Hollið með 71 lax í Hofsá Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2020 12:19 Hofsá í Vopnafirði. Vísir/Trausti Hofsá hefur verið að komast í takt sem er mörgum unnendum hennar vel kunnugur en veiðin í ánni síðustu daga hefur verið frábær. Hollið sem lauk veiðum í gær var með 71 lax og það er að sögn veiðimanna mikið af laxi í ánni og meira en menn hafa séð síðustu ár. Heildarveiðin í ánni var þegar síðustu tölur voru uppfærðar á heimasíðu Landssambands Veiðifélaga 276 laxar en hún er líklega að detta í um 500 laxa í dag eða á morgun. Þetta eru frábærar fréttir úr Hofsá en hún hefur átt heldur mögur ár síðan 2014 en meðalveiðin í ánni síðan 1974 er um 1.150 laxar. Hún er sterk síðsumars og núna þegar allur ágústmánuður er framundan sem og september er ljóst að veiðin í henni fer hægt og rólega að nálgast það sem hún var á bestu árum hennar. Mest lesið Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fræðslukvöldin komin í gang hjá SVFR Veiði Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Virkjun í Stóru-Laxá: Hreppsnefnd heimilar veitingu rannsóknarleyfis Veiði 17 laxar úr Grímsá við opnun Veiði Mikið framboð af villibráð Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði
Hofsá hefur verið að komast í takt sem er mörgum unnendum hennar vel kunnugur en veiðin í ánni síðustu daga hefur verið frábær. Hollið sem lauk veiðum í gær var með 71 lax og það er að sögn veiðimanna mikið af laxi í ánni og meira en menn hafa séð síðustu ár. Heildarveiðin í ánni var þegar síðustu tölur voru uppfærðar á heimasíðu Landssambands Veiðifélaga 276 laxar en hún er líklega að detta í um 500 laxa í dag eða á morgun. Þetta eru frábærar fréttir úr Hofsá en hún hefur átt heldur mögur ár síðan 2014 en meðalveiðin í ánni síðan 1974 er um 1.150 laxar. Hún er sterk síðsumars og núna þegar allur ágústmánuður er framundan sem og september er ljóst að veiðin í henni fer hægt og rólega að nálgast það sem hún var á bestu árum hennar.
Mest lesið Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fræðslukvöldin komin í gang hjá SVFR Veiði Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Virkjun í Stóru-Laxá: Hreppsnefnd heimilar veitingu rannsóknarleyfis Veiði 17 laxar úr Grímsá við opnun Veiði Mikið framboð af villibráð Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði