboðum á framfæri að láti pólska ríkisstjórnin verða af því að segja sig frá samningnum muni það í raun þýða hættur fyrir konur og börn í Póllandi. Málið sé því grafalvarlegt. „Það bárust fréttir frá Póllandi, rétt áður en ég átti þennan fund með sendiherranum, þess efnis að forsætisráðherra Póllands hafi ákveðið að láta stjórnarskrárdómstól Póllands fara yfir Istanbul samninginn og skoða hvort hann standist stjórnarskrá landsins, sem að mínu mati mun gera,“ sagði Rósa Björk. Slíkt sýni að réttindi kvenna eiga undir högg að sækja í Evrópu. „Þess þá heldur þarf að halda vörð um þessa samninga eins og Istanbul samningurinn er. Þetta gríðarlega öfluga tæki til að tryggja réttindi kvenna,“ sagði Rósa Björk. Sendiherran mun koma skilaboðum Rósu áleiðis til þeirra sem málið varða í Póllandi. Á fundinum ræddu þau einnig málefni hinsegin fólks í þar í landi og bauð Rósa fram aðstoð Íslandsdeildarinnar í málaflokknum. „Ég mun fylgjast að sjálfsögðu með áfram og ég mun beita mér fyrir því í Evrópuráðinu að kvennréttindum verði haldið uppi.“ Pólland Tengdar fréttir Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00 Pólsk yfirvöld sögð undirbúa ritskoðun fjölmiðla Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla. 31. júlí 2020 17:07 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Sendiherra Póllands mun koma áhyggjum formanns Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins vegna uppsagnar Pólverja á Istanbúlsamningnum áleiðis til þeirra sem málið varða. Formaðurinn fundaði með sendiherranum í dag. Ákvörðun pólskra stjórnvalda um að segja sig frá Istanbúlsamningnum hefur vakið hörð viðbrögð á vettvangi Evrópuráðsþingsins og víðar, en samningurinn snýst um forvarnir og baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. „Það hefur verið pólitísk umræða um það meðal ráðandi afla í Póllandi um að Istanbul samningurinn sé eitthvað annað en hann er,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Rósa Björk fundaði með Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands í dag þar sem hún kom þeim skilaboðum á framfæri að láti pólska ríkisstjórnin verða af því að segja sig frá samningnum muni það í raun þýða hættur fyrir konur og börn í Póllandi. Málið sé því grafalvarlegt. „Það bárust fréttir frá Póllandi, rétt áður en ég átti þennan fund með sendiherranum, þess efnis að forsætisráðherra Póllands hafi ákveðið að láta stjórnarskrárdómstól Póllands fara yfir Istanbul samninginn og skoða hvort hann standist stjórnarskrá landsins, sem að mínu mati mun gera,“ sagði Rósa Björk. Slíkt sýni að réttindi kvenna eiga undir högg að sækja í Evrópu. „Þess þá heldur þarf að halda vörð um þessa samninga eins og Istanbul samningurinn er. Þetta gríðarlega öfluga tæki til að tryggja réttindi kvenna,“ sagði Rósa Björk. Sendiherran mun koma skilaboðum Rósu áleiðis til þeirra sem málið varða í Póllandi. Á fundinum ræddu þau einnig málefni hinsegin fólks í þar í landi og bauð Rósa fram aðstoð Íslandsdeildarinnar í málaflokknum. „Ég mun fylgjast að sjálfsögðu með áfram og ég mun beita mér fyrir því í Evrópuráðinu að kvennréttindum verði haldið uppi.“
Pólland Tengdar fréttir Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00 Pólsk yfirvöld sögð undirbúa ritskoðun fjölmiðla Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla. 31. júlí 2020 17:07 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00
Pólsk yfirvöld sögð undirbúa ritskoðun fjölmiðla Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla. 31. júlí 2020 17:07