Elvar fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem nemur land í Litháen: „Þetta var auðveld ákvörðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2020 10:00 Elvar Már Friðriksson leikur í Litháen næstu tvö árin. vísir/bára Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, segist vera að taka skref upp á við á sínum ferli með því að fara til Siauliai í Litháen. Að sögn Njarðvíkingsins áttu félagaskiptin sér ekki langan aðdraganda. Hann var búinn að semja við félag í öðru landi en svo kom Siauliai inn í myndina. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við litháíska félagið. „Þetta kom í síðustu viku og gerðist mjög fljótt. Ég var eiginlega búinn að semja við annað lið en það datt upp fyrir. Svo kom þetta upp fljótlega eftir það og gekk hratt fyrir sig. Þetta er flottur kostur fyrir mig því þetta er mjög góð deild,“ sagði Elvar í samtali við Vísi. Á síðasta tímabili lék Elvar með Borås Basket í sænsku úrvalsdeildinni. Liðið varð meistari og Elvar valinn besti bakvörður deildarinnar. Hann var með 16,7 stig, 2,9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Enginn leikmaður í sænsku deildinni gaf fleiri stoðsendingar en Elvar og þá var hann stiga- og framlagshæsti leikmaður Borås. Elvar lék með Njarðvík tímabilið 2018-19.vísir/bára Elvar segist hafa haft nokkra kosti í stöðunni eftir síðasta tímabil þótt þeir hafi eflaust verið færri en í venjulegu árferði. „Þeir voru ekkert rosalega margir en ástandið spilar inn í. Félögin eru seinni til en áður að semja við leikmenn. Þetta hefur verið svolítill rússíbani. Ég hafði nokkra möguleika en fannst þetta það besta í stöðunni,“ sagði Elvar. Siauliai er sannkallað bronslið en ekkert lið hefur endað oftar í 3. sæti litháísku deildarinnar. Síðustu ár hefur leiðin þó legið niður á við hjá Siauliai og í fyrra varð liðið í 8. sæti deildarinnar af tíu liðum. „Í gegnum tíðina hefur liðið verið í 3.-4. sæti á eftir risunum tveimur, Zalgiris og Rytas. Undanfarið hafa þeir aðeins dalað en þeir eru með mjög góðan þjálfara [Antanas Sireika] sem var með litháíska landsliðið,“ sagði Elvar sem heldur út til Litháens um miðjan ágúst. Antanas Sireika, þjálfari Siauliai, gerði Litháen að Evrópumeisturum 2003.getty/Tony Hernandez Hann segist vera á leið í sterkari deild en sú sænska er. „Ég hef heyrt að þetta sé mjög góð deild. Litháar eru mjög framarlega í körfubolta og eru með marga góða leikmenn. Þetta er gott skref upp á við fyrir mig. Það er meiri og betri körfuboltamenning þarna en í Svíþjóð. Ef ég geri vel þarna á ég eftir að fá fleiri tækifæri.“ Líkt og Elvar segir er Litháen mikil körfuboltaþjóð, hefur búið til marga framúrskarandi leikmenn og landsliðið náð langt á stórmótum. Eftir því sem næst verður komist er Elvar fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem reynir fyrir sér í þessu mikla körfuboltalandi. „Þetta er mjög spennandi og var auðveld ákvörðun. Ég gerði tveggja ára samning og þetta lítur allt mjög vel út,“ sagði Elvar að endingu. Körfubolti Litháen Tengdar fréttir Elvar í Litháen næstu tvö árin Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. 26. júlí 2020 09:30 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, segist vera að taka skref upp á við á sínum ferli með því að fara til Siauliai í Litháen. Að sögn Njarðvíkingsins áttu félagaskiptin sér ekki langan aðdraganda. Hann var búinn að semja við félag í öðru landi en svo kom Siauliai inn í myndina. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við litháíska félagið. „Þetta kom í síðustu viku og gerðist mjög fljótt. Ég var eiginlega búinn að semja við annað lið en það datt upp fyrir. Svo kom þetta upp fljótlega eftir það og gekk hratt fyrir sig. Þetta er flottur kostur fyrir mig því þetta er mjög góð deild,“ sagði Elvar í samtali við Vísi. Á síðasta tímabili lék Elvar með Borås Basket í sænsku úrvalsdeildinni. Liðið varð meistari og Elvar valinn besti bakvörður deildarinnar. Hann var með 16,7 stig, 2,9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Enginn leikmaður í sænsku deildinni gaf fleiri stoðsendingar en Elvar og þá var hann stiga- og framlagshæsti leikmaður Borås. Elvar lék með Njarðvík tímabilið 2018-19.vísir/bára Elvar segist hafa haft nokkra kosti í stöðunni eftir síðasta tímabil þótt þeir hafi eflaust verið færri en í venjulegu árferði. „Þeir voru ekkert rosalega margir en ástandið spilar inn í. Félögin eru seinni til en áður að semja við leikmenn. Þetta hefur verið svolítill rússíbani. Ég hafði nokkra möguleika en fannst þetta það besta í stöðunni,“ sagði Elvar. Siauliai er sannkallað bronslið en ekkert lið hefur endað oftar í 3. sæti litháísku deildarinnar. Síðustu ár hefur leiðin þó legið niður á við hjá Siauliai og í fyrra varð liðið í 8. sæti deildarinnar af tíu liðum. „Í gegnum tíðina hefur liðið verið í 3.-4. sæti á eftir risunum tveimur, Zalgiris og Rytas. Undanfarið hafa þeir aðeins dalað en þeir eru með mjög góðan þjálfara [Antanas Sireika] sem var með litháíska landsliðið,“ sagði Elvar sem heldur út til Litháens um miðjan ágúst. Antanas Sireika, þjálfari Siauliai, gerði Litháen að Evrópumeisturum 2003.getty/Tony Hernandez Hann segist vera á leið í sterkari deild en sú sænska er. „Ég hef heyrt að þetta sé mjög góð deild. Litháar eru mjög framarlega í körfubolta og eru með marga góða leikmenn. Þetta er gott skref upp á við fyrir mig. Það er meiri og betri körfuboltamenning þarna en í Svíþjóð. Ef ég geri vel þarna á ég eftir að fá fleiri tækifæri.“ Líkt og Elvar segir er Litháen mikil körfuboltaþjóð, hefur búið til marga framúrskarandi leikmenn og landsliðið náð langt á stórmótum. Eftir því sem næst verður komist er Elvar fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem reynir fyrir sér í þessu mikla körfuboltalandi. „Þetta er mjög spennandi og var auðveld ákvörðun. Ég gerði tveggja ára samning og þetta lítur allt mjög vel út,“ sagði Elvar að endingu.
Körfubolti Litháen Tengdar fréttir Elvar í Litháen næstu tvö árin Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. 26. júlí 2020 09:30 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Elvar í Litháen næstu tvö árin Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. 26. júlí 2020 09:30