Sjáðu markasúpuna í Kópavoginum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2020 10:30 Alexander Helgi Sigurðarson skoraði fyrsta markið í leik Breiðabliks og ÍA í gær. vísir/bára Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Breiðablik langþráðan sigur á ÍA, 5-3, á Kópavogsvelli í gær. Blikar voru 4-1 yfir í hálfleik. Með sigrinum komst Breiðablik upp í 3. sæti Pepsi Max-deildar karla. ÍA er í 8. sætinu. Skagamenn hafa tapað þremur leikjum í röð og fengið á sig þrettán mörk í þeim. Alexander Helgi Sigurðarson kom Blikum á bragðið á 11. mínútu. Sex mínútum síðar skoraði Kristinn Steindórsson annað mark heimamanna eftir frábæran undirbúning Gísla Eyjólfssonar sem var í fyrsta sinn í byrjunarliði Breiðabliks síðan gegn KA 5. júlí. Thomas Mikkelsen kom Blikum í 3-0 á 36. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar og þremur mínútum síðar skoraði Kristinn fjórða mark Kópavogsliðsins. Hann hefur skorað sjö mörk í átta leikjum í deild og bikar í sumar. Á 43. mínútu braut Kwame Quee á Viktori Jónssyni innan vítateigs og Einar Ingi Jóhannsson benti á punktinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Mikið gekk á í upphafi seinni hálfleiks. Á 48. mínútu minnkaði Hlynur Sævar Jónsson muninn í 4-2 þegar hann skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu Tryggva. Tveimur mínútum síðar braut Hlynur á Alexander innan vítateigs og aftur benti Einar Ingi á punktinn. Mikkelsen skoraði úr spyrnunni, sitt níunda deildarmark í sumar. Á 53. mínútu skoraði Viktor og minnkaði muninn í 5-3 eftir skelfileg mistök Antons Ara Einarssonar í marki Breiðabliks. Fleiri urðu mörkin ekki en þau átta sem voru skoruð í leiknum í gær má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og ÍA Pepsi Max-deild karla Breiðablik ÍA Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Mitt lið sýndi að það er með karakter „Já okkur er létt það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn. 26. júlí 2020 22:09 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-3 ÍA | Markasúpa í sunnudagssól Breiðablik vann loksins leik í júlí. Sigurinn kom í markaleik gegn ÍA í Kópavogi. Lokatölur 5-3 Blikum í vil. 26. júlí 2020 22:55 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ Sjá meira
Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Breiðablik langþráðan sigur á ÍA, 5-3, á Kópavogsvelli í gær. Blikar voru 4-1 yfir í hálfleik. Með sigrinum komst Breiðablik upp í 3. sæti Pepsi Max-deildar karla. ÍA er í 8. sætinu. Skagamenn hafa tapað þremur leikjum í röð og fengið á sig þrettán mörk í þeim. Alexander Helgi Sigurðarson kom Blikum á bragðið á 11. mínútu. Sex mínútum síðar skoraði Kristinn Steindórsson annað mark heimamanna eftir frábæran undirbúning Gísla Eyjólfssonar sem var í fyrsta sinn í byrjunarliði Breiðabliks síðan gegn KA 5. júlí. Thomas Mikkelsen kom Blikum í 3-0 á 36. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar og þremur mínútum síðar skoraði Kristinn fjórða mark Kópavogsliðsins. Hann hefur skorað sjö mörk í átta leikjum í deild og bikar í sumar. Á 43. mínútu braut Kwame Quee á Viktori Jónssyni innan vítateigs og Einar Ingi Jóhannsson benti á punktinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Mikið gekk á í upphafi seinni hálfleiks. Á 48. mínútu minnkaði Hlynur Sævar Jónsson muninn í 4-2 þegar hann skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu Tryggva. Tveimur mínútum síðar braut Hlynur á Alexander innan vítateigs og aftur benti Einar Ingi á punktinn. Mikkelsen skoraði úr spyrnunni, sitt níunda deildarmark í sumar. Á 53. mínútu skoraði Viktor og minnkaði muninn í 5-3 eftir skelfileg mistök Antons Ara Einarssonar í marki Breiðabliks. Fleiri urðu mörkin ekki en þau átta sem voru skoruð í leiknum í gær má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og ÍA
Pepsi Max-deild karla Breiðablik ÍA Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Mitt lið sýndi að það er með karakter „Já okkur er létt það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn. 26. júlí 2020 22:09 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-3 ÍA | Markasúpa í sunnudagssól Breiðablik vann loksins leik í júlí. Sigurinn kom í markaleik gegn ÍA í Kópavogi. Lokatölur 5-3 Blikum í vil. 26. júlí 2020 22:55 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ Sjá meira
Óskar Hrafn: Mitt lið sýndi að það er með karakter „Já okkur er létt það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn. 26. júlí 2020 22:09
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-3 ÍA | Markasúpa í sunnudagssól Breiðablik vann loksins leik í júlí. Sigurinn kom í markaleik gegn ÍA í Kópavogi. Lokatölur 5-3 Blikum í vil. 26. júlí 2020 22:55