Nýta helgina til að undirbúa sig undir samkomubannið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2020 23:28 Starfsmenn Krónunnar nýta nú helgina til að undirbúa sig undir samkomubann sem hefst á mánudag. Starfsmenn munu sjá til þess að ekki sé minna en tveggja metra bil á milli viðskiptavina í biðröðum auk þess sem passað verður upp á að aldrei fleiri en hundrað verði inni í einu. Á mánudaginn hefst fjögurra vikna samkomubann og miðast bannið við hundrað manna samkomur. Þurfa hin ýmsu fyrirtæki að gera ráðstafanir. Þar á meðal matvöruverslanir en Krónan hefur nýtt helgina til undirbúnings. „Við erum að undirbúa okkur undir mánudaginn. Það eru tilmæli um að það megi ekki koma fleiri en hundrað manns inn í verslun í einu og við munum byrja að telja inn strax á mánudag. við eigum ekki von á því að þurfa að hleypa inn í hollum það er svona helst í stærri verslunum okkar á háannatíma sem það gæti komið til,“ sagði Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar. Búið er að koma upp handspritti við inngang verslana auk plasthanska fyrir viðskiptavini. „Allir okkar ferlar taka mið af tilmælum almannavarna þannig við erum núna búin að auka þrif gríðarlega. Við erum að þrífa alla snertifleti mjög oft. Sjálfsafgreiðslukassar eru þrifnir á hálftíma fresti og svo erum við að bjóða viðskiptavinum okkar upp á spritt og hanska við inngang og útgang og mælumst til þess að fólk noti þá,“ sagði Hjördís. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að setja lausar vörur í plast til að stemma stigum við smithættu. „Opnunartíminn okkar er mjög rúmur. Í mörgun verslunum opnar klukkan 9 og er opið til 21. Verslanir okkar eru mjög rúmar og það auðveldar viðskiptavinum að halda fjarlægð og við mælumst til að þeir haldi tveggja metra fjarlægð,“ sagði Hjördís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fór ég suður fer fram þrátt fyrir samkomubann: „Ekki koma samt“ Forsvarsmenn vestfirsku tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður ætla að halda ótrauð áfram þrátt fyrir samkomubann. Hátíðin verður haldin en þó með breyttu sniði. 14. mars 2020 18:48 Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56 Talið inn í búðirnar og út úr þeim Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. 13. mars 2020 14:26 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Starfsmenn Krónunnar nýta nú helgina til að undirbúa sig undir samkomubann sem hefst á mánudag. Starfsmenn munu sjá til þess að ekki sé minna en tveggja metra bil á milli viðskiptavina í biðröðum auk þess sem passað verður upp á að aldrei fleiri en hundrað verði inni í einu. Á mánudaginn hefst fjögurra vikna samkomubann og miðast bannið við hundrað manna samkomur. Þurfa hin ýmsu fyrirtæki að gera ráðstafanir. Þar á meðal matvöruverslanir en Krónan hefur nýtt helgina til undirbúnings. „Við erum að undirbúa okkur undir mánudaginn. Það eru tilmæli um að það megi ekki koma fleiri en hundrað manns inn í verslun í einu og við munum byrja að telja inn strax á mánudag. við eigum ekki von á því að þurfa að hleypa inn í hollum það er svona helst í stærri verslunum okkar á háannatíma sem það gæti komið til,“ sagði Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar. Búið er að koma upp handspritti við inngang verslana auk plasthanska fyrir viðskiptavini. „Allir okkar ferlar taka mið af tilmælum almannavarna þannig við erum núna búin að auka þrif gríðarlega. Við erum að þrífa alla snertifleti mjög oft. Sjálfsafgreiðslukassar eru þrifnir á hálftíma fresti og svo erum við að bjóða viðskiptavinum okkar upp á spritt og hanska við inngang og útgang og mælumst til þess að fólk noti þá,“ sagði Hjördís. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að setja lausar vörur í plast til að stemma stigum við smithættu. „Opnunartíminn okkar er mjög rúmur. Í mörgun verslunum opnar klukkan 9 og er opið til 21. Verslanir okkar eru mjög rúmar og það auðveldar viðskiptavinum að halda fjarlægð og við mælumst til að þeir haldi tveggja metra fjarlægð,“ sagði Hjördís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fór ég suður fer fram þrátt fyrir samkomubann: „Ekki koma samt“ Forsvarsmenn vestfirsku tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður ætla að halda ótrauð áfram þrátt fyrir samkomubann. Hátíðin verður haldin en þó með breyttu sniði. 14. mars 2020 18:48 Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56 Talið inn í búðirnar og út úr þeim Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. 13. mars 2020 14:26 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Aldrei fór ég suður fer fram þrátt fyrir samkomubann: „Ekki koma samt“ Forsvarsmenn vestfirsku tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður ætla að halda ótrauð áfram þrátt fyrir samkomubann. Hátíðin verður haldin en þó með breyttu sniði. 14. mars 2020 18:48
Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56
Talið inn í búðirnar og út úr þeim Verslunarmenn munu telja þá viðskiptavini sem fara inn í búðirnar og sömuleiðis þá sem fara út úr þeim. Þetta sé nauðsynlegt til að farið verði að reglum um samkomubann. 13. mars 2020 14:26