Mikilvægt að grímur séu notaðar rétt ef þær eiga að virka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2020 16:07 Ása segir grímurnar ekki eiga að koma í staðinn fyrir aðrar sóttvarnaaðgerðir á borð við handþvott og tveggja metra regluna. Vísir/Getty/Samsett Grímunotkun er viðbót við aðrar almennar sóttvarnir á borð við handþvott og fjarlægðartakmörk, en ekki lausn frá þeim. Þetta segir verkefnastjóri sýkingavarna hjá sóttvarnalækni í samtali við Vísi. Mikilvægt er að grímur séu notaðar rétt ef þeir eiga að skila tilætluðum árangri. Hér má nálgast leiðbeiningar Landlæknis og Sóttvarnalæknis um notkun gríma. „Tveggja metra reglan er aðalatriðið. Þegar maður getur á maður frekar að reyna að vera tvo metra frá fólki heldur en að setja upp grímu. Við leggju mjög mikla áherslu á það að hlífðargríman kemur ekki í staðinn fyrir almennar sóttvarnir. Hún er bara viðbót,“ segir Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá sóttvarnalækni. Hún segir það ekki ganga upp, með tilliti til sóttvarna, að troða fjölda fólks inn í lítið rými og segja öllum að vera með grímu. Grímurnar séu hugsaðar sem úrræði sem hægt verði að grípa til þegar ekki er hægt að framfylgja tveggja metra reglunni. „Það á ekki að misnota grímurnar þannig. Við mælum með því að fólk noti grímur þegar það er í þröngu afmörkuðu rými, eins og til dæmis í rútu,“ segir Ása. Hún bendir einnig á innanlandsflug, þar sem augljóst er að ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks í fullri vél. Þar komi grímurnar að notum. Geta veitt falskt öryggi Ása segir þá að sóttvarnayfirvöld vilji fá fólk til þess að hugsa hvort og þá hvenær það þurfi raunverulega að bera grímu. Þá sé gott að hafa í huga hversu nálægt næsta manni fólk kemur til með að vera og hversu lengi. Hún segir að í smitrakningu sé miðað við innan við tveggja metra nánd í meira en 15 mínútur. „Ástæðan fyrir því að við erum ekki löngu búin að biðja fólk um að vera með grímur er að við höfum náð góðum árangri í að ráða niðurlögum smita án þess að segja almenningi að nota grímur,“ segir Ása og bætir við að grímur geti auðveldlega valdið falskri öryggiskennd hjá fólki. „Fólki líður oft eins og það sé bara hólpið ef það er með grímu, jafnvel blauta og notaða, en það er alls ekki svo.“ Ása segir mikilvægt að fólk átti sig á því að grímur verði mjög mengaðar þegar búið er að anda í gegn um þær í ákveðinn tíma. Því þurfi að skipta út einnota grímum reglulega. Sömuleiðis þurfi reglulega að þvo fjölnota grímur minnst einu sinni á dag. „Ef þú snertir grímuna verður þú að þrífa hendurnar. Við mælum með því að fólk þvoi sér um hendurnar og spritti áður en það setur grímuna á sig og ef það kemur við grímuna þá þvoi það hendurnar líka. Svo þegar það tekur grímuna af sér á það að snerta hana sem minnst, setja hana beint í ruslið og þvo hendur og spritta.“ Grímurnar eigi að verja aðra Hlutverk grímunnar er að fanga dropa sem koma úr munni þess sem ber hana þegar viðkomandi andar og talar. Meginhlutverkið er því að forða því að viðkomandi smiti aðra. „Þessir stærri droparnir, það eru þeir sem bera smitefni veirunnar. Þeir sem eru með veiruna dreifa henni þegar þeir gefa frá sér þessa dropa. Þeir hníga um það bil 90 sentimetra frá manni. Þess vegna er þetta tveggja metra bil sem mælt er með. Maður vill vera öruggur um að dropinn nái ekki lengra.“ Margnota grímur, sem þó nokkur íslensk fyrirtæki selja, segir Ása að þurfi að vera minnst þriggja laga. Þá segir hún allar grímur, ein- og fjölnota, þurfa að hylja andlitið frá ofanverðu nefi og niður undir höku, ef notkun þeirra á að skila árangri. Þá er æskilegt að sem minnst rými sé milli andlits og grímunnar. „Þegar fólk er að setja grímuna undir hökuna gerir hún ekkert gagn. Þegar fólk setur hana á ennið, eins og einhverja biðstöðugrímu, gerir hún ekkert gagn. Skítug gríma og blaut, eða rök, gerir líka lítið sem ekkert gagn.