Hollið með 71 lax í Hofsá Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2020 12:19 Hofsá í Vopnafirði. Vísir/Trausti Hofsá hefur verið að komast í takt sem er mörgum unnendum hennar vel kunnugur en veiðin í ánni síðustu daga hefur verið frábær. Hollið sem lauk veiðum í gær var með 71 lax og það er að sögn veiðimanna mikið af laxi í ánni og meira en menn hafa séð síðustu ár. Heildarveiðin í ánni var þegar síðustu tölur voru uppfærðar á heimasíðu Landssambands Veiðifélaga 276 laxar en hún er líklega að detta í um 500 laxa í dag eða á morgun. Þetta eru frábærar fréttir úr Hofsá en hún hefur átt heldur mögur ár síðan 2014 en meðalveiðin í ánni síðan 1974 er um 1.150 laxar. Hún er sterk síðsumars og núna þegar allur ágústmánuður er framundan sem og september er ljóst að veiðin í henni fer hægt og rólega að nálgast það sem hún var á bestu árum hennar. Mest lesið Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Laxveiði of erfið fyrir hjartað Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Rólegt í Tungufljóti; talsvert af sjóbirtingi við Syðri-Hólma Veiði Ekkert „sex“ og ekkert „drugs“ í veiðinni Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði
Hofsá hefur verið að komast í takt sem er mörgum unnendum hennar vel kunnugur en veiðin í ánni síðustu daga hefur verið frábær. Hollið sem lauk veiðum í gær var með 71 lax og það er að sögn veiðimanna mikið af laxi í ánni og meira en menn hafa séð síðustu ár. Heildarveiðin í ánni var þegar síðustu tölur voru uppfærðar á heimasíðu Landssambands Veiðifélaga 276 laxar en hún er líklega að detta í um 500 laxa í dag eða á morgun. Þetta eru frábærar fréttir úr Hofsá en hún hefur átt heldur mögur ár síðan 2014 en meðalveiðin í ánni síðan 1974 er um 1.150 laxar. Hún er sterk síðsumars og núna þegar allur ágústmánuður er framundan sem og september er ljóst að veiðin í henni fer hægt og rólega að nálgast það sem hún var á bestu árum hennar.
Mest lesið Rólegt í Þórisvatni en mikil veiði í Kvíslaveitum Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Laxveiði of erfið fyrir hjartað Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Rólegt í Tungufljóti; talsvert af sjóbirtingi við Syðri-Hólma Veiði Ekkert „sex“ og ekkert „drugs“ í veiðinni Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Ekki stórt vatn en fín veiði Veiði