Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júlí 2020 11:04 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. Fjöldamörk samkomubanns munu þannig áfram miðast við 500 manns til 18. ágúst, auk þess sem skemmtistaðir verða áfram opnir til 23. Til stóð að fjöldamörk yrðu hækkuð í 1.000 og afgreiðslutími skemmtistaða lengdur til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi. Bíða með breytingar í ljósi innanlandssmita Ríkisstjórnin tók fyrir áætlaðar breytingar á fjöldatakmörkunum og afgreiðslutíma skemmtistaða vegna kórónuveirunnar á fundi sínum í morgun. Heilbrigðisráðherra segir í samtali við fréttastofu nú að loknum fundi að hún hafi fengið nýtt minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í gær. Hún hafði áður fallist á tillögur hans er sneru að tilslökunum á samkomubanni 4. ágúst. „En í ljósi stöðunnar sem við erum að sjá þessa dagana, bæði í gær og í fyrradag, þá leggur hann til við mig að við bíðum með þessar tilslakanir í tvær vikur. Það er að segja, þá breytingu annars vegar að fjölga úr fimm hundruð í þúsund með hámarksfjölda á einum stað og hins vegar þetta með að lengja opnunartíma veitingahúsa frá ellefu til miðnættis. Þannig að það verður bið á þeirri breytingu í ljósi þess að við þurfum að ná betur utan um stöðuna.“ Innt eftir því hvort til skoðunar sé að grípa til hertari aðgerða í ljósi innanlandssmitanna sem greinst hafa hér á landi síðustu daga segir Svandís að nú sé allt til skoðunar. „Það standa yfir fundir þar sem verið er að skoða þessi mál og samspilið við skimun á landamærum. Ég legg megináherslu á það í dag að við þurfum að herða verulega á því sem við öll kunnum svo vel, sem eru okkar einstaklingsbundnu smitvarnir.“ Þá þurfi einnig að skoða hvort setja eigi aukinn kraft í skimun fyrir veirunni innanlands. „Við þurfum að hreyfa okkur hratt hér eftir sem hingað til,“ segir Svandís. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Samkomubann miðast við þúsund eftir verslunarmannahelgi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að framlengja núgildandi samkomubann fram yfir verslunarmannahelgi. 22. júlí 2020 07:00 Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58 Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Ekki er enn búið að ákveða hvort gerðar verði sérstakar ráðstafanir vegna þessa. 16. júlí 2020 15:44 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. Fjöldamörk samkomubanns munu þannig áfram miðast við 500 manns til 18. ágúst, auk þess sem skemmtistaðir verða áfram opnir til 23. Til stóð að fjöldamörk yrðu hækkuð í 1.000 og afgreiðslutími skemmtistaða lengdur til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi. Bíða með breytingar í ljósi innanlandssmita Ríkisstjórnin tók fyrir áætlaðar breytingar á fjöldatakmörkunum og afgreiðslutíma skemmtistaða vegna kórónuveirunnar á fundi sínum í morgun. Heilbrigðisráðherra segir í samtali við fréttastofu nú að loknum fundi að hún hafi fengið nýtt minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í gær. Hún hafði áður fallist á tillögur hans er sneru að tilslökunum á samkomubanni 4. ágúst. „En í ljósi stöðunnar sem við erum að sjá þessa dagana, bæði í gær og í fyrradag, þá leggur hann til við mig að við bíðum með þessar tilslakanir í tvær vikur. Það er að segja, þá breytingu annars vegar að fjölga úr fimm hundruð í þúsund með hámarksfjölda á einum stað og hins vegar þetta með að lengja opnunartíma veitingahúsa frá ellefu til miðnættis. Þannig að það verður bið á þeirri breytingu í ljósi þess að við þurfum að ná betur utan um stöðuna.“ Innt eftir því hvort til skoðunar sé að grípa til hertari aðgerða í ljósi innanlandssmitanna sem greinst hafa hér á landi síðustu daga segir Svandís að nú sé allt til skoðunar. „Það standa yfir fundir þar sem verið er að skoða þessi mál og samspilið við skimun á landamærum. Ég legg megináherslu á það í dag að við þurfum að herða verulega á því sem við öll kunnum svo vel, sem eru okkar einstaklingsbundnu smitvarnir.“ Þá þurfi einnig að skoða hvort setja eigi aukinn kraft í skimun fyrir veirunni innanlands. „Við þurfum að hreyfa okkur hratt hér eftir sem hingað til,“ segir Svandís. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Samkomubann miðast við þúsund eftir verslunarmannahelgi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að framlengja núgildandi samkomubann fram yfir verslunarmannahelgi. 22. júlí 2020 07:00 Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58 Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Ekki er enn búið að ákveða hvort gerðar verði sérstakar ráðstafanir vegna þessa. 16. júlí 2020 15:44 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Samkomubann miðast við þúsund eftir verslunarmannahelgi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að framlengja núgildandi samkomubann fram yfir verslunarmannahelgi. 22. júlí 2020 07:00
Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58
Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Ekki er enn búið að ákveða hvort gerðar verði sérstakar ráðstafanir vegna þessa. 16. júlí 2020 15:44