“ Þá ráðleggur Ása þeim sem hyggja á grímukaup að ganga úr skugga um að þær séu í CE-merktum umbúðum. Slíkar grímur séu í samræmi við evrópskra staðla um gerð þeirra. „Gríman er fyrst og fremst gróf sía,“ segir Ása og ítrekar að grímur komi ekki í stað annarra sóttvarnaaðgerða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Grímunotkun er viðbót við aðrar almennar sóttvarnir á borð við handþvott og fjarlægðartakmörk, en ekki lausn frá þeim. Þetta segir verkefnastjóri sýkingavarna hjá sóttvarnalækni í samtali við Vísi. Mikilvægt er að grímur séu notaðar rétt ef þeir eiga að skila tilætluðum árangri. Hér má nálgast leiðbeiningar Landlæknis og Sóttvarnalæknis um notkun gríma. „Tveggja metra reglan er aðalatriðið. Þegar maður getur á maður frekar að reyna að vera tvo metra frá fólki heldur en að setja upp grímu. Við leggju mjög mikla áherslu á það að hlífðargríman kemur ekki í staðinn fyrir almennar sóttvarnir. Hún er bara viðbót,“ segir Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá sóttvarnalækni. Hún segir það ekki ganga upp, með tilliti til sóttvarna, að troða fjölda fólks inn í lítið rými og segja öllum að vera með grímu. Grímurnar séu hugsaðar sem úrræði sem hægt verði að grípa til þegar ekki er hægt að framfylgja tveggja metra reglunni. „Það á ekki að misnota grímurnar þannig. Við mælum með því að fólk noti grímur þegar það er í þröngu afmörkuðu rými, eins og til dæmis í rútu,“ segir Ása. Hún bendir einnig á innanlandsflug, þar sem augljóst er að ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks í fullri vél. Þar komi grímurnar að notum. Geta veitt falskt öryggi Ása segir þá að sóttvarnayfirvöld vilji fá fólk til þess að hugsa hvort og þá hvenær það þurfi raunverulega að bera grímu. Þá sé gott að hafa í huga hversu nálægt næsta manni fólk kemur til með að vera og hversu lengi. Hún segir að í smitrakningu sé miðað við innan við tveggja metra nánd í meira en 15 mínútur. „Ástæðan fyrir því að við erum ekki löngu búin að biðja fólk um að vera með grímur er að við höfum náð góðum árangri í að ráða niðurlögum smita án þess að segja almenningi að nota grímur,“ segir Ása og bætir við að grímur geti auðveldlega valdið falskri öryggiskennd hjá fólki. „Fólki líður oft eins og það sé bara hólpið ef það er með grímu, jafnvel blauta og notaða, en það er alls ekki svo.“ Ása segir mikilvægt að fólk átti sig á því að grímur verði mjög mengaðar þegar búið er að anda í gegn um þær í ákveðinn tíma. Því þurfi að skipta út einnota grímum reglulega. Sömuleiðis þurfi reglulega að þvo fjölnota grímur minnst einu sinni á dag. „Ef þú snertir grímuna verður þú að þrífa hendurnar. Við mælum með því að fólk þvoi sér um hendurnar og spritti áður en það setur grímuna á sig og ef það kemur við grímuna þá þvoi það hendurnar líka. Svo þegar það tekur grímuna af sér á það að snerta hana sem minnst, setja hana beint í ruslið og þvo hendur og spritta.“ Grímurnar eigi að verja aðra Hlutverk grímunnar er að fanga dropa sem koma úr munni þess sem ber hana þegar viðkomandi andar og talar. Meginhlutverkið er því að forða því að viðkomandi smiti aðra. „Þessir stærri droparnir, það eru þeir sem bera smitefni veirunnar. Þeir sem eru með veiruna dreifa henni þegar þeir gefa frá sér þessa dropa. Þeir hníga um það bil 90 sentimetra frá manni. Þess vegna er þetta tveggja metra bil sem mælt er með. Maður vill vera öruggur um að dropinn nái ekki lengra.“ Margnota grímur, sem þó nokkur íslensk fyrirtæki selja, segir Ása að þurfi að vera minnst þriggja laga. Þá segir hún allar grímur, ein- og fjölnota, þurfa að hylja andlitið frá ofanverðu nefi og niður undir höku, ef notkun þeirra á að skila árangri. Þá er æskilegt að sem minnst rými sé milli andlits og grímunnar. „Þegar fólk er að setja grímuna undir hökuna gerir hún ekkert gagn. Þegar fólk setur hana á ennið, eins og einhverja biðstöðugrímu, gerir hún ekkert gagn. Skítug gríma og blaut, eða rök, gerir líka lítið sem ekkert gagn.“ Þá ráðleggur Ása þeim sem hyggja á grímukaup að ganga úr skugga um að þær séu í CE-merktum umbúðum. Slíkar grímur séu í samræmi við evrópskra staðla um gerð þeirra. „Gríman er fyrst og fremst gróf sía,“ segir Ása og ítrekar að grímur komi ekki í stað annarra sóttvarnaaðgerða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira