Elvar fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem nemur land í Litháen: „Þetta var auðveld ákvörðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2020 10:00 Elvar Már Friðriksson leikur í Litháen næstu tvö árin. vísir/bára Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, segist vera að taka skref upp á við á sínum ferli með því að fara til Siauliai í Litháen. Að sögn Njarðvíkingsins áttu félagaskiptin sér ekki langan aðdraganda. Hann var búinn að semja við félag í öðru landi en svo kom Siauliai inn í myndina. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við litháíska félagið. „Þetta kom í síðustu viku og gerðist mjög fljótt. Ég var eiginlega búinn að semja við annað lið en það datt upp fyrir. Svo kom þetta upp fljótlega eftir það og gekk hratt fyrir sig. Þetta er flottur kostur fyrir mig því þetta er mjög góð deild,“ sagði Elvar í samtali við Vísi. Á síðasta tímabili lék Elvar með Borås Basket í sænsku úrvalsdeildinni. Liðið varð meistari og Elvar valinn besti bakvörður deildarinnar. Hann var með 16,7 stig, 2,9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Enginn leikmaður í sænsku deildinni gaf fleiri stoðsendingar en Elvar og þá var hann stiga- og framlagshæsti leikmaður Borås. Elvar lék með Njarðvík tímabilið 2018-19.vísir/bára Elvar segist hafa haft nokkra kosti í stöðunni eftir síðasta tímabil þótt þeir hafi eflaust verið færri en í venjulegu árferði. „Þeir voru ekkert rosalega margir en ástandið spilar inn í. Félögin eru seinni til en áður að semja við leikmenn. Þetta hefur verið svolítill rússíbani. Ég hafði nokkra möguleika en fannst þetta það besta í stöðunni,“ sagði Elvar. Siauliai er sannkallað bronslið en ekkert lið hefur endað oftar í 3. sæti litháísku deildarinnar. Síðustu ár hefur leiðin þó legið niður á við hjá Siauliai og í fyrra varð liðið í 8. sæti deildarinnar af tíu liðum. „Í gegnum tíðina hefur liðið verið í 3.-4. sæti á eftir risunum tveimur, Zalgiris og Rytas. Undanfarið hafa þeir aðeins dalað en þeir eru með mjög góðan þjálfara [Antanas Sireika] sem var með litháíska landsliðið,“ sagði Elvar sem heldur út til Litháens um miðjan ágúst. Antanas Sireika, þjálfari Siauliai, gerði Litháen að Evrópumeisturum 2003.getty/Tony Hernandez Hann segist vera á leið í sterkari deild en sú sænska er. „Ég hef heyrt að þetta sé mjög góð deild. Litháar eru mjög framarlega í körfubolta og eru með marga góða leikmenn. Þetta er gott skref upp á við fyrir mig. Það er meiri og betri körfuboltamenning þarna en í Svíþjóð. Ef ég geri vel þarna á ég eftir að fá fleiri tækifæri.“ Líkt og Elvar segir er Litháen mikil körfuboltaþjóð, hefur búið til marga framúrskarandi leikmenn og landsliðið náð langt á stórmótum. Eftir því sem næst verður komist er Elvar fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem reynir fyrir sér í þessu mikla körfuboltalandi. „Þetta er mjög spennandi og var auðveld ákvörðun. Ég gerði tveggja ára samning og þetta lítur allt mjög vel út,“ sagði Elvar að endingu. Körfubolti Litháen Tengdar fréttir Elvar í Litháen næstu tvö árin Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. 26. júlí 2020 09:30 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, segist vera að taka skref upp á við á sínum ferli með því að fara til Siauliai í Litháen. Að sögn Njarðvíkingsins áttu félagaskiptin sér ekki langan aðdraganda. Hann var búinn að semja við félag í öðru landi en svo kom Siauliai inn í myndina. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við litháíska félagið. „Þetta kom í síðustu viku og gerðist mjög fljótt. Ég var eiginlega búinn að semja við annað lið en það datt upp fyrir. Svo kom þetta upp fljótlega eftir það og gekk hratt fyrir sig. Þetta er flottur kostur fyrir mig því þetta er mjög góð deild,“ sagði Elvar í samtali við Vísi. Á síðasta tímabili lék Elvar með Borås Basket í sænsku úrvalsdeildinni. Liðið varð meistari og Elvar valinn besti bakvörður deildarinnar. Hann var með 16,7 stig, 2,9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Enginn leikmaður í sænsku deildinni gaf fleiri stoðsendingar en Elvar og þá var hann stiga- og framlagshæsti leikmaður Borås. Elvar lék með Njarðvík tímabilið 2018-19.vísir/bára Elvar segist hafa haft nokkra kosti í stöðunni eftir síðasta tímabil þótt þeir hafi eflaust verið færri en í venjulegu árferði. „Þeir voru ekkert rosalega margir en ástandið spilar inn í. Félögin eru seinni til en áður að semja við leikmenn. Þetta hefur verið svolítill rússíbani. Ég hafði nokkra möguleika en fannst þetta það besta í stöðunni,“ sagði Elvar. Siauliai er sannkallað bronslið en ekkert lið hefur endað oftar í 3. sæti litháísku deildarinnar. Síðustu ár hefur leiðin þó legið niður á við hjá Siauliai og í fyrra varð liðið í 8. sæti deildarinnar af tíu liðum. „Í gegnum tíðina hefur liðið verið í 3.-4. sæti á eftir risunum tveimur, Zalgiris og Rytas. Undanfarið hafa þeir aðeins dalað en þeir eru með mjög góðan þjálfara [Antanas Sireika] sem var með litháíska landsliðið,“ sagði Elvar sem heldur út til Litháens um miðjan ágúst. Antanas Sireika, þjálfari Siauliai, gerði Litháen að Evrópumeisturum 2003.getty/Tony Hernandez Hann segist vera á leið í sterkari deild en sú sænska er. „Ég hef heyrt að þetta sé mjög góð deild. Litháar eru mjög framarlega í körfubolta og eru með marga góða leikmenn. Þetta er gott skref upp á við fyrir mig. Það er meiri og betri körfuboltamenning þarna en í Svíþjóð. Ef ég geri vel þarna á ég eftir að fá fleiri tækifæri.“ Líkt og Elvar segir er Litháen mikil körfuboltaþjóð, hefur búið til marga framúrskarandi leikmenn og landsliðið náð langt á stórmótum. Eftir því sem næst verður komist er Elvar fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem reynir fyrir sér í þessu mikla körfuboltalandi. „Þetta er mjög spennandi og var auðveld ákvörðun. Ég gerði tveggja ára samning og þetta lítur allt mjög vel út,“ sagði Elvar að endingu.
Körfubolti Litháen Tengdar fréttir Elvar í Litháen næstu tvö árin Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. 26. júlí 2020 09:30 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Elvar í Litháen næstu tvö árin Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. 26. júlí 2020 09:30
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti