Sagði mótmælendur vera að ráðast gegn ríkisstjórninni Andri Eysteinsson skrifar 28. júlí 2020 23:49 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Getty/Chip Somodevilla Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. Þingnefndin, sem er að mestu skipuð Demókrötum, fór yfir víðan völl og yfirheyrðu Barr um fjölmörg mál sem hann hefur komið að á meðan hann hefur gegnt embætti dómsmálaráðherra. Um er að ræða fyrsta skipti sem Barr fer fyrir þingnefnd frá því að hann hóf störf í febrúar 2019. Barr var gagnrýndur fyrir að hafa sent alríkislögreglumenn til þess að kveða niður mótmæli í fjölda borga víða um Bandaríkin. Þar á meðal Portland þar sem mótmælendur hafa látið í sér heyra 61 kvöld í röð eftir dauða George Floyd í Minnesota í maí. Floyd lést í höndum lögreglu eftir að lögreglumaðurinn Derek Chauvin hafði þrýst hné sínu á háls Floyd í meira en átta mínútur. Formaður nefndarinnar, Jerrold Nadler, sakaði Barr um að senda lögreglumennina til borgarinnar til þess að stuðla að endurkjöri Donald Trump í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember. „Forsetinn vill myndefni fyrir auglýsingaherferð framboðs hans og þú færir honum það sem hann óskaði eftir,“ sagði Nadler og bætti við að Barr væri að stuðla að ótta og ofbeldi til þess að ná forskoti. „Skammastu þín hr. Barr, skammastu þín,“ sagði formaðurinn. Barr svaraði ásökunum og sagði að alríkislögreglumenn væru ekki að stofna til illinda. „Við erum að verjast,“ sagði Barr og bætti við að lögreglumennirnir væru ekki að reyna að bæla mótmælin niður. Honum til stuðnings sýndi Jim Jordan, hæst setti Repúblikani nefndarinnar átta mínútna langt myndband sem sýndi árekstra og átök milli lögreglumanna og mótmælenda í mótmælunum sem hafa farið fram víðs vegar um Bandaríkin. „Eftir dauða George Floyd, hafa ofbeldisfullir óeirðarmenn og stjórnleysingjar nýtt sér góð og gild mótmæli til þess að valda eyðileggingu og til að skaða saklaus fórnarlömb,“ sagði Barr sem kom forseta sínum, Donald Trump, til varnar þegar ákvörðun um að ryðja skuli burtu mótmælendum við Hvíta húsið í byrjun júní var gagnrýnd. Forsetinn var harðlega gagnrýndur á sínum tíma fyrir þá ákvörðun sem var tekin til þess að hægt yrði að mynda Trump með Biblíu. Þá varði hann einnig aðfarir dómstóla gegn samstarfsmönnum Trump sem hafa verið gagnrýndar og ákæruvöld ekki sögð hafa sýnt næga hörku. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. Þingnefndin, sem er að mestu skipuð Demókrötum, fór yfir víðan völl og yfirheyrðu Barr um fjölmörg mál sem hann hefur komið að á meðan hann hefur gegnt embætti dómsmálaráðherra. Um er að ræða fyrsta skipti sem Barr fer fyrir þingnefnd frá því að hann hóf störf í febrúar 2019. Barr var gagnrýndur fyrir að hafa sent alríkislögreglumenn til þess að kveða niður mótmæli í fjölda borga víða um Bandaríkin. Þar á meðal Portland þar sem mótmælendur hafa látið í sér heyra 61 kvöld í röð eftir dauða George Floyd í Minnesota í maí. Floyd lést í höndum lögreglu eftir að lögreglumaðurinn Derek Chauvin hafði þrýst hné sínu á háls Floyd í meira en átta mínútur. Formaður nefndarinnar, Jerrold Nadler, sakaði Barr um að senda lögreglumennina til borgarinnar til þess að stuðla að endurkjöri Donald Trump í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember. „Forsetinn vill myndefni fyrir auglýsingaherferð framboðs hans og þú færir honum það sem hann óskaði eftir,“ sagði Nadler og bætti við að Barr væri að stuðla að ótta og ofbeldi til þess að ná forskoti. „Skammastu þín hr. Barr, skammastu þín,“ sagði formaðurinn. Barr svaraði ásökunum og sagði að alríkislögreglumenn væru ekki að stofna til illinda. „Við erum að verjast,“ sagði Barr og bætti við að lögreglumennirnir væru ekki að reyna að bæla mótmælin niður. Honum til stuðnings sýndi Jim Jordan, hæst setti Repúblikani nefndarinnar átta mínútna langt myndband sem sýndi árekstra og átök milli lögreglumanna og mótmælenda í mótmælunum sem hafa farið fram víðs vegar um Bandaríkin. „Eftir dauða George Floyd, hafa ofbeldisfullir óeirðarmenn og stjórnleysingjar nýtt sér góð og gild mótmæli til þess að valda eyðileggingu og til að skaða saklaus fórnarlömb,“ sagði Barr sem kom forseta sínum, Donald Trump, til varnar þegar ákvörðun um að ryðja skuli burtu mótmælendum við Hvíta húsið í byrjun júní var gagnrýnd. Forsetinn var harðlega gagnrýndur á sínum tíma fyrir þá ákvörðun sem var tekin til þess að hægt yrði að mynda Trump með Biblíu. Þá varði hann einnig aðfarir dómstóla gegn samstarfsmönnum Trump sem hafa verið gagnrýndar og ákæruvöld ekki sögð hafa sýnt næga hörku.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira