Kjartan: Blikar voru frábærir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2020 22:16 Kjartan Stefánsson segir að Fylkiskonur hafi misst dampinn á síðustu vikum eftir góða byrjun á tímabilinu. vísir/bára Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, sagði að Árbæingar hefðu mætt ofjörlum sínum þegar Breiðablik kom í heimsókn í kvöld. Blikar léku á alls oddi í fyrri hálfleik og skoruðu þá öll sín fjögur mörk. „Blikar voru yfir í öllu og mikið betri en við í dag,“ sagði Kjartan í samtali við Vísi eftir leikinn á Würth-vellinum. Hann hefði viljað sjá sitt lið gera betur í leiknum, jafnvel þótt við ofurefli hefði verið að etja. „Blikar voru frábærir í þessum leik. Við vorum kannski frá okkar besta. Það sem ég er ósáttastur með er hvað við fáum á okkur mörg mörk úr föstum leikatriðum. Við stóðum of langt frá og gáfum þeim of mikið svæði. Það eru kannski leiðindin í þessu. Svo sköpuðum við okkur ekki mikið.“ Staðan var 0-4 í hálfleik og úrslitin nánast ráðin. Fylkiskonur náðu þó að bjarga andlitinu í seinni hálfleik og héldu hreinu í honum. „Við ætluðum a.m.k. að koma út á völlinn og vera þéttari og reyna að sækja að sama skapi. En klárlega þurftum við að svara og ekki tapa seinni hálfleiknum. Við ætluðum að gefa þeim leik hérna í kvöld en þær voru bara þetta góðar og tóku okkur,“ sagði Kjartan. Fylkiskonur hafa ekki spilað vel í síðustu leikjum þótt fyrsta tapið hafi ekki komið fyrr en í kvöld. „Ég hef ekki áhyggjur af þessu en við höfum misst taktinn. Kannski fórum við ekki vel út úr sóttkvínni og þurfum að svara því,“ sagði Kjartan en líkt og Breiðablik og KR þurfti Fylkir að fara í tveggja vikna sóttkví. Hún virðist hafa farið verst í Fylki af þessum þremur liðum. Kjartan segir kærkomið að fá smá tíma til að anda núna en næsti leikur Fylkis er ekki fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku. „Við komumst loksins í frí. Þetta er bara endalaus endurheimt og undirbúningur fyrir leiki. Maður getur varla tekið alvöru æfingu,“ sagði Kjartan að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Breiðablik Tengdar fréttir Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, sagði að Árbæingar hefðu mætt ofjörlum sínum þegar Breiðablik kom í heimsókn í kvöld. Blikar léku á alls oddi í fyrri hálfleik og skoruðu þá öll sín fjögur mörk. „Blikar voru yfir í öllu og mikið betri en við í dag,“ sagði Kjartan í samtali við Vísi eftir leikinn á Würth-vellinum. Hann hefði viljað sjá sitt lið gera betur í leiknum, jafnvel þótt við ofurefli hefði verið að etja. „Blikar voru frábærir í þessum leik. Við vorum kannski frá okkar besta. Það sem ég er ósáttastur með er hvað við fáum á okkur mörg mörk úr föstum leikatriðum. Við stóðum of langt frá og gáfum þeim of mikið svæði. Það eru kannski leiðindin í þessu. Svo sköpuðum við okkur ekki mikið.“ Staðan var 0-4 í hálfleik og úrslitin nánast ráðin. Fylkiskonur náðu þó að bjarga andlitinu í seinni hálfleik og héldu hreinu í honum. „Við ætluðum a.m.k. að koma út á völlinn og vera þéttari og reyna að sækja að sama skapi. En klárlega þurftum við að svara og ekki tapa seinni hálfleiknum. Við ætluðum að gefa þeim leik hérna í kvöld en þær voru bara þetta góðar og tóku okkur,“ sagði Kjartan. Fylkiskonur hafa ekki spilað vel í síðustu leikjum þótt fyrsta tapið hafi ekki komið fyrr en í kvöld. „Ég hef ekki áhyggjur af þessu en við höfum misst taktinn. Kannski fórum við ekki vel út úr sóttkvínni og þurfum að svara því,“ sagði Kjartan en líkt og Breiðablik og KR þurfti Fylkir að fara í tveggja vikna sóttkví. Hún virðist hafa farið verst í Fylki af þessum þremur liðum. Kjartan segir kærkomið að fá smá tíma til að anda núna en næsti leikur Fylkis er ekki fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku. „Við komumst loksins í frí. Þetta er bara endalaus endurheimt og undirbúningur fyrir leiki. Maður getur varla tekið alvöru æfingu,“ sagði Kjartan að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Breiðablik Tengdar fréttir Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52