Óskar Hrafn: Mitt lið sýndi að það er með karakter Andri Már Eggertsson skrifar 26. júlí 2020 22:09 Óskar Hrafn á hliðarlínunni. vísir/bára Í kvöld var leikið í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Breiðablik fékk ÍA í heimsókn í Kópavoginn, báðir æfingaleikir milli þessara liða voru bráð fjörugir og benti ekkert annað til en að mikið af mörkum myndi einkenna leik kvöldsins. Leikurinn var bráðfjörugur í alla staði og voru alls átta mörk sem litu dagsins ljós. Breiðablik vann leikinn 5-3 og var það frábær fyrri hálfleikur liðsins sem skilaði stigunum þremur í Kópavoginn. Júlí mánuður hefur reynst Blikunum erfiður, þeir höfðu tekið 2 stig af 15 mögulegum fram að leik kvöldsins. „Já okkur er létt það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn, þjálfari Blika, sem bætti við að það býr mikill karakter í hans liði. Óskar gladdist mikið yfir sóknarleik Blikana í dag þar sem hans menn þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að leysa það sem ÍA bauð þeim upp á. Óskar talaði um að varnarleikur liðsins hafi þó verið kærulaus á köflum. „Við höfum ákveðna hugmyndarfræði sem byggist á því að spila frá markmanni sem er fylgifiskur þess að stundum koma upp klaufaleg atriði líkt og í þriðja marki Skagans. Það er algjörlega á minni ábyrgð því svona viljum við spila,” sagði Óskar. Félagsskiptaglugginn opnar fljótlega. Aðspurður hvort Blikarnir ætluðu að styrkja sig talaði Óskar um að það þyrfti að vanda til verka í þeim málum þar sem hann er ánægður með hópinn sem hann er með í höndunum. Hann útilokaði þó ekki að ef það býðst leikmaður sem styrkir hópinn til lengri tíma væri það eitthvað sem Blikarnir myndu skoða en allar skammtímalausnir væru ekki í boði. Það vakti athygli margra að eftir leikinn á móti HK kom pistill á stuðningsvef Breiðabliks þar sem farið var ófögrum orðum um leikstíl og lið Breiðabliks. „Ég er ekki að ritstýra neinum vef en það er þó ágætt að hafa í huga að þegar menn skrifa undir nafni þá eru þeir ekki að skrifa fyrir alla stuðningsmenn Blika. Það eiga allir að lesa svona skrif með þeim gleraugum að þetta er ekki skoðun allra stuðningsmanna því þeir eru margir og með misjafnar skoðanir,” sagði Óskar aðspurður um hvort þetta væri mál sem þurfti að taka á innanhús. Breiðablik Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Í kvöld var leikið í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Breiðablik fékk ÍA í heimsókn í Kópavoginn, báðir æfingaleikir milli þessara liða voru bráð fjörugir og benti ekkert annað til en að mikið af mörkum myndi einkenna leik kvöldsins. Leikurinn var bráðfjörugur í alla staði og voru alls átta mörk sem litu dagsins ljós. Breiðablik vann leikinn 5-3 og var það frábær fyrri hálfleikur liðsins sem skilaði stigunum þremur í Kópavoginn. Júlí mánuður hefur reynst Blikunum erfiður, þeir höfðu tekið 2 stig af 15 mögulegum fram að leik kvöldsins. „Já okkur er létt það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn, þjálfari Blika, sem bætti við að það býr mikill karakter í hans liði. Óskar gladdist mikið yfir sóknarleik Blikana í dag þar sem hans menn þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að leysa það sem ÍA bauð þeim upp á. Óskar talaði um að varnarleikur liðsins hafi þó verið kærulaus á köflum. „Við höfum ákveðna hugmyndarfræði sem byggist á því að spila frá markmanni sem er fylgifiskur þess að stundum koma upp klaufaleg atriði líkt og í þriðja marki Skagans. Það er algjörlega á minni ábyrgð því svona viljum við spila,” sagði Óskar. Félagsskiptaglugginn opnar fljótlega. Aðspurður hvort Blikarnir ætluðu að styrkja sig talaði Óskar um að það þyrfti að vanda til verka í þeim málum þar sem hann er ánægður með hópinn sem hann er með í höndunum. Hann útilokaði þó ekki að ef það býðst leikmaður sem styrkir hópinn til lengri tíma væri það eitthvað sem Blikarnir myndu skoða en allar skammtímalausnir væru ekki í boði. Það vakti athygli margra að eftir leikinn á móti HK kom pistill á stuðningsvef Breiðabliks þar sem farið var ófögrum orðum um leikstíl og lið Breiðabliks. „Ég er ekki að ritstýra neinum vef en það er þó ágætt að hafa í huga að þegar menn skrifa undir nafni þá eru þeir ekki að skrifa fyrir alla stuðningsmenn Blika. Það eiga allir að lesa svona skrif með þeim gleraugum að þetta er ekki skoðun allra stuðningsmanna því þeir eru margir og með misjafnar skoðanir,” sagði Óskar aðspurður um hvort þetta væri mál sem þurfti að taka á innanhús.
Breiðablik Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira