Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 23:00 Rúnar Páll var ekki sáttur með að ná ekki þremur stigum á heimavelli í kvöld. Vísir/Bára Rúnar Páll Sigmundsson - þjálfari Stjörnunnar - var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn í síðasta leik 9. umferðar Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Lokatölur 1-1 en Stjarnan komst yfir með marki Hilmars Árna Halldórssonar um miðbik fyrri hálfleiks. Óttar Magnús Karlsson jafnaði fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Eins ósáttur og Rúnar var með að taka ekki þrjú stig í kvöld þá viðurkenndi hann að jafntefli hefði eflaust verið sanngjörn niðurstaða að lokum. „Mér líður ágætlega. Við vorum ekki nógu góðir í fyrri hálfleik, vorum undir í öllum aðgerðum og Víkingarnir voru betri en við. Herjuðum svo á þá í seinni hálfleik og reyndum að fá þetta sigurmark en það gekk ekki alveg upp,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson – þjálfari Stjörnunnar – aðspurður hvernig honum liði að leik loknum. Stjörnumenn hafa – og munu – spilað þétt síðan þeir komu úr sóttkví. Rúnar Páll tók þó fyrir að um þreytu væri að ræða í leik sinna manna. „Mér fannst við frekar ferskir í seinni hálfleik miðað við hvernig við vorum í fyrri hálfleik. Auðvitað tekur þetta á leikmenn, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Við erum í góðu standi og get ekki tekið undir það að við höfum verið þreyttir í lokin.“ „Við erum ekkei ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli en miðað við hvernig leikurinn spilaðist var jafntefli kannski sanngjörn niðurstaða. Við erum ekkert að pæla í því að fara taplausir í gegnum þessa fyrstu sex leiki, það skiptir ekki alveg máli. Við reynum að fara í þessa leiki til að vinna þá og hefðum viljað fá sigur í kvöld,“ sagði Rúnar enn fremur um leikinn og það að Stjarnan væri enn ekki búin að tapa leik í deildinni. Að lokum var Rúnar spurður út í næsta leik Stjörnunnar, sem er jú gegn Víkingum á fimmtudaginn er liðin mætast í Mjólkurbikarnum. Það er gömul saga og ný að þegar lið mætast með svo skömmu millibili þá vinnur sama liðið aldrei báða leikina. Jafnteflið í kvöld þýðir hins vegar að bæði lið geta farið áfram. „Það er stutt í næsta leik og það verður gaman. Bikarkeppnin er sérstök og við þurfum að vinna þann leik ef við ætlum áfram og við ætlum að gera okkar besta til þess,“ sagði Rúnar að endingu og hló. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 28. júlí 2020 22:15 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson - þjálfari Stjörnunnar - var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn í síðasta leik 9. umferðar Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Lokatölur 1-1 en Stjarnan komst yfir með marki Hilmars Árna Halldórssonar um miðbik fyrri hálfleiks. Óttar Magnús Karlsson jafnaði fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Eins ósáttur og Rúnar var með að taka ekki þrjú stig í kvöld þá viðurkenndi hann að jafntefli hefði eflaust verið sanngjörn niðurstaða að lokum. „Mér líður ágætlega. Við vorum ekki nógu góðir í fyrri hálfleik, vorum undir í öllum aðgerðum og Víkingarnir voru betri en við. Herjuðum svo á þá í seinni hálfleik og reyndum að fá þetta sigurmark en það gekk ekki alveg upp,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson – þjálfari Stjörnunnar – aðspurður hvernig honum liði að leik loknum. Stjörnumenn hafa – og munu – spilað þétt síðan þeir komu úr sóttkví. Rúnar Páll tók þó fyrir að um þreytu væri að ræða í leik sinna manna. „Mér fannst við frekar ferskir í seinni hálfleik miðað við hvernig við vorum í fyrri hálfleik. Auðvitað tekur þetta á leikmenn, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Við erum í góðu standi og get ekki tekið undir það að við höfum verið þreyttir í lokin.“ „Við erum ekkei ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli en miðað við hvernig leikurinn spilaðist var jafntefli kannski sanngjörn niðurstaða. Við erum ekkert að pæla í því að fara taplausir í gegnum þessa fyrstu sex leiki, það skiptir ekki alveg máli. Við reynum að fara í þessa leiki til að vinna þá og hefðum viljað fá sigur í kvöld,“ sagði Rúnar enn fremur um leikinn og það að Stjarnan væri enn ekki búin að tapa leik í deildinni. Að lokum var Rúnar spurður út í næsta leik Stjörnunnar, sem er jú gegn Víkingum á fimmtudaginn er liðin mætast í Mjólkurbikarnum. Það er gömul saga og ný að þegar lið mætast með svo skömmu millibili þá vinnur sama liðið aldrei báða leikina. Jafnteflið í kvöld þýðir hins vegar að bæði lið geta farið áfram. „Það er stutt í næsta leik og það verður gaman. Bikarkeppnin er sérstök og við þurfum að vinna þann leik ef við ætlum áfram og við ætlum að gera okkar besta til þess,“ sagði Rúnar að endingu og hló.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 28. júlí 2020 22:15 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 28. júlí 2020 22:15