Zlatan Ibrahimović í sérflokki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júlí 2020 08:31 Hinn 38 ára gamli Zlatan stökk manna hæst er Milan valtaði yfir Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Paolo Rattini/Getty Images Hinn sænski Zlatan Ibrahimovic skoraði tvö mörk í 4-1 sigri AC Milan á Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Með því skráði hann sig í sögubækurnar enn á ný en hann er nú eini leikmaður sögunnar til að skora 50 deildarmörk - eða fleiri - fyrir erkifjendurnar í AC og Inter Milan. Sá sænski verður 39 ára í október en virðist hvergi nærri hættur. Hann hefur verið orðaður við heimkomu til Svíþjóðar þar sem hann er nú einn eiganda úrvalsdeildarliðsins Hammarby. Það er hins vegar ljóst að AC Milan vill halda í kappann enda gulls í gildi á vellinum. Zlatan Ibrahimovi is the first player to score 50 Serie A goals for both Inter and AC Milan. 57 goals 50 goals107 for the city in total. pic.twitter.com/gB1MgKDv0h— Squawka Football (@Squawka) July 29, 2020 Zlatan var í herbúðum Inter frá árunum 2006 til 2009. Yfirgaf hann félagið fyrir Barcelona þar sem hann vildi auka möguleika sína á að vinna Meistaradeild Evrópu. Kaldhæðni örlaganna samkvæmt þá vann Inter – undir stjórn José Mourinho – að sjálfsögðu Meistaradeildina strax ári síðar. Það var svo um haustið 2010 sem hann var lánaður til AC Milan. Hann var svo keyptur ári síðar en var þó aftur á faraldsfæti að því tímabili loknu. Zlatan mætti svo enn á ný á San Siro-leikvanginn í Mílanó í janúar á þessu ári. Alls hefur hann skorað níu mörk í þeim 17 leikjum sem hann hefur leikið fyrir Milan á tímabilinu. Þá hefur hann einnig lagt upp fimm mörk. Ef þið hlustið vel getið þið heyrt ljónsöskur Zlatan er hann fagnaði öðru marka sinna í gær.vísir/getty Þegar ein umferð er eftir af Serie A-deildinni er ljóst að Milan er öruggt með 6. sæti deildarinnar en það gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt hefur Zlatan spilað 760 mótsleiki á ferlinum, skorað 466 mörk og lagt upp 185. Hefur hann skorað samtals 66 mörk fyrir bæði AC Milan og Inter. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Hinn sænski Zlatan Ibrahimovic skoraði tvö mörk í 4-1 sigri AC Milan á Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Með því skráði hann sig í sögubækurnar enn á ný en hann er nú eini leikmaður sögunnar til að skora 50 deildarmörk - eða fleiri - fyrir erkifjendurnar í AC og Inter Milan. Sá sænski verður 39 ára í október en virðist hvergi nærri hættur. Hann hefur verið orðaður við heimkomu til Svíþjóðar þar sem hann er nú einn eiganda úrvalsdeildarliðsins Hammarby. Það er hins vegar ljóst að AC Milan vill halda í kappann enda gulls í gildi á vellinum. Zlatan Ibrahimovi is the first player to score 50 Serie A goals for both Inter and AC Milan. 57 goals 50 goals107 for the city in total. pic.twitter.com/gB1MgKDv0h— Squawka Football (@Squawka) July 29, 2020 Zlatan var í herbúðum Inter frá árunum 2006 til 2009. Yfirgaf hann félagið fyrir Barcelona þar sem hann vildi auka möguleika sína á að vinna Meistaradeild Evrópu. Kaldhæðni örlaganna samkvæmt þá vann Inter – undir stjórn José Mourinho – að sjálfsögðu Meistaradeildina strax ári síðar. Það var svo um haustið 2010 sem hann var lánaður til AC Milan. Hann var svo keyptur ári síðar en var þó aftur á faraldsfæti að því tímabili loknu. Zlatan mætti svo enn á ný á San Siro-leikvanginn í Mílanó í janúar á þessu ári. Alls hefur hann skorað níu mörk í þeim 17 leikjum sem hann hefur leikið fyrir Milan á tímabilinu. Þá hefur hann einnig lagt upp fimm mörk. Ef þið hlustið vel getið þið heyrt ljónsöskur Zlatan er hann fagnaði öðru marka sinna í gær.vísir/getty Þegar ein umferð er eftir af Serie A-deildinni er ljóst að Milan er öruggt með 6. sæti deildarinnar en það gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt hefur Zlatan spilað 760 mótsleiki á ferlinum, skorað 466 mörk og lagt upp 185. Hefur hann skorað samtals 66 mörk fyrir bæði AC Milan og Inter.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira