Skjálfti upp á 3,4 við Grindavík Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2020 06:29 Mynd tekin af Grindavík í vor, þegar enn var snjór í túnum. Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson Jarðskjálfti að stærð 3,4 mældist skömmu fyrir klukkan 4 í nótt, rúmum þremur kílómetrum austur af Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Jarðvísindamaður á Veðurstofunni segir nokkra eftirskjálfta hafa mælst í kjölfarið og að þeirra stærstur hafi verið 2,2 að stærð. Þrátt fyrir að hrinan hafi átt upptök sín skammt frá Grindavík segir jarðvísindamaðurinn að Veðurstofunni hafi ekki borist neinar tilkynningar um að skjálftinn á fjórða tímanum hafi fundist í byggð. Alls hafa 13 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Skjálftarnir teljast til hrinunnar sem hófst á svæðinu aðfaranótt 19. júlí. Stærsti skjálfti í hrinunni mældist síðar sama dag. Sá var að stærð 5,0 og fylgdu honum nokkrir snarpir eftirskjálftar og fundust þeir víða. Aðeins hefur þó dregið úr virkninni síðustu daga. Sem fyrr segir var skjálftinn í nótt skammt frá Fagradalsfjalli. Gervihnattamyndir af svæðinu bera með sér skýr merki um yfirborðsbreytingar „sem samsvarar hér um bil 3 cm færslu um sprungu sem liggur í NA-SV rétt við Fagradalsfjall,“ eins og það er orðað á vef Veðurstofunnar. Hrinan, sem nú er í gangi, er túlkuð sem hluti af lengri atburðarrás sem hófst á Reykjanesskaganum í enda árs 2019 og hefur náð allt frá Eldey fyrir vestan, og að Krýsuvík fyrir austan. Veðurstofan segir að þessi virkni, sem samanstendur bæði af jarðskjálfavirkni og mögulegum kvikuinnskotum, geti verið löng og kaflaskipt. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 3,4 mældist skömmu fyrir klukkan 4 í nótt, rúmum þremur kílómetrum austur af Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Jarðvísindamaður á Veðurstofunni segir nokkra eftirskjálfta hafa mælst í kjölfarið og að þeirra stærstur hafi verið 2,2 að stærð. Þrátt fyrir að hrinan hafi átt upptök sín skammt frá Grindavík segir jarðvísindamaðurinn að Veðurstofunni hafi ekki borist neinar tilkynningar um að skjálftinn á fjórða tímanum hafi fundist í byggð. Alls hafa 13 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Skjálftarnir teljast til hrinunnar sem hófst á svæðinu aðfaranótt 19. júlí. Stærsti skjálfti í hrinunni mældist síðar sama dag. Sá var að stærð 5,0 og fylgdu honum nokkrir snarpir eftirskjálftar og fundust þeir víða. Aðeins hefur þó dregið úr virkninni síðustu daga. Sem fyrr segir var skjálftinn í nótt skammt frá Fagradalsfjalli. Gervihnattamyndir af svæðinu bera með sér skýr merki um yfirborðsbreytingar „sem samsvarar hér um bil 3 cm færslu um sprungu sem liggur í NA-SV rétt við Fagradalsfjall,“ eins og það er orðað á vef Veðurstofunnar. Hrinan, sem nú er í gangi, er túlkuð sem hluti af lengri atburðarrás sem hófst á Reykjanesskaganum í enda árs 2019 og hefur náð allt frá Eldey fyrir vestan, og að Krýsuvík fyrir austan. Veðurstofan segir að þessi virkni, sem samanstendur bæði af jarðskjálfavirkni og mögulegum kvikuinnskotum, geti verið löng og kaflaskipt.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira