Gáfu jákvæðar umsagnir um áfengissölu og styrktartónleika um verslunarmannahelgi Andri Eysteinsson skrifar 28. júlí 2020 21:47 Stefnt er að því að skemmta sér í Eyjum þrátt fyrir að Þjóðhátíð hafi verið blásin af. Vísir/Vilhelm Vestmannaeyjabær veitti í dag jákvæðar umsagnir við fimm umsóknum sem komu fyrir bæjarráð Vestmannaeyjabæjar í dag. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu þúsundir manna flykkst til Vestmannaeyja um næstu helgi vegna Þjóðhátíðar sem haldin hefur verið um verslunarmannahelgi í áraraðir. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur hátíðinni verið aflýst en Eyjamenn eru hvergi að baki dottnir. Enn er búist við nokkrum fjölda til Eyja um næstu helgi og hefur lögreglan minnt á að reglum um fjöldatakmarkanir verði framfylgt þó að ekki verði af þjóðhátíð. Lagðar voru inn umsóknir um leyfi vegna áfengissölu, brennu og skemmtanahalds um næstu helgi. Vestmannaeyjabær veitti umsóknum Krárinnar ehf, 900 Grillhúss ehf. og the Brothers Brewery jákvæðar umsagnir en umsækjendur höfðu sótt um leyfi til sölu áfengis utandyra í tilefni Þjóðhátíðarhelgarinnar. Umsagnirnar eru veittar með fyrirvara um jákvæðar umsagnir hlutaðeigandi eftirlitsaðila. Þá var veitt jákvæð umsögn um umsókn um leyfi til að halda stóra brennu við Fjósaklett á föstudaginn líkt og hefð hefur verið fyrir á Þjóðhátíð. Þá var einnig gefið grænt ljós á styrktartónleika til styrktar ÍBV frá klukkan 23:00 1. ágúst til 03:30 2. ágúst. Tekið er fram í umsókn að um sé að ræða tækifærisleyfi án sölu áfengis. Tónleikarnir munu fara fram á bílastæði bak við húsið við Strandveg 30. Á sama tíma hafa Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld gefið út að til skoðunar sé hvort að herða þurfi gildandi samkomutakmarkanir og koma aftur á tveggja metra reglunni. Yfirvöld hafi áhyggjur af komandi helgi vegna ferðalaga landsmanna og hættu á dreifingu smits í samfélaginu. Fjórtán virk innanlandssmit eru í landinu en ekki hefur tekist að rekja tvö smit. Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Vestmannaeyjabær veitti í dag jákvæðar umsagnir við fimm umsóknum sem komu fyrir bæjarráð Vestmannaeyjabæjar í dag. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu þúsundir manna flykkst til Vestmannaeyja um næstu helgi vegna Þjóðhátíðar sem haldin hefur verið um verslunarmannahelgi í áraraðir. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur hátíðinni verið aflýst en Eyjamenn eru hvergi að baki dottnir. Enn er búist við nokkrum fjölda til Eyja um næstu helgi og hefur lögreglan minnt á að reglum um fjöldatakmarkanir verði framfylgt þó að ekki verði af þjóðhátíð. Lagðar voru inn umsóknir um leyfi vegna áfengissölu, brennu og skemmtanahalds um næstu helgi. Vestmannaeyjabær veitti umsóknum Krárinnar ehf, 900 Grillhúss ehf. og the Brothers Brewery jákvæðar umsagnir en umsækjendur höfðu sótt um leyfi til sölu áfengis utandyra í tilefni Þjóðhátíðarhelgarinnar. Umsagnirnar eru veittar með fyrirvara um jákvæðar umsagnir hlutaðeigandi eftirlitsaðila. Þá var veitt jákvæð umsögn um umsókn um leyfi til að halda stóra brennu við Fjósaklett á föstudaginn líkt og hefð hefur verið fyrir á Þjóðhátíð. Þá var einnig gefið grænt ljós á styrktartónleika til styrktar ÍBV frá klukkan 23:00 1. ágúst til 03:30 2. ágúst. Tekið er fram í umsókn að um sé að ræða tækifærisleyfi án sölu áfengis. Tónleikarnir munu fara fram á bílastæði bak við húsið við Strandveg 30. Á sama tíma hafa Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld gefið út að til skoðunar sé hvort að herða þurfi gildandi samkomutakmarkanir og koma aftur á tveggja metra reglunni. Yfirvöld hafi áhyggjur af komandi helgi vegna ferðalaga landsmanna og hættu á dreifingu smits í samfélaginu. Fjórtán virk innanlandssmit eru í landinu en ekki hefur tekist að rekja tvö smit.
Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira